Íslenskir tónlistarmenn í evrópskri tónlistarkeppni Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. apríl 2014 09:30 Hljómsveitin Leaves Fimm íslenskar hljómsveitir taka þátt í evrópsku tónlistarkeppninni The EuroMusic Contest 2014, en það eru hljómsveitirnar Steed Lord, Leaves, Klassart, Stafrænn Hákon og Una Stef. „Þetta er bara geggjað, það eru algjörar kanónur þarna og gaman að vera í svona flottum hópi,“ segir tónlistarkonan Una Stef um keppnina.Una Stef rambaði óvart inn á vefsíðu keppninnar og er ánægð með að vera í flottum hópi íslenskra listamanna.vísir/gvaKeppnin virkar þannig að hver sem er getur kosið sinn eftirlætistónlistarmann á vefsíðunni euromusiccontest.com en þar er finna tónlist og upplýsingar um hljómsveitirnar. „Ég er ekki alfróð um keppnina en þeir sem fá flest atkvæði komast áfram í pott og svo komast tíu atriði í úrslit sem fara fram í París en lokakvöldinu verður streymt á netinu,“ útskýrir Una. Hún segist í fyrstu hafa farið inn á vefsíðu keppninnar til þess að kjósa annan tónlistarmann en sá svo að kosning var ekki hafin. „Ég sá þetta á Facebook og ætlaði að kjósa hljómsveit en sá svo að kosning var ekki hafin og ákvað því að skrá mig sjálfa bara,“ segir Una létt í lundu. Sigurvegari keppninnar fær að fara í upptökuferð til Grikklands í hið heimsfræga stúdíó, Black Rock Studios. Um er að ræða lúxus hljóðver sem minnir á paradísarhótel. Hljómsveitin One Republic hefur meðal annars tekið upp í hljóðverinu. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fimm íslenskar hljómsveitir taka þátt í evrópsku tónlistarkeppninni The EuroMusic Contest 2014, en það eru hljómsveitirnar Steed Lord, Leaves, Klassart, Stafrænn Hákon og Una Stef. „Þetta er bara geggjað, það eru algjörar kanónur þarna og gaman að vera í svona flottum hópi,“ segir tónlistarkonan Una Stef um keppnina.Una Stef rambaði óvart inn á vefsíðu keppninnar og er ánægð með að vera í flottum hópi íslenskra listamanna.vísir/gvaKeppnin virkar þannig að hver sem er getur kosið sinn eftirlætistónlistarmann á vefsíðunni euromusiccontest.com en þar er finna tónlist og upplýsingar um hljómsveitirnar. „Ég er ekki alfróð um keppnina en þeir sem fá flest atkvæði komast áfram í pott og svo komast tíu atriði í úrslit sem fara fram í París en lokakvöldinu verður streymt á netinu,“ útskýrir Una. Hún segist í fyrstu hafa farið inn á vefsíðu keppninnar til þess að kjósa annan tónlistarmann en sá svo að kosning var ekki hafin. „Ég sá þetta á Facebook og ætlaði að kjósa hljómsveit en sá svo að kosning var ekki hafin og ákvað því að skrá mig sjálfa bara,“ segir Una létt í lundu. Sigurvegari keppninnar fær að fara í upptökuferð til Grikklands í hið heimsfræga stúdíó, Black Rock Studios. Um er að ræða lúxus hljóðver sem minnir á paradísarhótel. Hljómsveitin One Republic hefur meðal annars tekið upp í hljóðverinu.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira