Toppurinn að vera fullorðinn Sara McMahon skrifar 15. apríl 2014 08:58 Þegar ég var barn hlakkaði ég til þess að verða fullorðin. Mér fannst svalt að sjá fólk halda á innkaupapoka, heimilispóstinum og bisa við að opna útidyrnar heima hjá sér. Mér fannst töff að ganga með seðlaveski og horfa á fréttatíma RÚV. Mér fannst fullorðið fólk geggjað og ég gat ekki beðið eftir því að verða tekin í fullorðinna manna tölu. Hiðóhjákvæmilega gerðist og áður en ég vissi af var ég orðin fullorðin. Ég keypti fasteign, skila skattskýrslu minni á hverju ári, held lífi í plöntum og bý til sósur frá grunni. Draumur minn hafði ræst en skyndilega fannst mér ekki nóg að vera bara fullorðin – mig langaði líka að verða fullkomlega sjálfbjarga fullorðinn einstaklingur. Full bjartsýni hóf ég ætlunarverk mitt. Árið 2009 lærði ég að taka slátur og sníða vambir. Í fyrra lærði ég að smíða rúm úr pallettum… alvöru rúm á fótum sem stendur enn. Sama ár kenndi vinkona mín mér réttu aðferðina við að stytta buxur með broti í. Eldri starfsmaður í BYKO eyddi dágóðum tíma í að sýna mér hvernig eigi að beita sög þannig að það flísist sem minnst úr viðnum. Samstarfsmaður minn kenndi mér á tækniundrið sem kallað er snjallsími og góður vinur kenndi mér að tengja rafmagn. Umsíðustu helgi bættist svo enn í reynslubanka minn því ég fékk að aðstoða foreldra mína við að skipta um eldhúsinnréttingu. Með þolinmæðina að vopni útskýrði stjúpi minn fyrir mér hvert handtakið á fætur öðru og þótt ég sé ekki fullnuma í eldhúsuppsetningum, þá er ég komin með þokkalegan grunn. Næstamál á dagskrá er að dobla hann tengdaföður minn til að kenna mér handtökin við að hamfletta rjúpu. Ég vil einnig læra grunninn í pípulögnum. Það er toppurinn að vera fullorðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Þegar ég var barn hlakkaði ég til þess að verða fullorðin. Mér fannst svalt að sjá fólk halda á innkaupapoka, heimilispóstinum og bisa við að opna útidyrnar heima hjá sér. Mér fannst töff að ganga með seðlaveski og horfa á fréttatíma RÚV. Mér fannst fullorðið fólk geggjað og ég gat ekki beðið eftir því að verða tekin í fullorðinna manna tölu. Hiðóhjákvæmilega gerðist og áður en ég vissi af var ég orðin fullorðin. Ég keypti fasteign, skila skattskýrslu minni á hverju ári, held lífi í plöntum og bý til sósur frá grunni. Draumur minn hafði ræst en skyndilega fannst mér ekki nóg að vera bara fullorðin – mig langaði líka að verða fullkomlega sjálfbjarga fullorðinn einstaklingur. Full bjartsýni hóf ég ætlunarverk mitt. Árið 2009 lærði ég að taka slátur og sníða vambir. Í fyrra lærði ég að smíða rúm úr pallettum… alvöru rúm á fótum sem stendur enn. Sama ár kenndi vinkona mín mér réttu aðferðina við að stytta buxur með broti í. Eldri starfsmaður í BYKO eyddi dágóðum tíma í að sýna mér hvernig eigi að beita sög þannig að það flísist sem minnst úr viðnum. Samstarfsmaður minn kenndi mér á tækniundrið sem kallað er snjallsími og góður vinur kenndi mér að tengja rafmagn. Umsíðustu helgi bættist svo enn í reynslubanka minn því ég fékk að aðstoða foreldra mína við að skipta um eldhúsinnréttingu. Með þolinmæðina að vopni útskýrði stjúpi minn fyrir mér hvert handtakið á fætur öðru og þótt ég sé ekki fullnuma í eldhúsuppsetningum, þá er ég komin með þokkalegan grunn. Næstamál á dagskrá er að dobla hann tengdaföður minn til að kenna mér handtökin við að hamfletta rjúpu. Ég vil einnig læra grunninn í pípulögnum. Það er toppurinn að vera fullorðinn.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun