Land undanþágunnar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. mars 2014 00:00 Íslendingar leita gjarnan undanþágunnar fremur en reglunnar. Þeir reyna að finna sérlausn fyrir sig fremur en að laga sig að sameiginlegri allsherjarlausn sem gefur öllum jöfn tækifæri. Þeir spyrja ekki: Hvernig laga ég mig að þessu? heldur: hvernig losna ég undan þessu? Hvar er sérleiðin mín? Þá dreymir um að gerast sérleiðahafar; halda sínu striki á sinni leið. Sennilega er þetta afleiðing af því að við erum gömul nýlenduþjóð sem vildi alltaf tala bara við kónginn sjálfan um sín mál. Og hitt: við erum fá í stóru landi og vön miklu olnbogarými. Íslensk ættjarðarást er ástin á rýminu, víðáttunni; andúðin á útlöndum er óttinn við þrengslin.„Að vera í samböndum“ Lífið á Íslandi snýst um að „vera í samböndum“ og afla sér þannig gæða með persónulegu og óformlegu tengslaneti sem kvíslast um gjörvallt samfélagið, ósýnilegt og óslítandi. Ýmislegt af því sem í öðrum löndum er talið eiga heima á almennum og opinberum markaði er hér á landi undir greiðasemi komið. Íbúar sjávarþorpa kannast við poka á hurðarhúninum í morgunsárið með nýveiddum þorski eða ýsu, hafi þeir gert sjómanni greiða. Frændi systur vinar bróður er pípari og sagður mjög sanngjarn og alveg til í að líta á baðherbergið eftir helgi. Og svo framvegis. Íslensku „samböndin“ geta verið ágæt: ýta undir gagnkvæma hjálpsemi og skilning milli ólíkra einstaklinga, gera samskiptin persónulegri og ánægjulegri en ella. Og samgangur ólíkra stétta verður ekki leiðinlega rígbundinn í stífar venjur og formfestugorgeir. Óformleg viðskipti og samskipti Íslendinga hafa þannig sína ótvíræðu kosti og kannski var þetta meðal þess sem hjálpaði þjóðinni á þeim stundum þegar afleiðingar Hrunsins voru sem verstar. Skuldbindingalaus, útbreiddur faðmur; hinar heimsfrægu íslensku stuttu boðleiðir sem þóttu til eftirbreytni á bóluárunum; hæfileiki til að redda hlutum snarlega og vafningalaust; óformleg samskipti og andúð á sjálfumgleði og því að taka sig hátíðlega (þess vegna eiga ummæli Vigdísar Hauks um ónóga virðingu starfsfólks alþingis í sinn garð eftir að reynast henni dýrkeypt) – já: ánægjan af því að reynast öðrum vel, gera öðrum greiða; samkenndin í fámenninu. Allt eru þetta mikilsverð og vanmetin einkenni á íslensku samfélagi; íslenska kunningjasamfélagið og greiðanetið er ekki alslæmt eins og sumir vilja meina. En heldur ekki algott. Að leita undantekningar fremur en reglu, sterk einstaklingshyggja varðandi regluverk samfélagsins, getur birst sem of sterk einstaklingshyggja varðandi regluverk, á‘ða/má‘ða-ismi og nepótismi. Og í daglegu lífi birtist þessi árátta í hringtorgunum; íslenskur ökumaður vill helst ekki gefa stefnuljós þegar hann fer út úr hringtorgi, telur sig fullfæran um að meta sjálfur hvernig og hvenær hann beygir, telur stefnuljósið vera veikleikamerki. Hann vill vera sérleiðahafi. Hann leitar afbrigðanna frá reglunni, sem bitnar auðvitað á ökumönnunum í kring og getur haft skelfilegar afleiðingar. Píparinn sanngjarni og greiðvikni sem ætlar að líta á baðherbergið eftir helgi – hann skilgreinir sjálfur hvað „eftir helgi“ táknar – og geta liðið mánuðir – og hann á sennilega ekki eftir að greiða skatt af því sem hann fær fyrir viðvikið. Og fiskurinn nýi á hurðarhúninum í morgunsárið hefur sínar neikvæðu hliðar. Í fæstum fiskiplássum landsins eru fiskbúðir og eini fiskurinn sem á boðstólum er víða um land er frosinn fiskur úr Bónus, sem vissulega er hlálegt með gjöfulustu fiskimið Evrópu rétt utan við landsteinana.Undantekningin skyggir á regluna Við erum þjóð sem leitar undantekningarinnar – þjóð á sérleið með sínar sérlausnarmiðuðu sérþarfir. Eyþjóð. En við erum ekki eyland í viðskiptum. Lífskjör okkar eru undir því komin að hér þrífist öflugt, þróttmikið og skemmtilegt atvinnulíf þar sem stöndug fyrirtæki geta greitt vel menntuðu starfsfólki há laun fyrir „góð og gagnleg störf“. Þau eru komin undir því að markaðir greiði gott verð fyrir fiskinn sem veiddur er hér við land. Þau eru komin undir því að hægt sé að byggja hér sterka innviði. Þau eru komin undir því að bændur og búalið geti framleitt með litlum tilkostnaði hollan, hreinan og góðan mat sem við góflum í okkur og seljum á nærliggjandi markaði, sem eitthvað alveg sérstakt. Og svo framvegis. Við erum þjóð sem leitar undantekningarinnar fremur en reglunnar; við reynum að smeygja okkur undan reglufári með því að finna sérleiðir. Gott og vel. En það er hugsanlega hægt að einblína svo mjög á undantekningarnar að manni yfirsjáist reglurnar – yfirsjáist möguleikarnir sem þær veita, þrátt fyrir allt. Og um þá möguleika mega þeir ekki vera einir til frásagnar róttæku skrökhyggjumennirnir sem einn daginn segja Evrópusambandið ásælast íslenskar auðlindir en þann næsta að Evrópusambandið vilji losna við Íslendinga úr aðildarumsóknarferli.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Íslendingar leita gjarnan undanþágunnar fremur en reglunnar. Þeir reyna að finna sérlausn fyrir sig fremur en að laga sig að sameiginlegri allsherjarlausn sem gefur öllum jöfn tækifæri. Þeir spyrja ekki: Hvernig laga ég mig að þessu? heldur: hvernig losna ég undan þessu? Hvar er sérleiðin mín? Þá dreymir um að gerast sérleiðahafar; halda sínu striki á sinni leið. Sennilega er þetta afleiðing af því að við erum gömul nýlenduþjóð sem vildi alltaf tala bara við kónginn sjálfan um sín mál. Og hitt: við erum fá í stóru landi og vön miklu olnbogarými. Íslensk ættjarðarást er ástin á rýminu, víðáttunni; andúðin á útlöndum er óttinn við þrengslin.„Að vera í samböndum“ Lífið á Íslandi snýst um að „vera í samböndum“ og afla sér þannig gæða með persónulegu og óformlegu tengslaneti sem kvíslast um gjörvallt samfélagið, ósýnilegt og óslítandi. Ýmislegt af því sem í öðrum löndum er talið eiga heima á almennum og opinberum markaði er hér á landi undir greiðasemi komið. Íbúar sjávarþorpa kannast við poka á hurðarhúninum í morgunsárið með nýveiddum þorski eða ýsu, hafi þeir gert sjómanni greiða. Frændi systur vinar bróður er pípari og sagður mjög sanngjarn og alveg til í að líta á baðherbergið eftir helgi. Og svo framvegis. Íslensku „samböndin“ geta verið ágæt: ýta undir gagnkvæma hjálpsemi og skilning milli ólíkra einstaklinga, gera samskiptin persónulegri og ánægjulegri en ella. Og samgangur ólíkra stétta verður ekki leiðinlega rígbundinn í stífar venjur og formfestugorgeir. Óformleg viðskipti og samskipti Íslendinga hafa þannig sína ótvíræðu kosti og kannski var þetta meðal þess sem hjálpaði þjóðinni á þeim stundum þegar afleiðingar Hrunsins voru sem verstar. Skuldbindingalaus, útbreiddur faðmur; hinar heimsfrægu íslensku stuttu boðleiðir sem þóttu til eftirbreytni á bóluárunum; hæfileiki til að redda hlutum snarlega og vafningalaust; óformleg samskipti og andúð á sjálfumgleði og því að taka sig hátíðlega (þess vegna eiga ummæli Vigdísar Hauks um ónóga virðingu starfsfólks alþingis í sinn garð eftir að reynast henni dýrkeypt) – já: ánægjan af því að reynast öðrum vel, gera öðrum greiða; samkenndin í fámenninu. Allt eru þetta mikilsverð og vanmetin einkenni á íslensku samfélagi; íslenska kunningjasamfélagið og greiðanetið er ekki alslæmt eins og sumir vilja meina. En heldur ekki algott. Að leita undantekningar fremur en reglu, sterk einstaklingshyggja varðandi regluverk samfélagsins, getur birst sem of sterk einstaklingshyggja varðandi regluverk, á‘ða/má‘ða-ismi og nepótismi. Og í daglegu lífi birtist þessi árátta í hringtorgunum; íslenskur ökumaður vill helst ekki gefa stefnuljós þegar hann fer út úr hringtorgi, telur sig fullfæran um að meta sjálfur hvernig og hvenær hann beygir, telur stefnuljósið vera veikleikamerki. Hann vill vera sérleiðahafi. Hann leitar afbrigðanna frá reglunni, sem bitnar auðvitað á ökumönnunum í kring og getur haft skelfilegar afleiðingar. Píparinn sanngjarni og greiðvikni sem ætlar að líta á baðherbergið eftir helgi – hann skilgreinir sjálfur hvað „eftir helgi“ táknar – og geta liðið mánuðir – og hann á sennilega ekki eftir að greiða skatt af því sem hann fær fyrir viðvikið. Og fiskurinn nýi á hurðarhúninum í morgunsárið hefur sínar neikvæðu hliðar. Í fæstum fiskiplássum landsins eru fiskbúðir og eini fiskurinn sem á boðstólum er víða um land er frosinn fiskur úr Bónus, sem vissulega er hlálegt með gjöfulustu fiskimið Evrópu rétt utan við landsteinana.Undantekningin skyggir á regluna Við erum þjóð sem leitar undantekningarinnar – þjóð á sérleið með sínar sérlausnarmiðuðu sérþarfir. Eyþjóð. En við erum ekki eyland í viðskiptum. Lífskjör okkar eru undir því komin að hér þrífist öflugt, þróttmikið og skemmtilegt atvinnulíf þar sem stöndug fyrirtæki geta greitt vel menntuðu starfsfólki há laun fyrir „góð og gagnleg störf“. Þau eru komin undir því að markaðir greiði gott verð fyrir fiskinn sem veiddur er hér við land. Þau eru komin undir því að hægt sé að byggja hér sterka innviði. Þau eru komin undir því að bændur og búalið geti framleitt með litlum tilkostnaði hollan, hreinan og góðan mat sem við góflum í okkur og seljum á nærliggjandi markaði, sem eitthvað alveg sérstakt. Og svo framvegis. Við erum þjóð sem leitar undantekningarinnar fremur en reglunnar; við reynum að smeygja okkur undan reglufári með því að finna sérleiðir. Gott og vel. En það er hugsanlega hægt að einblína svo mjög á undantekningarnar að manni yfirsjáist reglurnar – yfirsjáist möguleikarnir sem þær veita, þrátt fyrir allt. Og um þá möguleika mega þeir ekki vera einir til frásagnar róttæku skrökhyggjumennirnir sem einn daginn segja Evrópusambandið ásælast íslenskar auðlindir en þann næsta að Evrópusambandið vilji losna við Íslendinga úr aðildarumsóknarferli.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun