Síðasta tilraun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2014 07:00 Hafnabolti fyrir mér er eins og jarðfræði var á fyrsta ári í MR. Svefnmeðal. Reyndar lærði ég síðar að meta jarðfræðina en eftir á að giska minn tíunda hafnaboltaleik er ég opinberlega búinn að gefast upp. Lokatilraunin var á Fenway Park í Boston í síðustu viku. Bongóblíða, sögufrægur völlur, matur, bjór og fjögurra tíma veisla framundan. Áður en hægt er að kasta fyrsta boltanum og byrja leikinn þurfa vel valdir gestir að gera það líka. Gæinn sem á ríka pabbann og svo stríðshetjan. Gömul kempa á afmæli, til hamingju, og þá er hægt að huga að þjóðsöngvunum. Þeir eru tveir þennan daginn enda gestirnir frá Kanada. Svo hita leikmenn aftur upp enda búnir að sitja á rassinum meðan á formlegheitunum stendur. „Pitsa, pitsa,“ kallar einn fjölmargra sölumanna í stúkunni. Daman fyrir framan mig er varla búin að kyngja síðasta bitanum af pylsunni þegar sá fyrsti er tekinn af pitsunni. Tíu mínútur eru liðnar af leiknum og enn stigalaust. Líklega hefur boltinn verið í leik samanlagt í eina mínútu en níu farið í undirbúning leikmanna fyrir hvert einasta kast. Enginn stressar sig á því. Verkefni augnabliksins er að opna allar hneturnar í stútfullum hnetupokanum og sötra bjórinn. Skipti og nú fær heimaliðið að slá. Áhorfendur taka aðeins við sér enda ekki seinna vænna. Einn átjándi af leiknum þegar liðinn. Hverjum datt annars í hug að hafa heilar níu lotur? Enn er fólk að tínast á völlinn. Ekki einu sinni íslenskir knattspyrnuunnendur mæta svo seint á völlinn. Það er hins vegar svo mikið eftir að það kemur ekki að sök. Ég er farinn að fá sömu tilfinningu og í hin skiptin níu á vesturströndinni. Mér hundleiðist. Ef ekki væri fyrir góðan skammt af meðvirkni væri ég löngu farinn heim. Þegar fimmtu lotu lýkur eftir tveggja klukkutíma setu er þolinmæðin á þrotum. Viðskiptum mínum við hafnabolta er lokið. Ég er farinn heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hafnabolti fyrir mér er eins og jarðfræði var á fyrsta ári í MR. Svefnmeðal. Reyndar lærði ég síðar að meta jarðfræðina en eftir á að giska minn tíunda hafnaboltaleik er ég opinberlega búinn að gefast upp. Lokatilraunin var á Fenway Park í Boston í síðustu viku. Bongóblíða, sögufrægur völlur, matur, bjór og fjögurra tíma veisla framundan. Áður en hægt er að kasta fyrsta boltanum og byrja leikinn þurfa vel valdir gestir að gera það líka. Gæinn sem á ríka pabbann og svo stríðshetjan. Gömul kempa á afmæli, til hamingju, og þá er hægt að huga að þjóðsöngvunum. Þeir eru tveir þennan daginn enda gestirnir frá Kanada. Svo hita leikmenn aftur upp enda búnir að sitja á rassinum meðan á formlegheitunum stendur. „Pitsa, pitsa,“ kallar einn fjölmargra sölumanna í stúkunni. Daman fyrir framan mig er varla búin að kyngja síðasta bitanum af pylsunni þegar sá fyrsti er tekinn af pitsunni. Tíu mínútur eru liðnar af leiknum og enn stigalaust. Líklega hefur boltinn verið í leik samanlagt í eina mínútu en níu farið í undirbúning leikmanna fyrir hvert einasta kast. Enginn stressar sig á því. Verkefni augnabliksins er að opna allar hneturnar í stútfullum hnetupokanum og sötra bjórinn. Skipti og nú fær heimaliðið að slá. Áhorfendur taka aðeins við sér enda ekki seinna vænna. Einn átjándi af leiknum þegar liðinn. Hverjum datt annars í hug að hafa heilar níu lotur? Enn er fólk að tínast á völlinn. Ekki einu sinni íslenskir knattspyrnuunnendur mæta svo seint á völlinn. Það er hins vegar svo mikið eftir að það kemur ekki að sök. Ég er farinn að fá sömu tilfinningu og í hin skiptin níu á vesturströndinni. Mér hundleiðist. Ef ekki væri fyrir góðan skammt af meðvirkni væri ég löngu farinn heim. Þegar fimmtu lotu lýkur eftir tveggja klukkutíma setu er þolinmæðin á þrotum. Viðskiptum mínum við hafnabolta er lokið. Ég er farinn heim.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun