Göngulag Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 27. mars 2014 07:00 Hvað eyðir meðalmaður miklu í tískufatnað á ári? 100 þúsund kalli? 200 þúsund kalli? 500 þúsund kalli? Við erum með tísku á heilanum. Allir að reyna að tolla í tískunni, kaupa flott föt, vera með flott hár. Svo skiptir máli að geyma flottu hlutina sína í flottri tösku. Og jafnvel þeir sem hata efnishyggju eru með einhvern annan hégóma: passa sig að lesa töff bækur, hafa töff skoðanir, hugsa töff. Ég er alls ekki að gagnrýna fólk sem vill vera töff. Það er bæði eðlilegt og eftirsóknarvert. En ég held að flestir séu að fókusa á vitlausa hluti. Það eina sem gerir fólk töff er göngulag. Ég hef séð fólk klætt í frotté-jogginggalla með buff á höfði sem er með svo fágað og aðlaðandi göngulag að það hefði hæft hirð Rómanov-ættarinnar. Það skiptir engu máli þó þú keyrir um á Toyota Rav4 (sorrí Rav4-eigendur en þeir eru alls ekki kúl). Það eina sem skiptir máli er göngulag þitt úr bílnum og inn á vinnustaðinn. Allt fólk sem ég hef hrifist af í gegnum tíðina á það sameiginlegt að vera með aðlaðandi göngulag. Fólk á að vinna í göngulagi sínu. Íslendingar eru með búralegt göngulag upp til hópa. Þó erum við langt um skárri en Danir sem vagga um eins og flotbelgir. Fegurst ganga Austur-Evrópubúar. Tuttugasta öldin var þeim erfið. Fyrst voru það nasistarnir og svo kommarnir – en það tókst aldrei að berja úr þeim hið fagra göngulag. Við höfum nóg af fyrirmyndum. Við þurfum til dæmis ekki að ræða swaggið í Nelson Mandela þegar hann tölti úr fangelsinu á Robben-eyju því aðalmálið er að eyða tíma og peningum í þetta. Fara í ræktina og byggja upp góða fótavöðva, kaupa bækur, skoða blogg en fyrst og fremst dæla peningum í alla hluti sem tengjast göngulagi. Ef göngulagsiðnaðurinn er ekki þegar til þá verðum við að búa hann til. Ég krefst þess að fólk hreinlega sturti peningum í þetta viðfangsefni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Hvað eyðir meðalmaður miklu í tískufatnað á ári? 100 þúsund kalli? 200 þúsund kalli? 500 þúsund kalli? Við erum með tísku á heilanum. Allir að reyna að tolla í tískunni, kaupa flott föt, vera með flott hár. Svo skiptir máli að geyma flottu hlutina sína í flottri tösku. Og jafnvel þeir sem hata efnishyggju eru með einhvern annan hégóma: passa sig að lesa töff bækur, hafa töff skoðanir, hugsa töff. Ég er alls ekki að gagnrýna fólk sem vill vera töff. Það er bæði eðlilegt og eftirsóknarvert. En ég held að flestir séu að fókusa á vitlausa hluti. Það eina sem gerir fólk töff er göngulag. Ég hef séð fólk klætt í frotté-jogginggalla með buff á höfði sem er með svo fágað og aðlaðandi göngulag að það hefði hæft hirð Rómanov-ættarinnar. Það skiptir engu máli þó þú keyrir um á Toyota Rav4 (sorrí Rav4-eigendur en þeir eru alls ekki kúl). Það eina sem skiptir máli er göngulag þitt úr bílnum og inn á vinnustaðinn. Allt fólk sem ég hef hrifist af í gegnum tíðina á það sameiginlegt að vera með aðlaðandi göngulag. Fólk á að vinna í göngulagi sínu. Íslendingar eru með búralegt göngulag upp til hópa. Þó erum við langt um skárri en Danir sem vagga um eins og flotbelgir. Fegurst ganga Austur-Evrópubúar. Tuttugasta öldin var þeim erfið. Fyrst voru það nasistarnir og svo kommarnir – en það tókst aldrei að berja úr þeim hið fagra göngulag. Við höfum nóg af fyrirmyndum. Við þurfum til dæmis ekki að ræða swaggið í Nelson Mandela þegar hann tölti úr fangelsinu á Robben-eyju því aðalmálið er að eyða tíma og peningum í þetta. Fara í ræktina og byggja upp góða fótavöðva, kaupa bækur, skoða blogg en fyrst og fremst dæla peningum í alla hluti sem tengjast göngulagi. Ef göngulagsiðnaðurinn er ekki þegar til þá verðum við að búa hann til. Ég krefst þess að fólk hreinlega sturti peningum í þetta viðfangsefni!
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun