Hrár, sjarmerandi söngur Jónas Sen skrifar 10. maí 2014 11:30 "Ólafur Kjartan Sigurðarson var einsöngvari og var svo gott sem fullkominn í hlutverki sínu,“ segir Jónas Sen. Mynd/Heiða.is Tónlist: Sinfóníutónleikar í Hörpu Verk eftir Rakmanínoff, Mússorgskí og Brahms á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 9. maí. Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Dauðinn var í aðalhlutverkinu á fyrri hluta tónleika Sinfóníunnar í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Ekki aðeins var fyrsta atriði efnisskrárinnar Eyja hinna dauðu eftir Rakmanínoff, heldur voru líka fluttir Söngvar og dansar dauðans eftir Mússorgskí. Drunginn var í fyrirrúmi og mér sýndist hjónum við hliðina á mér hundleiðast. Þau nenntu ekki einu sinni að klappa og voru horfin eftir hlé. En ég skemmti mér konunglega. Vladimir Ashkenazy stjórnaði og það hafa fáir jafngóða tilfinningu fyrir rússneskri tónlist og hann. Hann var jú einn mesti píanóleikari veraldar þegar hann var yngri og upptökur hans með píanóverkum Rakmanínoffs eru með þeim bestu sem til eru. Ekki er síðri upplifunin að heyra hann stjórna slíkri sinfónískri tónlist nú. Eyja hinna dauðu er meðallangt hljómsveitarverk sem er innblásið af málverki eftir hinn svissneska Arnold Böcklin. Þar sést fremur myrk eyja rísa úr hafinu og bátur sem er að leggjast í vör, í honum er líkkista og hvítklædd vera. Tónlistin byrjaði rólega, hún minnti helst á öldugjálfur. Svo æstist hún upp, tók alls konar breytingum sem Ashkenazy útfærði þannig að það var alltaf áhugavert. Mismunandi blæbrigði urðu til eðlilega, risu upp í magnaða hápunkta og svo tók eitthvað annað við. Spennan var stöðug, maður naut hvers augnabliks. Ashkenazy hefur einstakt lag á að segja sögu í tónum og útkoman nú var frábær. Söngvar og dansar dauðans eftir Mússorgskí voru líka magnaðir. Textinn samanstendur af fjórum ljóðum eftir Golenisjev-Kutusov sem fjalla um dauðann frá ýmsum sjónarhornum. Ólafur Kjartan Sigurðarson var einsöngvari og var svo gott sem fullkominn í hlutverki sínu. Ekki bara var röddin þétt, fókuseruð og barst ávallt vel yfir hljómsveitina, heldur var túlkunin sérlega sannfærandi. Rússneskur framburður Ólafs var trúverðugur og hrár en sjarmerandi söngstíllinn hentaði hinu hrjúfa tónmáli Mússorgskís ákaflega vel. Það var dásamlegt að hlýða á sönginn þótt hann fjallaði um sorg og dauða. Eftir hlé varð stemningin gleðilegri. Fyrsta sinfónía Brahms var á dagskránni, stórt og mikið verk sem að vísu byrjar í auðheyrðri geðshræringu en endar í sigurvímu. Einnig hér var Ashkenazy í essinu sínu. Túlkunin var blátt áfram og heiðarleg, alveg laus við tilgerð. Hljómsveitin spilaði prýðilega, hún var samtaka og heildarhljómurinn fallegur. Sérstaklega verður að nefna vel heppnaðan málmblásaraleik í síðasta kaflanum rétt áður en fræga strengjastefið byrjaði. Horn og básúnur nánast svifu í lausu lofti, það var eins og kall úr öðrum heimi frá einhverjum háleitum englaverum. Og svo opnuðust himnarnir. Hjónin sem fóru í hléinu misstu af miklu.Niðurstaða: Mögnuð túlkun, snilldar einsöngur. Gagnrýni Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Sinfóníutónleikar í Hörpu Verk eftir Rakmanínoff, Mússorgskí og Brahms á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 9. maí. Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Dauðinn var í aðalhlutverkinu á fyrri hluta tónleika Sinfóníunnar í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Ekki aðeins var fyrsta atriði efnisskrárinnar Eyja hinna dauðu eftir Rakmanínoff, heldur voru líka fluttir Söngvar og dansar dauðans eftir Mússorgskí. Drunginn var í fyrirrúmi og mér sýndist hjónum við hliðina á mér hundleiðast. Þau nenntu ekki einu sinni að klappa og voru horfin eftir hlé. En ég skemmti mér konunglega. Vladimir Ashkenazy stjórnaði og það hafa fáir jafngóða tilfinningu fyrir rússneskri tónlist og hann. Hann var jú einn mesti píanóleikari veraldar þegar hann var yngri og upptökur hans með píanóverkum Rakmanínoffs eru með þeim bestu sem til eru. Ekki er síðri upplifunin að heyra hann stjórna slíkri sinfónískri tónlist nú. Eyja hinna dauðu er meðallangt hljómsveitarverk sem er innblásið af málverki eftir hinn svissneska Arnold Böcklin. Þar sést fremur myrk eyja rísa úr hafinu og bátur sem er að leggjast í vör, í honum er líkkista og hvítklædd vera. Tónlistin byrjaði rólega, hún minnti helst á öldugjálfur. Svo æstist hún upp, tók alls konar breytingum sem Ashkenazy útfærði þannig að það var alltaf áhugavert. Mismunandi blæbrigði urðu til eðlilega, risu upp í magnaða hápunkta og svo tók eitthvað annað við. Spennan var stöðug, maður naut hvers augnabliks. Ashkenazy hefur einstakt lag á að segja sögu í tónum og útkoman nú var frábær. Söngvar og dansar dauðans eftir Mússorgskí voru líka magnaðir. Textinn samanstendur af fjórum ljóðum eftir Golenisjev-Kutusov sem fjalla um dauðann frá ýmsum sjónarhornum. Ólafur Kjartan Sigurðarson var einsöngvari og var svo gott sem fullkominn í hlutverki sínu. Ekki bara var röddin þétt, fókuseruð og barst ávallt vel yfir hljómsveitina, heldur var túlkunin sérlega sannfærandi. Rússneskur framburður Ólafs var trúverðugur og hrár en sjarmerandi söngstíllinn hentaði hinu hrjúfa tónmáli Mússorgskís ákaflega vel. Það var dásamlegt að hlýða á sönginn þótt hann fjallaði um sorg og dauða. Eftir hlé varð stemningin gleðilegri. Fyrsta sinfónía Brahms var á dagskránni, stórt og mikið verk sem að vísu byrjar í auðheyrðri geðshræringu en endar í sigurvímu. Einnig hér var Ashkenazy í essinu sínu. Túlkunin var blátt áfram og heiðarleg, alveg laus við tilgerð. Hljómsveitin spilaði prýðilega, hún var samtaka og heildarhljómurinn fallegur. Sérstaklega verður að nefna vel heppnaðan málmblásaraleik í síðasta kaflanum rétt áður en fræga strengjastefið byrjaði. Horn og básúnur nánast svifu í lausu lofti, það var eins og kall úr öðrum heimi frá einhverjum háleitum englaverum. Og svo opnuðust himnarnir. Hjónin sem fóru í hléinu misstu af miklu.Niðurstaða: Mögnuð túlkun, snilldar einsöngur.
Gagnrýni Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira