Fyrsta mynd Angelinu í fjögur ár Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2014 14:30 Disney-myndin Maleficent fjallar um illu nornina Maleficent sem lagði þau álög á Þyrnirós að áður en sólin gengi til viðar á sextán ára afmælisdegi hennar myndi hún stinga sig á snældu og deyja. Í sögunni sem flestir þekkja er því haldið fram að ástæðan fyrir þessu illvirki nornarinnar sé að hún hafi móðgast þegar henni var ekki boðið að vera við skírn Þyrnirósar. Í þessari mynd kemur hins vegar í ljós að Maleficent hafði aðrar og veigameiri ástæður fyrir gjörðum sínum. Talið er að myndin verði einn af sumarsmellum þessa árs en þetta er fyrsta mynd Angelinu Jolie í fjögur ár; síðast lék hún í kvikmyndinni The Tourist árið 2010. Angelina hafði mikinn áhuga á að leika í myndinni strax frá byrjun, þar sem hún ólst upp við að horfa á Disney-myndir, sérstaklega Þyrnirós frá árinu 1959. „Maleficent hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var lítil stúlka. Ég var dauðhrædd við hana en ég dróst líka að henni. Mig langaði að vita meira um hana. Hún bar með sér þokka og fágun en hún var líka grimm á yndislegan og magnaðan hátt,“ segir Angelina. Hún vildi einnig leika í myndinni fyrir börnin sín en dóttir hennar og Brads Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, leikur unga Þyrnirós í myndinni. Angelina leikur ekki aðeins í myndinni heldur var með puttana í ýmsum málum, þar á meðal búningum og förðun sem var innblásin af söngkonunni Lady Gaga. Þá valdi hún söngkonuna Lönu Del Rey til að syngja titillag myndarinnar, Once Upon a Dream, en lagið kom út í lok janúar á þessu ári. Auk Angelinu fara Elle Fanning, Sharlto Copley, Lesley Manville, Brenton Thwaites, Sam Riley og Imelda Staunton með aðalhlutverkin en leikstjóri er Robert Stromberg.Stærsta frumsýningarhelgi leikkonunnar Maleficent fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um frumsýningarhelgina og þénaði 69,4 milljónir dollara, tæpa átta milljarða króna. Er þetta stærsta frumsýningarhelgi Angelinu Jolie til þessa sem og þriðja stærsta frumsýningarhelgi leikkonu í sögunni. Þá þénaði myndin 100,6 milljónir dollara, tæpan ellefu og hálfan milljarð króna, í 47 löndum fyrir utan Bandaríkin um frumsýningarhelgina. Það er þriðja stærsta frumsýningarhelgin í Evrópu á þessu ári og stærsta frumsýningarhelgi Angelinu á alþjóðamarkaði. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Disney-myndin Maleficent fjallar um illu nornina Maleficent sem lagði þau álög á Þyrnirós að áður en sólin gengi til viðar á sextán ára afmælisdegi hennar myndi hún stinga sig á snældu og deyja. Í sögunni sem flestir þekkja er því haldið fram að ástæðan fyrir þessu illvirki nornarinnar sé að hún hafi móðgast þegar henni var ekki boðið að vera við skírn Þyrnirósar. Í þessari mynd kemur hins vegar í ljós að Maleficent hafði aðrar og veigameiri ástæður fyrir gjörðum sínum. Talið er að myndin verði einn af sumarsmellum þessa árs en þetta er fyrsta mynd Angelinu Jolie í fjögur ár; síðast lék hún í kvikmyndinni The Tourist árið 2010. Angelina hafði mikinn áhuga á að leika í myndinni strax frá byrjun, þar sem hún ólst upp við að horfa á Disney-myndir, sérstaklega Þyrnirós frá árinu 1959. „Maleficent hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var lítil stúlka. Ég var dauðhrædd við hana en ég dróst líka að henni. Mig langaði að vita meira um hana. Hún bar með sér þokka og fágun en hún var líka grimm á yndislegan og magnaðan hátt,“ segir Angelina. Hún vildi einnig leika í myndinni fyrir börnin sín en dóttir hennar og Brads Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, leikur unga Þyrnirós í myndinni. Angelina leikur ekki aðeins í myndinni heldur var með puttana í ýmsum málum, þar á meðal búningum og förðun sem var innblásin af söngkonunni Lady Gaga. Þá valdi hún söngkonuna Lönu Del Rey til að syngja titillag myndarinnar, Once Upon a Dream, en lagið kom út í lok janúar á þessu ári. Auk Angelinu fara Elle Fanning, Sharlto Copley, Lesley Manville, Brenton Thwaites, Sam Riley og Imelda Staunton með aðalhlutverkin en leikstjóri er Robert Stromberg.Stærsta frumsýningarhelgi leikkonunnar Maleficent fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um frumsýningarhelgina og þénaði 69,4 milljónir dollara, tæpa átta milljarða króna. Er þetta stærsta frumsýningarhelgi Angelinu Jolie til þessa sem og þriðja stærsta frumsýningarhelgi leikkonu í sögunni. Þá þénaði myndin 100,6 milljónir dollara, tæpan ellefu og hálfan milljarð króna, í 47 löndum fyrir utan Bandaríkin um frumsýningarhelgina. Það er þriðja stærsta frumsýningarhelgin í Evrópu á þessu ári og stærsta frumsýningarhelgi Angelinu á alþjóðamarkaði.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira