Massive Attack stóð fyrir sínu Baldvin Þormóðsson skrifar 23. júní 2014 11:00 Hljómsveitin Massive Attack sýndi sínar bestu hliðar á Secret Solstice um helgina. Vísir/Stefán Tónleikar Massive Attack Tónlistarhátíðin Secret Solstice Massive Attack voru án efa langstærsta nafnið á Secret Solstice og stóðu gjörsamlega undir öllum væntingum hátíðargesta. Þrátt fyrir að hafa verið starfandi í 26 ár þá er tvíeykið enn þá með sama einkennandi hljóm í tónlist sinni þannig að það fór ekki fram hjá neinum hvaða hljómsveit var á sviði. Sveitin var líka með langskemmtilegasta og jafnframt langflottasta show-ið af öllum tónlistarmönnum hátíðarinnar. Massive Attack hafa alltaf verið rammpólitískir og nota tónlist sína til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri og það gerðu þeir á laugardaginn. Á risastórum LED-ljósaskjá sem staðsettur var á bak við hljómsveitina mátti í einu laginu greina fyrirtækjalógó stórfyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé, Össurar og Marel. Í öðru lagi sínu höfðu þeir fengið fyrirsagnir úr íslenskum fjölmiðlum á borð við „Íhugar að borða fylgjuna“ og fyrirsagnir sem fjölluðu um Tobbu Marinós og Völu Grand. Allt í allt voru tónleikarnir næstum því fullkomnir og blaðamaður er enn þá tárvotur eftir að sveitin tók 90‘s slagarann Teardrop. Gagnrýni Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónleikar Massive Attack Tónlistarhátíðin Secret Solstice Massive Attack voru án efa langstærsta nafnið á Secret Solstice og stóðu gjörsamlega undir öllum væntingum hátíðargesta. Þrátt fyrir að hafa verið starfandi í 26 ár þá er tvíeykið enn þá með sama einkennandi hljóm í tónlist sinni þannig að það fór ekki fram hjá neinum hvaða hljómsveit var á sviði. Sveitin var líka með langskemmtilegasta og jafnframt langflottasta show-ið af öllum tónlistarmönnum hátíðarinnar. Massive Attack hafa alltaf verið rammpólitískir og nota tónlist sína til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri og það gerðu þeir á laugardaginn. Á risastórum LED-ljósaskjá sem staðsettur var á bak við hljómsveitina mátti í einu laginu greina fyrirtækjalógó stórfyrirtækja á borð við Coca-Cola, Nestlé, Össurar og Marel. Í öðru lagi sínu höfðu þeir fengið fyrirsagnir úr íslenskum fjölmiðlum á borð við „Íhugar að borða fylgjuna“ og fyrirsagnir sem fjölluðu um Tobbu Marinós og Völu Grand. Allt í allt voru tónleikarnir næstum því fullkomnir og blaðamaður er enn þá tárvotur eftir að sveitin tók 90‘s slagarann Teardrop.
Gagnrýni Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira