Breytir öllu í gull sem hann snertir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2014 09:00 Pharrell stígur nánast aldrei feilspor í tónlistinni. Vísir/Getty Nýjasta plata Pharrells Williams, G I R L, kom út í vikunni og þótt hann hafi verið viðloðandi tónlistarbransann í fjöldamörg ár þá er þetta aðeins hans önnur sólóplata. Tónlistarferill Pharrells hófst þegar hann hitti Chard Hugo í sumartónlistarbúðum á unglingsárunum. Þá spilaði Pharrell á hljómborð og trommur en Chard á tenórsaxófón. Þeir voru saman í lúðrasveit og stofnuðu sveitina The Neptunes með vinum sínum Shay Haley og Mike Etheridge á tíunda áratugnum. Þeir tóku þátt í hæfileikakeppni meðal miðskóla og voru uppgötvaðir af Grammy-verðlaunahafanum Teddy Riley sem bauð þeim samning strax við útskrift úr miðskóla. Chard og Pharrell náðu fljótt að skapa sér nafn sem pródúsentadúó og voru meðal annars með puttana í laginu Tonight‘s the Night af plötunni Blackstreet með samnefndri hljómsveit sem kom út árið 1994. Næstu þrjú árin komu þeir að ýmsum plötum en hljómurinn var frábrugðinn þeim sem The Neptunes átti síðar eftir að tileinka sér. Það var ekki fyrr en þeir prodúseruðu Superthug með N.O.R.E. árið 1998 að þeir fundu sína hillu. Ári síðan kynnti sameiginlegur vinur Pharrell fyrir tónlistarkonunni Kelis og unnu þau saman að fyrstu plötu hennar, Kaleidoscope.N.E.R.D gaf út plötuna In Search Of… árið 2001. Árið 2001 pródúseruðu The Neptunes Britney Spears-slagarann I‘m a Slave 4 U sem fór á toppinn á vinsældalistum víðs vegar um heiminn. Sama ár gaf N.E.R.D, sem samanstóð af Chard, Pharrell og Shay, út sína fyrstu plötu, In Search of…, í Evrópu þar sem plata Kelis hafði gengið vel þar. Þeir tóku plötuna upp aftur með rokksveitinni Spymob og gáfu hana út í Bandaríkjunum árið 2002. Sama ár pródúseruðu The Neptunes lagið Hot in Herre með Nelly og voru í kjölfarið valdir pródúsentar ársins á bæði Source-verðlaununum og Billboard-tónlistarverðlaununum. Ári síðar gáfu The Neptunes út plötuna The Neptunes Present… Clones sem fór í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum í Bandaríkjunum. Nú var Pharrell á allra vörum og virtist allt sem hann gerði verða að gulli. The Neptunes unnu mikið með Jay-Z og pródúseruðu fjölmörg lög með honum, þar á meðal Frontin‘. Það lag var 34. stærsta lagið það árið samkvæmt Billboard og sýndi könnun í ágúst árið 2003 að lög sem voru pródúseruð af The Neptunes væru tuttugu prósent af öllum lögum sem spiluð voru í bresku útvarpi á þeim tíma. Útkoman var 43 prósent í Bandaríkjunum í sömu könnun. Önnur plata N.E.R.D, Fly or Die, kom út í mars árið 2004 og hlutu The Neptunes tvenn Grammy-verðlaun það árið, sem pródúsentar ársins og fyrir bestu poppplötu fyrir plötuna Justified með Justin Timberlake sem þeir komu að. Í september sama ár tók Pharrell þátt í laginu Drop It Like It‘s Hot með Snoop Dogg en það lag var valið rapplag áratugarins í Billboard árið 2009. Pharrell gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2005, In My Mind. Ári síðar pródúseraði hann aðra plötu Clipse, Hell Hath No Fury, og sögðu flestir gagnrýnendur að það væri hans besta verk í mörg ár. Síðan þá hefur hann unnið með öllum fremstu popplistamönnum heims, þar á meðal Maroon 5, Frank Ocean, Madonnu og Shakiru. Árið 2010 samdi Pharrell tónlistina fyrir teiknimyndina Despicable Me og samdi til dæmis lagið Happy fyrir Despicable Me 2 sem var tilnefnt til Óskarsverðlaunanna í ár. Þá samdi Pharrell og pródúseraði tónlistina á 84. Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir tveimur árum með tónskáldinu Hans Zimmer. Síðasta ár var klárlega árið hans Pharrells sem kom að tveimur vinsælustu lögum ársins 2013, Get Lucky með Daft Punk og Blurred Lines með Robin Thicke. Hann var tilnefndur til sjö Grammy-verðlauna en lag Daft Punk var valin smáskífa ársins á hátíðinni og besta lag poppdúetts eða -hóps. Random Access Memories, plata Daft Punk, var valin plata ársins og besta dansplatan. Pharrell hefur einnig rutt sér til rúms í tískubransanum og stofnaði fatalínurnar Billionaire Boys Club og Ice Cream Footwear. Hann tók þátt í að hanna skartgripi og gleraugu fyrir Louis Vuitton árið 2008 og vann að húsgögnum með Galerie Emmanuel Perrotin og franska framleiðandanum Domeau & Pérès. Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nýjasta plata Pharrells Williams, G I R L, kom út í vikunni og þótt hann hafi verið viðloðandi tónlistarbransann í fjöldamörg ár þá er þetta aðeins hans önnur sólóplata. Tónlistarferill Pharrells hófst þegar hann hitti Chard Hugo í sumartónlistarbúðum á unglingsárunum. Þá spilaði Pharrell á hljómborð og trommur en Chard á tenórsaxófón. Þeir voru saman í lúðrasveit og stofnuðu sveitina The Neptunes með vinum sínum Shay Haley og Mike Etheridge á tíunda áratugnum. Þeir tóku þátt í hæfileikakeppni meðal miðskóla og voru uppgötvaðir af Grammy-verðlaunahafanum Teddy Riley sem bauð þeim samning strax við útskrift úr miðskóla. Chard og Pharrell náðu fljótt að skapa sér nafn sem pródúsentadúó og voru meðal annars með puttana í laginu Tonight‘s the Night af plötunni Blackstreet með samnefndri hljómsveit sem kom út árið 1994. Næstu þrjú árin komu þeir að ýmsum plötum en hljómurinn var frábrugðinn þeim sem The Neptunes átti síðar eftir að tileinka sér. Það var ekki fyrr en þeir prodúseruðu Superthug með N.O.R.E. árið 1998 að þeir fundu sína hillu. Ári síðan kynnti sameiginlegur vinur Pharrell fyrir tónlistarkonunni Kelis og unnu þau saman að fyrstu plötu hennar, Kaleidoscope.N.E.R.D gaf út plötuna In Search Of… árið 2001. Árið 2001 pródúseruðu The Neptunes Britney Spears-slagarann I‘m a Slave 4 U sem fór á toppinn á vinsældalistum víðs vegar um heiminn. Sama ár gaf N.E.R.D, sem samanstóð af Chard, Pharrell og Shay, út sína fyrstu plötu, In Search of…, í Evrópu þar sem plata Kelis hafði gengið vel þar. Þeir tóku plötuna upp aftur með rokksveitinni Spymob og gáfu hana út í Bandaríkjunum árið 2002. Sama ár pródúseruðu The Neptunes lagið Hot in Herre með Nelly og voru í kjölfarið valdir pródúsentar ársins á bæði Source-verðlaununum og Billboard-tónlistarverðlaununum. Ári síðar gáfu The Neptunes út plötuna The Neptunes Present… Clones sem fór í fyrsta sæti á Billboard 200-listanum í Bandaríkjunum. Nú var Pharrell á allra vörum og virtist allt sem hann gerði verða að gulli. The Neptunes unnu mikið með Jay-Z og pródúseruðu fjölmörg lög með honum, þar á meðal Frontin‘. Það lag var 34. stærsta lagið það árið samkvæmt Billboard og sýndi könnun í ágúst árið 2003 að lög sem voru pródúseruð af The Neptunes væru tuttugu prósent af öllum lögum sem spiluð voru í bresku útvarpi á þeim tíma. Útkoman var 43 prósent í Bandaríkjunum í sömu könnun. Önnur plata N.E.R.D, Fly or Die, kom út í mars árið 2004 og hlutu The Neptunes tvenn Grammy-verðlaun það árið, sem pródúsentar ársins og fyrir bestu poppplötu fyrir plötuna Justified með Justin Timberlake sem þeir komu að. Í september sama ár tók Pharrell þátt í laginu Drop It Like It‘s Hot með Snoop Dogg en það lag var valið rapplag áratugarins í Billboard árið 2009. Pharrell gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2005, In My Mind. Ári síðar pródúseraði hann aðra plötu Clipse, Hell Hath No Fury, og sögðu flestir gagnrýnendur að það væri hans besta verk í mörg ár. Síðan þá hefur hann unnið með öllum fremstu popplistamönnum heims, þar á meðal Maroon 5, Frank Ocean, Madonnu og Shakiru. Árið 2010 samdi Pharrell tónlistina fyrir teiknimyndina Despicable Me og samdi til dæmis lagið Happy fyrir Despicable Me 2 sem var tilnefnt til Óskarsverðlaunanna í ár. Þá samdi Pharrell og pródúseraði tónlistina á 84. Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir tveimur árum með tónskáldinu Hans Zimmer. Síðasta ár var klárlega árið hans Pharrells sem kom að tveimur vinsælustu lögum ársins 2013, Get Lucky með Daft Punk og Blurred Lines með Robin Thicke. Hann var tilnefndur til sjö Grammy-verðlauna en lag Daft Punk var valin smáskífa ársins á hátíðinni og besta lag poppdúetts eða -hóps. Random Access Memories, plata Daft Punk, var valin plata ársins og besta dansplatan. Pharrell hefur einnig rutt sér til rúms í tískubransanum og stofnaði fatalínurnar Billionaire Boys Club og Ice Cream Footwear. Hann tók þátt í að hanna skartgripi og gleraugu fyrir Louis Vuitton árið 2008 og vann að húsgögnum með Galerie Emmanuel Perrotin og franska framleiðandanum Domeau & Pérès.
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira