Heimsfrumsýnd á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. maí 2014 11:00 Tom leikur hermanninn Bill Cage í myndinni. Kvikmyndin Edge of Tomorrow var frumsýnd á Íslandi í gær, níu dögum áður en hún verður tekin til sýninga í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á japönsku skáldsögunni All you need is kill eftir Hiroshi Sakurazaka. Í myndinni eru hættulegar geimverur búnar að gera árás á jörðina og fljótt er ljóst að mannkynið býr ekki yfir tækni til að verjast þeim til lengdar. Hermaðurinn Bill Cage er sendur í eina orrustu en hann er reynslulítill og er drepinn eftir nokkrar mínútur. Honum til mikillar furðu rankar hann um leið við sér degi áður en hann er kallaður til orrustunnar og þarf að endurtaka leikinn. Þessi endurtekna reynsla Bills af þessum sama degi og þessum sama bardaga gerir það smám saman að verkum að hann fer að læra inn á hvernig hann fer að því að lifa af og ekki nóg með það heldur gefur þetta honum tækifæri til að átta sig á veikleikum geimveranna. Myndin var tekin upp nær eingöngu í Leavesden-stúdíóinu nálægt London þar sem allar Harry Potter-myndirnar voru teknar upp. Talið er að framleiðslukostnaðurinn sé 178 milljónir dollarar, rúmir tuttugu milljarðar króna. Fjölmiðlum vestan hafs þykir hins vegar afar ólíklegt að myndin geri góða hluti í miðasölu. Box Office Mojo ber myndina saman við aðrar myndir aðalleikarans Tom Cruise, Valkyrie, Knight and Day, Jack Reacher og Oblivion, sem náðu ekki að afla meira en hundrað milljónum dollara í Bandaríkjunum og Kanada. Spáir vefsíðan Edge of Tomrrow sömu örlögum þótt myndin hafi hlotið góða dóma. Auk Toms Cruise fara Emily Blunt, Bill Paxton, Jeremy Piven, Lara Pulver og Charlotte Riley með aðalhlutverkin. Leikstjóri er Doug Liman sem er þekktur fyrir myndir á borð við The Bourne Identity, Mr & Mrs. Smith og Fair Game. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndin Edge of Tomorrow var frumsýnd á Íslandi í gær, níu dögum áður en hún verður tekin til sýninga í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á japönsku skáldsögunni All you need is kill eftir Hiroshi Sakurazaka. Í myndinni eru hættulegar geimverur búnar að gera árás á jörðina og fljótt er ljóst að mannkynið býr ekki yfir tækni til að verjast þeim til lengdar. Hermaðurinn Bill Cage er sendur í eina orrustu en hann er reynslulítill og er drepinn eftir nokkrar mínútur. Honum til mikillar furðu rankar hann um leið við sér degi áður en hann er kallaður til orrustunnar og þarf að endurtaka leikinn. Þessi endurtekna reynsla Bills af þessum sama degi og þessum sama bardaga gerir það smám saman að verkum að hann fer að læra inn á hvernig hann fer að því að lifa af og ekki nóg með það heldur gefur þetta honum tækifæri til að átta sig á veikleikum geimveranna. Myndin var tekin upp nær eingöngu í Leavesden-stúdíóinu nálægt London þar sem allar Harry Potter-myndirnar voru teknar upp. Talið er að framleiðslukostnaðurinn sé 178 milljónir dollarar, rúmir tuttugu milljarðar króna. Fjölmiðlum vestan hafs þykir hins vegar afar ólíklegt að myndin geri góða hluti í miðasölu. Box Office Mojo ber myndina saman við aðrar myndir aðalleikarans Tom Cruise, Valkyrie, Knight and Day, Jack Reacher og Oblivion, sem náðu ekki að afla meira en hundrað milljónum dollara í Bandaríkjunum og Kanada. Spáir vefsíðan Edge of Tomrrow sömu örlögum þótt myndin hafi hlotið góða dóma. Auk Toms Cruise fara Emily Blunt, Bill Paxton, Jeremy Piven, Lara Pulver og Charlotte Riley með aðalhlutverkin. Leikstjóri er Doug Liman sem er þekktur fyrir myndir á borð við The Bourne Identity, Mr & Mrs. Smith og Fair Game.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira