Skapbætandi tónlist Jónas Sen skrifar 22. mars 2014 13:00 Einleikarinn Hallfríður Ólafsdóttir. "Leikur hennar var sérlega fallegur.“ Vísir/Vilhelm Tónlist:Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist eftir MozartEinleikari: Hallfríður ÓlafsdóttirStjórnandi: Leo HussainEldborg Hörpu fimmtudaginn 20. mars Maður les alls kyns vitleysu á netinu um klassíska tónlist. Til dæmis að Mozart hafi eitt sinn spurt: „Hvað er leiðinlegra en ein flauta? Jú, tvær flautur.“ Reyndar er til bréf frá honum þar sem hann segist ekki vera hrifinn af þverflautunni. Líklega var ástæðan sú að hann var í vondu skapi yfir að einhver hafði pantað verk fyrir flautu frá honum, sem hann borgaði svo ekki fyrir. Í öllu falli samdi hann ekki mikið af einleiksverkum fyrir flautu, samanborið við píanókonsertana sem eru 27 talsins. Eitt af þessum flautueinleiksverkum var á dagskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Það var konsert nr. 1 í G-dúr og var einleikari Hallfríður Ólafsdóttir. Leikur hennar var sérlega fallegur. Hröð tónahlaup voru skýr og vandvirknislega leikin. Alls konar stefbrot voru mótuð af kostgæfni. Túlkunin í það heila var lífleg og tilfinningarík. Hljómsveitin spilaði líka ágætlega undir stjórn Leos Hussain. Almennt talað voru strengirnir vel samstilltir og annað var í góðu jafnvægi. Dagskráin var öll eftir Mozart. Tónleikarnir voru í grænu röðinni svokölluðu, en hún helgast fyrst og fremst af léttmeti, a.m.k. mjög aðgengilegri tónlist. Verk Mozarts eru ekki alltaf persónuleg, hann gat samið glaðlega tónsmíð þótt allt væri í klessu í einkalífinu, fjármálin í rúst og heilsan slæm. Þetta kemur sterklega fram í kvikmynd Milos Forman, Amadeus. Hún er vissulega ekki sagnfræðilega rétt. En hún sýnir samt skýrt að tónlist Mozarts var himnesk. Hún streymdi í gegnum hann án nokkurrar fyrirstöðu, þótt hann sjálfur væri hálfgerður asni. Senan þegar hann liggur fyrir dauðanum og er að semja sálumessu er frábær. Fyrst heyrist ein og ein rödd sem oft virkar skringilega, en svo þegar allt kemur saman er útkoman stórfengleg. Það er þess virði að sjá Amadeus bara út af þessu atriði. Lítið er að segja um restina af dagskrá Sinfóníutónleikanna. Við fengum að heyra balletttónlist úr fyrstu alvöru óperu Mozarts, Idomeneo, Maurerische Trauermusik (sorgartónlist fyrir Frímúrararegluna sem Mozart tilheyrði) og sinfóníu nr. 36. Það var gaman að þessu öllu. Sérstaklega frímúraratónlistinni, sem var óvanalega raddsett, með kraftmeiri bassatónum en vaninn er hjá tónskáldinu. Danstónlistin og sinfónían liðu áfram án þess að neitt sérstakt bæri til tíðinda. Hljómsveitin var í góðu formi. Mismunandi hljóðfærahópar voru með sitt á hreinu. Heildarhljómurinn var þéttur og sannfærandi. Túlkunin var litrík og kröftug. Og samt var tónlistin svo þægileg áheyrnar að hægt var að loka augunum og slaka á. Það er fátt sem kemur manni í betra skap en að hafa Mozart lágt stilltan á fóninum heima. Dóttir mín fæddist einmitt undir slíkum kringumstæðum. Betri fæðingartónlist er vandfundin.Niðurstaða: Mozart var prýðilega útfærður og rann ljúflega niður. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist:Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist eftir MozartEinleikari: Hallfríður ÓlafsdóttirStjórnandi: Leo HussainEldborg Hörpu fimmtudaginn 20. mars Maður les alls kyns vitleysu á netinu um klassíska tónlist. Til dæmis að Mozart hafi eitt sinn spurt: „Hvað er leiðinlegra en ein flauta? Jú, tvær flautur.“ Reyndar er til bréf frá honum þar sem hann segist ekki vera hrifinn af þverflautunni. Líklega var ástæðan sú að hann var í vondu skapi yfir að einhver hafði pantað verk fyrir flautu frá honum, sem hann borgaði svo ekki fyrir. Í öllu falli samdi hann ekki mikið af einleiksverkum fyrir flautu, samanborið við píanókonsertana sem eru 27 talsins. Eitt af þessum flautueinleiksverkum var á dagskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Það var konsert nr. 1 í G-dúr og var einleikari Hallfríður Ólafsdóttir. Leikur hennar var sérlega fallegur. Hröð tónahlaup voru skýr og vandvirknislega leikin. Alls konar stefbrot voru mótuð af kostgæfni. Túlkunin í það heila var lífleg og tilfinningarík. Hljómsveitin spilaði líka ágætlega undir stjórn Leos Hussain. Almennt talað voru strengirnir vel samstilltir og annað var í góðu jafnvægi. Dagskráin var öll eftir Mozart. Tónleikarnir voru í grænu röðinni svokölluðu, en hún helgast fyrst og fremst af léttmeti, a.m.k. mjög aðgengilegri tónlist. Verk Mozarts eru ekki alltaf persónuleg, hann gat samið glaðlega tónsmíð þótt allt væri í klessu í einkalífinu, fjármálin í rúst og heilsan slæm. Þetta kemur sterklega fram í kvikmynd Milos Forman, Amadeus. Hún er vissulega ekki sagnfræðilega rétt. En hún sýnir samt skýrt að tónlist Mozarts var himnesk. Hún streymdi í gegnum hann án nokkurrar fyrirstöðu, þótt hann sjálfur væri hálfgerður asni. Senan þegar hann liggur fyrir dauðanum og er að semja sálumessu er frábær. Fyrst heyrist ein og ein rödd sem oft virkar skringilega, en svo þegar allt kemur saman er útkoman stórfengleg. Það er þess virði að sjá Amadeus bara út af þessu atriði. Lítið er að segja um restina af dagskrá Sinfóníutónleikanna. Við fengum að heyra balletttónlist úr fyrstu alvöru óperu Mozarts, Idomeneo, Maurerische Trauermusik (sorgartónlist fyrir Frímúrararegluna sem Mozart tilheyrði) og sinfóníu nr. 36. Það var gaman að þessu öllu. Sérstaklega frímúraratónlistinni, sem var óvanalega raddsett, með kraftmeiri bassatónum en vaninn er hjá tónskáldinu. Danstónlistin og sinfónían liðu áfram án þess að neitt sérstakt bæri til tíðinda. Hljómsveitin var í góðu formi. Mismunandi hljóðfærahópar voru með sitt á hreinu. Heildarhljómurinn var þéttur og sannfærandi. Túlkunin var litrík og kröftug. Og samt var tónlistin svo þægileg áheyrnar að hægt var að loka augunum og slaka á. Það er fátt sem kemur manni í betra skap en að hafa Mozart lágt stilltan á fóninum heima. Dóttir mín fæddist einmitt undir slíkum kringumstæðum. Betri fæðingartónlist er vandfundin.Niðurstaða: Mozart var prýðilega útfærður og rann ljúflega niður.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira