Dýrasta sjálfsmyndin í bransanum Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 24. apríl 2014 07:00 Sextán nepalskir leiðsögumenn dóu á Everest-fjalli í síðustu viku. Þessir menn unnu við að hjálpa vestrænu fólki að vinna þá hetjudáð að stíga fæti á hæsta fjall heims. Núsit ég nú bara hérna við stofuhita og pikka inn orð á tölvu en langar samt að velta upp þeirri spurningu hvort það sé hetjudáð að klífa Everest-tind. Í því samhengi má nefna að það hafa um 1.500 manns þegar gert það, sá elsti var 76 ára, sá yngsti 13 ára. Árið 2001 fór blindur maður á toppinn. Menn hafa komist á toppinn frá öllum mögulegum hliðum, með og án súrefnis, í hóp eða verið einir á ferð. Árið 2005 var haldið brúðkaup á tindinum. Þó að það sé persónulegt afrek að klífa tindinn er það varla fréttnæmt eða samfélagslega merkilegt. Til að það teldist fréttnæmt veit ég ekki hvað fjallafólkið þyrfti að gera: klífa Everest berfætt, aftur á bak, haldandi á fiskabúri. Samt væri það bara kjánalegt. Ég ber virðingu fyrir öllum sem leggja á sig líkamlegt erfiði til að ná markmiðum sínum. En þetta nær ekkert lengra en það. Þetta er ekki Hringadróttinssaga. Það er enginn galdrakarl á toppnum sem bíður þar með mikilvæg skilaboð. Uppi á toppnum eru bara aðrir fjallagarpar með grýlukerti í skegginu sem segja upphátt hver við annan: „Jæja, þá kemst maður ekki hærra,“ sem er kaldhæðnislegt því í hvert skipti sem maður sest upp í farþegaþotu þá flýgur maður hærra en Evererst-tindur og þar getur maður slakað á í stól og sötrað Grand Marnier án þess að vera með grýlukerti í andlitinu. Ensamt leggja menn þetta á sig. Allt til að geta troðið frostbitnum lófa ofan í vasa sinn og náð þar í myndavél til að taka mynd af sjálfum sér á toppnum. Rándýr selfie. Og þar til í síðustu viku bar ég ákveðna virðingu fyrir því, allt þar til ég heyrði af dauðsföllum hinna nepölsku leiðsögumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Sextán nepalskir leiðsögumenn dóu á Everest-fjalli í síðustu viku. Þessir menn unnu við að hjálpa vestrænu fólki að vinna þá hetjudáð að stíga fæti á hæsta fjall heims. Núsit ég nú bara hérna við stofuhita og pikka inn orð á tölvu en langar samt að velta upp þeirri spurningu hvort það sé hetjudáð að klífa Everest-tind. Í því samhengi má nefna að það hafa um 1.500 manns þegar gert það, sá elsti var 76 ára, sá yngsti 13 ára. Árið 2001 fór blindur maður á toppinn. Menn hafa komist á toppinn frá öllum mögulegum hliðum, með og án súrefnis, í hóp eða verið einir á ferð. Árið 2005 var haldið brúðkaup á tindinum. Þó að það sé persónulegt afrek að klífa tindinn er það varla fréttnæmt eða samfélagslega merkilegt. Til að það teldist fréttnæmt veit ég ekki hvað fjallafólkið þyrfti að gera: klífa Everest berfætt, aftur á bak, haldandi á fiskabúri. Samt væri það bara kjánalegt. Ég ber virðingu fyrir öllum sem leggja á sig líkamlegt erfiði til að ná markmiðum sínum. En þetta nær ekkert lengra en það. Þetta er ekki Hringadróttinssaga. Það er enginn galdrakarl á toppnum sem bíður þar með mikilvæg skilaboð. Uppi á toppnum eru bara aðrir fjallagarpar með grýlukerti í skegginu sem segja upphátt hver við annan: „Jæja, þá kemst maður ekki hærra,“ sem er kaldhæðnislegt því í hvert skipti sem maður sest upp í farþegaþotu þá flýgur maður hærra en Evererst-tindur og þar getur maður slakað á í stól og sötrað Grand Marnier án þess að vera með grýlukerti í andlitinu. Ensamt leggja menn þetta á sig. Allt til að geta troðið frostbitnum lófa ofan í vasa sinn og náð þar í myndavél til að taka mynd af sjálfum sér á toppnum. Rándýr selfie. Og þar til í síðustu viku bar ég ákveðna virðingu fyrir því, allt þar til ég heyrði af dauðsföllum hinna nepölsku leiðsögumanna.