Goðsögn semur með Todmobile Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2014 12:00 Hljómsveitin Todmobile og Jon Anderson vinna saman að næstu plötu Todmobile. vísir/daníel „Það er frábært samstarf í gangi hjá okkur, við erum að semja saman tónlist og texta,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, einn söngvara hljómsveitarinnar Todmobile. Sveitin á nú í samstarfi við tónlistargoðsögnina Jon Anderson. Anderson og Todmobile semja nú tónlist fyrir væntanlega plötu Todmobile. „Samstarfið er í raun bara framhald af þessum tónleikum sem við spiluðum á saman í fyrra í Hörpu. Það gekk svo vel að Jon fékk mikinn áhuga á frekara samstarfi,“ bætir Eyþór Ingi við. Þorvaldur Bjarni og Jon Anderson sömdu saman lagið Wings of Heaven sem var frumflutt á tónleikunum. Jon Anderson er eins og flestir vita þekktastur fyrir að hafa verið söngvari proggsveitarinnar Yes. Hann er þó ekki staddur hér á landi með sveitinni. „Samskiptin fara fram í gegnum netið og símann.“ Anderson syngur lag á væntanlegri plötu sveitarinnar og þá er hann einnig að semja enska texta. „Hann er meðal annars að semja enskan texta við lagið Hafmey, sem kom út á síðustu plötu, 7,“ bætir Eyþór Ingi við. Hann segist sjálfur vera mikill aðdáandi Jons Anderson. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Það var algjörlega mögnuð upplifun að stíga á stokk með kallinum á síðasta ári,“ segir Eyþór Ingi. Tónleikar Todmobile og Jons Anderson voru teknir upp og nú á að gefa þá út á DVD í Bandaríkjunum. „Þetta er DVD-diskur sem inniheldur samstarf hans við sinfóníuhljómsveitir víðs vegar um heiminn og svo eru tónleikarnir okkar líka á disknum,“ bætir Eyþór Ingi við. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það er frábært samstarf í gangi hjá okkur, við erum að semja saman tónlist og texta,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, einn söngvara hljómsveitarinnar Todmobile. Sveitin á nú í samstarfi við tónlistargoðsögnina Jon Anderson. Anderson og Todmobile semja nú tónlist fyrir væntanlega plötu Todmobile. „Samstarfið er í raun bara framhald af þessum tónleikum sem við spiluðum á saman í fyrra í Hörpu. Það gekk svo vel að Jon fékk mikinn áhuga á frekara samstarfi,“ bætir Eyþór Ingi við. Þorvaldur Bjarni og Jon Anderson sömdu saman lagið Wings of Heaven sem var frumflutt á tónleikunum. Jon Anderson er eins og flestir vita þekktastur fyrir að hafa verið söngvari proggsveitarinnar Yes. Hann er þó ekki staddur hér á landi með sveitinni. „Samskiptin fara fram í gegnum netið og símann.“ Anderson syngur lag á væntanlegri plötu sveitarinnar og þá er hann einnig að semja enska texta. „Hann er meðal annars að semja enskan texta við lagið Hafmey, sem kom út á síðustu plötu, 7,“ bætir Eyþór Ingi við. Hann segist sjálfur vera mikill aðdáandi Jons Anderson. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Það var algjörlega mögnuð upplifun að stíga á stokk með kallinum á síðasta ári,“ segir Eyþór Ingi. Tónleikar Todmobile og Jons Anderson voru teknir upp og nú á að gefa þá út á DVD í Bandaríkjunum. „Þetta er DVD-diskur sem inniheldur samstarf hans við sinfóníuhljómsveitir víðs vegar um heiminn og svo eru tónleikarnir okkar líka á disknum,“ bætir Eyþór Ingi við.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira