Stútfull af staðalímyndum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2014 10:00 Antboy Barnakvikmyndahátíðin Bíói Paradís Leikstjóri Ask Hasselbalch Danska verðlaunamyndin Antboy er sýnd á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Bíói Paradís sem stendur til 30. mars. Ég fylgdist jafnt með krökkum og myndinni þar sem ungviðið er náttúrulega bestu gagnrýnendur á mynd sem ætluð er þeim. Börnin virtust skemmta sér vel – supu hveljur þegar við átti, hrukku við, hlógu og fundu til með aðalpersónunni, ungum dreng sem er veggjalús þangað til hann öðlast ofurhetjukrafta. Þessi mynd hélt mér líka þótt þessi saga hafi svo sem verið sögð oft áður. Hefði alveg eins getað heitið Köngulóarmaðurinn – yngri árin. Hún er vel gerð og standa ungu leikararnir sig frábærlega. Ég vil hins vegar setja út á eitt frekar stórt atriði. Mér fannst myndin helst til full af staðalímyndum. Litli strákurinn með rauða hárið sem enginn nennir að hanga með. Fallega stelpan með síða, ljósa hárið sem hann er ástfanginn af en hún lítur ekki við honum. Vinur hans, nördinn með gleraugu, sem er líka útundan. Og að sjálfsögðu er illmennið feitur, ljótur karlmaður og að lokum er það svo að fallega stúlkan er bjargarlaus og þarf litli strákurinn að bjarga henni. Ég hefði verið svo fegin ef þessar staðalímyndir hefðu verið rifnar í tætlur í þessari mynd sem miðuð er að framtíð þjóðarinnar. Þá hefði hún fengið fullt hús í mínum bókum.Niðurstaða: Krakkarnir skemmtu sér konunglega en fullmikið er af staðalímyndum fyrir minn smekk. Gagnrýni Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Antboy Barnakvikmyndahátíðin Bíói Paradís Leikstjóri Ask Hasselbalch Danska verðlaunamyndin Antboy er sýnd á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Bíói Paradís sem stendur til 30. mars. Ég fylgdist jafnt með krökkum og myndinni þar sem ungviðið er náttúrulega bestu gagnrýnendur á mynd sem ætluð er þeim. Börnin virtust skemmta sér vel – supu hveljur þegar við átti, hrukku við, hlógu og fundu til með aðalpersónunni, ungum dreng sem er veggjalús þangað til hann öðlast ofurhetjukrafta. Þessi mynd hélt mér líka þótt þessi saga hafi svo sem verið sögð oft áður. Hefði alveg eins getað heitið Köngulóarmaðurinn – yngri árin. Hún er vel gerð og standa ungu leikararnir sig frábærlega. Ég vil hins vegar setja út á eitt frekar stórt atriði. Mér fannst myndin helst til full af staðalímyndum. Litli strákurinn með rauða hárið sem enginn nennir að hanga með. Fallega stelpan með síða, ljósa hárið sem hann er ástfanginn af en hún lítur ekki við honum. Vinur hans, nördinn með gleraugu, sem er líka útundan. Og að sjálfsögðu er illmennið feitur, ljótur karlmaður og að lokum er það svo að fallega stúlkan er bjargarlaus og þarf litli strákurinn að bjarga henni. Ég hefði verið svo fegin ef þessar staðalímyndir hefðu verið rifnar í tætlur í þessari mynd sem miðuð er að framtíð þjóðarinnar. Þá hefði hún fengið fullt hús í mínum bókum.Niðurstaða: Krakkarnir skemmtu sér konunglega en fullmikið er af staðalímyndum fyrir minn smekk.
Gagnrýni Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira