Tilraun sem svo sannarlega virkar Jónas Sen skrifar 10. júní 2014 11:30 Höfuðsynd Tónlist: Höfuðsynd Atónal blús Útgefandi Glamur Ný plata, Höfuðsynd með hljómsveitinni Atónal blús, kemur á óvart. Fyrsta lagið, sem líka heitir Atónal blús og er eingöngu instrúmentalt, er skemmtilega viðburðaríkt. Þó að nokkrir hljóðfæraleikarar komi við sögu, er yfirbragðið rafrænt. Sumir sem fást við að semja slíka tónlist eiga það til að detta í endurtekningarnar, en ekki hér. Hljómurinn er framandi á einhvern hátt sem erfitt er að skilgreina með orðum, fólk verður einfaldlega að hlusta. Atburðarrásin er hröð, það er alltaf eitthvað að gerast í tónlistinni. Þetta er magnað lag. Svipaða sögu er að segja um þegar söngurinn dettur inn í næsta lagi. Lög og textar eru eftir Gest Guðnason og það er hann sem syngur líka. Hann hefur þægilega, afslappaða rödd sem fellur ágætlega að stemningu hvers lags. Hljóðfæraleikurinn var í höndunum á Þorvaldi Kára Ingveldarsyni, Garðari Þór Eiðssyni, Páli Ivani Pálssyni, Guðjóni Steinari Þorlákssyni, Jesper Pedersen, Þorleifi Gauk Davíðssyni og fyrrnefndum Gesti Guðnasyni. Hann er allur til fyrirmyndar, nákvæmur og samtaka. Loks ber að nefna að platan er mixuð af mikilli fagmennsku, hún er tær og söngurinn er ekki of hávær á kostnað hljóðfæraleiksins. Það gerist stundum og er ákaflega hvimleitt. Hér er söngurinn fyrst og fremst eitt af hljóðfærunum. Hljóðfærin eru býsna fjölbreytt, spilað er á munnhörpu, þeremín, darabúka, djembe auk hefðbundnari hljóðfæra. Þetta gerir hljóðheiminn notalega litríkan og aðlaðandi. Vissulega er tónlistin „experimental“ – en þetta er tilraun sem svo sannarlega virkar.Niðurstaða: Skemmtilega litrík og innblásin plata. Gagnrýni Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist: Höfuðsynd Atónal blús Útgefandi Glamur Ný plata, Höfuðsynd með hljómsveitinni Atónal blús, kemur á óvart. Fyrsta lagið, sem líka heitir Atónal blús og er eingöngu instrúmentalt, er skemmtilega viðburðaríkt. Þó að nokkrir hljóðfæraleikarar komi við sögu, er yfirbragðið rafrænt. Sumir sem fást við að semja slíka tónlist eiga það til að detta í endurtekningarnar, en ekki hér. Hljómurinn er framandi á einhvern hátt sem erfitt er að skilgreina með orðum, fólk verður einfaldlega að hlusta. Atburðarrásin er hröð, það er alltaf eitthvað að gerast í tónlistinni. Þetta er magnað lag. Svipaða sögu er að segja um þegar söngurinn dettur inn í næsta lagi. Lög og textar eru eftir Gest Guðnason og það er hann sem syngur líka. Hann hefur þægilega, afslappaða rödd sem fellur ágætlega að stemningu hvers lags. Hljóðfæraleikurinn var í höndunum á Þorvaldi Kára Ingveldarsyni, Garðari Þór Eiðssyni, Páli Ivani Pálssyni, Guðjóni Steinari Þorlákssyni, Jesper Pedersen, Þorleifi Gauk Davíðssyni og fyrrnefndum Gesti Guðnasyni. Hann er allur til fyrirmyndar, nákvæmur og samtaka. Loks ber að nefna að platan er mixuð af mikilli fagmennsku, hún er tær og söngurinn er ekki of hávær á kostnað hljóðfæraleiksins. Það gerist stundum og er ákaflega hvimleitt. Hér er söngurinn fyrst og fremst eitt af hljóðfærunum. Hljóðfærin eru býsna fjölbreytt, spilað er á munnhörpu, þeremín, darabúka, djembe auk hefðbundnari hljóðfæra. Þetta gerir hljóðheiminn notalega litríkan og aðlaðandi. Vissulega er tónlistin „experimental“ – en þetta er tilraun sem svo sannarlega virkar.Niðurstaða: Skemmtilega litrík og innblásin plata.
Gagnrýni Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira