"Mig langar að fara pínu öðruvísi leið“ Baldvin Þormóðsson skrifar 9. júlí 2014 14:30 Sigurður Anton er ungur og upprennandi leikstjóri. vísir/valli „Mig langaði til þess að gera kvikmynd í fullri lengd og í staðinn fyrir að bíða eftir að einhver gæfi mér leyfi eða peninga þá ákvað ég að gera það sjálfur,“ segir ungi leikstjórinn Sigurður Anton Friðþjófsson en hann stefnir að því að frumsýna fyrstu kvikmynd sína Ísabellu í október. „Myndin er algjörlega sjálfstæð og án styrkja og var tekin upp allt síðastliðið ár,“ segir Sigurður en hann skrifaði sjálfur handritið, leikstýrir og framleiðir kvikmyndina. „Sagan fjallar um stelpu sem er vídjólistamaður og lendir í því að þurfa að hýsa þrjá ræningja á flótta í einn sólarhring,“ segir leikstjórinn en hann vann að handritinu í hálft ár áður en tökur hófust á myndinni. Sjálfur er Sigurður Anton aðeins 23 ára gamall og einbeitir sér mest að kvikmyndagerð en hann vill frekar fara óhefðbundnar leiðir í sinni vinnu. „Ég er núna að finna bestu leiðina til þess að frumsýna myndina,“ segir leikstjórinn. „Mig langar að fara pínu öðruvísi leið en að henda henni í venjulega dreifingu og svo er salurinn kannski hálftómur á flestum sýningunum,“ segir Sigurður sem langar frekar að hafa færri sýningar og hafa þær sérstakar.Bergþóra Kristbergsdóttir er sannfærandi í aðalhlutverkinu.mynd/aðsendMeð aðalhlutverk í myndinni fer Bergþóra Kristbergsdóttir en allir sem koma að kvikmyndinni vinna kauplaust og eru langflestir á aldur við leikstjórann. Sigurður hefur unnið sleitulaust að myndinni en hann segir hana aldrei geta orðið fullkomna. „Nú hef ég séð hana alltof oft en mér finnst hún enn þá geðveik,“ segir ungi leikstjórinn. „En maður er einhvern veginn aldrei fullkomlega ánægður með listina, maður þarf bara að sleppa henni frá sér þótt maður gæti gert svona þúsund hluti betur.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Mig langaði til þess að gera kvikmynd í fullri lengd og í staðinn fyrir að bíða eftir að einhver gæfi mér leyfi eða peninga þá ákvað ég að gera það sjálfur,“ segir ungi leikstjórinn Sigurður Anton Friðþjófsson en hann stefnir að því að frumsýna fyrstu kvikmynd sína Ísabellu í október. „Myndin er algjörlega sjálfstæð og án styrkja og var tekin upp allt síðastliðið ár,“ segir Sigurður en hann skrifaði sjálfur handritið, leikstýrir og framleiðir kvikmyndina. „Sagan fjallar um stelpu sem er vídjólistamaður og lendir í því að þurfa að hýsa þrjá ræningja á flótta í einn sólarhring,“ segir leikstjórinn en hann vann að handritinu í hálft ár áður en tökur hófust á myndinni. Sjálfur er Sigurður Anton aðeins 23 ára gamall og einbeitir sér mest að kvikmyndagerð en hann vill frekar fara óhefðbundnar leiðir í sinni vinnu. „Ég er núna að finna bestu leiðina til þess að frumsýna myndina,“ segir leikstjórinn. „Mig langar að fara pínu öðruvísi leið en að henda henni í venjulega dreifingu og svo er salurinn kannski hálftómur á flestum sýningunum,“ segir Sigurður sem langar frekar að hafa færri sýningar og hafa þær sérstakar.Bergþóra Kristbergsdóttir er sannfærandi í aðalhlutverkinu.mynd/aðsendMeð aðalhlutverk í myndinni fer Bergþóra Kristbergsdóttir en allir sem koma að kvikmyndinni vinna kauplaust og eru langflestir á aldur við leikstjórann. Sigurður hefur unnið sleitulaust að myndinni en hann segir hana aldrei geta orðið fullkomna. „Nú hef ég séð hana alltof oft en mér finnst hún enn þá geðveik,“ segir ungi leikstjórinn. „En maður er einhvern veginn aldrei fullkomlega ánægður með listina, maður þarf bara að sleppa henni frá sér þótt maður gæti gert svona þúsund hluti betur.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira