Íslenskar útgáfur í tilefni dagsins Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. apríl 2014 12:00 Ingvar Geirsson hjá Lucky Records hefur verið plötusali í um það bil níu ár. Fréttablaðið/Pjetur „Það eru svo margir tónlistarmenn sem eru aldir upp í plötubúðum. Þegar stafræna formið kom til sögunnar og plötubúðir fóru að loka um allan heim, fóru þessar sem eftir urðu að verða dálítið sérstakur vettvangur og mikil menningarstarfsemi sem fer þar fram. Það er svo gaman fyrir fólk að koma inn og hitta aðra sem eru að fást við það sama, eða að sjá þekkt andlit úr bransanum,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records, plötuverslunar á Rauðarárstíg, en alþjóðlegur dagur plötubúðanna er í dag, laugardag. „Deginum verður fagnað,“ segir Ingvar jafnframt, en meðal annars koma fram hljómsveitirnar Samaris og Epic Rain, tónlistarmaðurinn Futuregrapher og svo verður útgáfufyrirtækið Borg með svokallað dj-sett. „Svo verður haldið upp á daginn með alls konar sérstökum útgáfum. Of Monsters and Men ætla að gefa út tveggja laga, sjö tommu, vínylplötu, Ásgeir Trausti, og John Grant gefa einnig út sérstaka útgáfu á þessum degi. FM Belfast ætla að hafa sína nýju plötu fáanlega í plötubúðum, þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl, og Epic Rain gefur einnig út nýja plötu í dag, svo eitthvað sé nefnt. Það lendir reyndar þannig að dagurinn er á þessari páskahelgi, þannig að við erum í smá stríði við póstinn með að fá allt efnið til landsins fyrir þennan dag,“ segir Ingvar léttur í bragði. Ingvar segir mikla aukningu í útgáfu íslenskrar tónlistar. „Það er svo margt sem er að koma út, alls konar dót, margt sem er bara gefið út á vínyl og svona. En tölurnar eru samt langt frá því að vera þær sömu og voru fyrir tíu fimmtán árum síðan,“ útskýrir Ingvar, en hann hefur verið ein níu ár í bransanum. „Ég er gríðarlega mikill tónlistaráhugamaður og ég elska það sem ég geri. Það er rosalega gaman að hafa komið því þannig fyrir að geta gert þetta alla daga,“ segir Ingvar. Alþjóðlegi dagur plötubúðanna er haldin í fjórða sinn hátíðlega hér á landi, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk útgáfa verður þennan dag. „Stefnan er að stækka við sig og hafa enn þá meiri og skemmtilegri dagskrá á næsta ári,“ segir Ingvar að lokum. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það eru svo margir tónlistarmenn sem eru aldir upp í plötubúðum. Þegar stafræna formið kom til sögunnar og plötubúðir fóru að loka um allan heim, fóru þessar sem eftir urðu að verða dálítið sérstakur vettvangur og mikil menningarstarfsemi sem fer þar fram. Það er svo gaman fyrir fólk að koma inn og hitta aðra sem eru að fást við það sama, eða að sjá þekkt andlit úr bransanum,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records, plötuverslunar á Rauðarárstíg, en alþjóðlegur dagur plötubúðanna er í dag, laugardag. „Deginum verður fagnað,“ segir Ingvar jafnframt, en meðal annars koma fram hljómsveitirnar Samaris og Epic Rain, tónlistarmaðurinn Futuregrapher og svo verður útgáfufyrirtækið Borg með svokallað dj-sett. „Svo verður haldið upp á daginn með alls konar sérstökum útgáfum. Of Monsters and Men ætla að gefa út tveggja laga, sjö tommu, vínylplötu, Ásgeir Trausti, og John Grant gefa einnig út sérstaka útgáfu á þessum degi. FM Belfast ætla að hafa sína nýju plötu fáanlega í plötubúðum, þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl, og Epic Rain gefur einnig út nýja plötu í dag, svo eitthvað sé nefnt. Það lendir reyndar þannig að dagurinn er á þessari páskahelgi, þannig að við erum í smá stríði við póstinn með að fá allt efnið til landsins fyrir þennan dag,“ segir Ingvar léttur í bragði. Ingvar segir mikla aukningu í útgáfu íslenskrar tónlistar. „Það er svo margt sem er að koma út, alls konar dót, margt sem er bara gefið út á vínyl og svona. En tölurnar eru samt langt frá því að vera þær sömu og voru fyrir tíu fimmtán árum síðan,“ útskýrir Ingvar, en hann hefur verið ein níu ár í bransanum. „Ég er gríðarlega mikill tónlistaráhugamaður og ég elska það sem ég geri. Það er rosalega gaman að hafa komið því þannig fyrir að geta gert þetta alla daga,“ segir Ingvar. Alþjóðlegi dagur plötubúðanna er haldin í fjórða sinn hátíðlega hér á landi, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk útgáfa verður þennan dag. „Stefnan er að stækka við sig og hafa enn þá meiri og skemmtilegri dagskrá á næsta ári,“ segir Ingvar að lokum.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira