Beið með tónlistina þar til hann róaðist Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. maí 2014 09:30 Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant, vinnur hörðum höndum að sinni fyrstu plötu. vísir/daníel „Ég var með rok í hausnum og fór því aldrei í tónlistarskóla. Ég kláraði aldrei neitt, lét mig alltaf hverfa og var með mikinn athyglisbrest,“ segir Eyjapeyinn Unnar Gísli Sigurmundsson, líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant. Hann sendi frá sér nýtt lag, Color Decay, á dögunum og hefur það fengið vægast sagt frábærar viðtökur. „Ég var erfiður krakki í sambandi við það að hlýða og svona en ég er mikill ljúflingur í dag. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 21 árs gamall sem ég róaðist og fór þá að spila á hljóðfæri.“ Lagið gaf hann út á streymissíðunni Soundcloud fyrir örfáum dögum og hefur það vakið talsverða lukku á vefnum. „Lagið hefur fengið frábær viðbrögð, ég er þó ekki mikið að fylgjast með því á Facebook. Konan mín er duglegri í að segja mér fréttirnar,“ bætir Unnar Gísli við. Tónlist hans er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum en býr þó í höfuðborginni sem stendur. „Ef það væru göng til Vestmannaeyja myndi ég búa þar en ég kann vel við mig í Reykjavík, þetta er ekki svo mikil stórborg.“ Þessa dagana kemur Júníus Meyvant lítið fram á tónleikum og leggur mikið í upptökurnar. „Ég hlakka til að koma meira fram en nú er ég meira í því að taka upp og stefni á að gefa út plötuna í byrjun næsta árs,“ bætir Unnar Gísli við.Hvaðan kemur samt nafnið Júníus Meyvant? „Þetta datt bara inn í hausinn á mér. Þegar sonur minn fæddist fór ég í gegnum nafnabókina og rakst ég á þetta þar, svo varð þetta fast í hausnum,“ útskýrir Unnar Gísli. Sonurinn fékk þó ekki sama nafn. Samhliða tónlistinni er Unnar Gísli virkur myndlistarmaður og starfar einnig á Reykjavíkurflugvelli við það að taka á móti einkaþotum. „Það er gaman að hitta ríka og fræga fólkið þarna. Ég hitti til að mynda Jordan Belfort um daginn, hann kom vel fyrir en ég tel það þó ólíklegt að við séum að fara að búa til tónlist saman á næstunni.“ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég var með rok í hausnum og fór því aldrei í tónlistarskóla. Ég kláraði aldrei neitt, lét mig alltaf hverfa og var með mikinn athyglisbrest,“ segir Eyjapeyinn Unnar Gísli Sigurmundsson, líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant. Hann sendi frá sér nýtt lag, Color Decay, á dögunum og hefur það fengið vægast sagt frábærar viðtökur. „Ég var erfiður krakki í sambandi við það að hlýða og svona en ég er mikill ljúflingur í dag. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 21 árs gamall sem ég róaðist og fór þá að spila á hljóðfæri.“ Lagið gaf hann út á streymissíðunni Soundcloud fyrir örfáum dögum og hefur það vakið talsverða lukku á vefnum. „Lagið hefur fengið frábær viðbrögð, ég er þó ekki mikið að fylgjast með því á Facebook. Konan mín er duglegri í að segja mér fréttirnar,“ bætir Unnar Gísli við. Tónlist hans er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Hann er uppalinn í Vestmannaeyjum en býr þó í höfuðborginni sem stendur. „Ef það væru göng til Vestmannaeyja myndi ég búa þar en ég kann vel við mig í Reykjavík, þetta er ekki svo mikil stórborg.“ Þessa dagana kemur Júníus Meyvant lítið fram á tónleikum og leggur mikið í upptökurnar. „Ég hlakka til að koma meira fram en nú er ég meira í því að taka upp og stefni á að gefa út plötuna í byrjun næsta árs,“ bætir Unnar Gísli við.Hvaðan kemur samt nafnið Júníus Meyvant? „Þetta datt bara inn í hausinn á mér. Þegar sonur minn fæddist fór ég í gegnum nafnabókina og rakst ég á þetta þar, svo varð þetta fast í hausnum,“ útskýrir Unnar Gísli. Sonurinn fékk þó ekki sama nafn. Samhliða tónlistinni er Unnar Gísli virkur myndlistarmaður og starfar einnig á Reykjavíkurflugvelli við það að taka á móti einkaþotum. „Það er gaman að hitta ríka og fræga fólkið þarna. Ég hitti til að mynda Jordan Belfort um daginn, hann kom vel fyrir en ég tel það þó ólíklegt að við séum að fara að búa til tónlist saman á næstunni.“
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira