Heimildarmynd um Bítlana í bígerð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2014 19:30 Leikstjórinn Ron Howard, sem hefur verið aðdáandi Bítlanna mest allt sitt líf, leikstýrir og framleiðir heimildarmynd um tónleikaferðir hljómsveitarinnar á árunum 1960 til 1966. Apple Corps Ltd., White Horse Pictures og fyrirtæki Rons, Imagine Entertainment, framleiðir myndina í samvinnu við Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr sem ogYoko Ono Lennon og Oliviu Harrison, ekkjur Johns Lennon og George Harrison. „Ég er spenntur og það er mér heiður að vinna með Apple og White Horse-teyminu að þessari mögnuðu sögu um þessa fjóra ungu menn sem tóku heiminn með trompi árið 1964. Það er ekki hægt að ýkja áhrif þeirra á poppmenningu og mannlega reynslu,“ segir Ron í samtali við Variety. Hann stefnir á að klára myndina og sýna hana í lok næsta árs. Bítlarnir byrjuðu að spila sem sveit í Liverpool árið 1960 og spiluðu í kjölfarið á klúbbum í Hamborg. Þeir fóru síðan á Evróputúr síðari hluta árs 1963. Eftir að þeir komu fram í þætti Eds Sullivan árið 1964 sigruðu þeir heiminn og þeir fóru í tónleikaferðalag sumarið sama ár. „Eftir að ég sá Bítlana hjá Ed Sullivan langaði mig bara í bítlahárkollu. Foreldrar mínir sögðu nei en gáfu mér síðan eina slíka í tíu ára afmælisgjöf,“ segir Ron. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Ron Howard, sem hefur verið aðdáandi Bítlanna mest allt sitt líf, leikstýrir og framleiðir heimildarmynd um tónleikaferðir hljómsveitarinnar á árunum 1960 til 1966. Apple Corps Ltd., White Horse Pictures og fyrirtæki Rons, Imagine Entertainment, framleiðir myndina í samvinnu við Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr sem ogYoko Ono Lennon og Oliviu Harrison, ekkjur Johns Lennon og George Harrison. „Ég er spenntur og það er mér heiður að vinna með Apple og White Horse-teyminu að þessari mögnuðu sögu um þessa fjóra ungu menn sem tóku heiminn með trompi árið 1964. Það er ekki hægt að ýkja áhrif þeirra á poppmenningu og mannlega reynslu,“ segir Ron í samtali við Variety. Hann stefnir á að klára myndina og sýna hana í lok næsta árs. Bítlarnir byrjuðu að spila sem sveit í Liverpool árið 1960 og spiluðu í kjölfarið á klúbbum í Hamborg. Þeir fóru síðan á Evróputúr síðari hluta árs 1963. Eftir að þeir komu fram í þætti Eds Sullivan árið 1964 sigruðu þeir heiminn og þeir fóru í tónleikaferðalag sumarið sama ár. „Eftir að ég sá Bítlana hjá Ed Sullivan langaði mig bara í bítlahárkollu. Foreldrar mínir sögðu nei en gáfu mér síðan eina slíka í tíu ára afmælisgjöf,“ segir Ron.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein