Tökur á Hjartasteini hefjast næsta sumar Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 26. maí 2014 10:30 Guðmundur fer í tökur á Hjartasteini á næsta ári. Vísir/Valli „Prógrömm eins og þessi gefa ungu kvikmyndagerðarfólki meiri möguleika,“ segir leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson. Hann fór á kvikmyndahátíðina í Cannes að kynna handrit kvikmyndar sinnar, Hjartasteins, á vegum Cannes Residence. Guðmundur fékk Cannes Residence í kjölfar verðlauna sem hann hlaut fyrir stuttmynd sína Hvalfjörð í fyrra, ásamt framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni. Cannes Residence býður upp á sex mánaða dvöl í París til að vinna að handritsþróun, hitta leikstjóra og taka þátt í ákveðnum díalóg. „Þau einfalda ferlið og opna dyr. Það að hafa tækifæri til að taka góðan tíma í þróun eins og í gegnum Cannes Residence með aðgangi að fagaðilum er ómetanlegt,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Anton áætla að hefja tökur á Hjartasteini næsta sumar. Myndin segir frá sterku vinasambandi tveggja stráka. Á meðan hinn þrettán ára Þór er að yfirstíga óttann gagnvart stelpum með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns, er Kristján að horfast í augu við leyndarmál sem hann vill ekki samþykkja. Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Prógrömm eins og þessi gefa ungu kvikmyndagerðarfólki meiri möguleika,“ segir leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson. Hann fór á kvikmyndahátíðina í Cannes að kynna handrit kvikmyndar sinnar, Hjartasteins, á vegum Cannes Residence. Guðmundur fékk Cannes Residence í kjölfar verðlauna sem hann hlaut fyrir stuttmynd sína Hvalfjörð í fyrra, ásamt framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni. Cannes Residence býður upp á sex mánaða dvöl í París til að vinna að handritsþróun, hitta leikstjóra og taka þátt í ákveðnum díalóg. „Þau einfalda ferlið og opna dyr. Það að hafa tækifæri til að taka góðan tíma í þróun eins og í gegnum Cannes Residence með aðgangi að fagaðilum er ómetanlegt,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Anton áætla að hefja tökur á Hjartasteini næsta sumar. Myndin segir frá sterku vinasambandi tveggja stráka. Á meðan hinn þrettán ára Þór er að yfirstíga óttann gagnvart stelpum með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns, er Kristján að horfast í augu við leyndarmál sem hann vill ekki samþykkja.
Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira