Hans ómöguleiki Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. mars 2014 07:00 Ómöguleiki = að vilja ekki standa við orð sín. Þar til fyrir skemmstu vissum við ekki að þetta orð væri til í málinu: „ómöguleiki“. Við héldum að í íslensku væri bara til orðið orðið „möguleiki“; fallegt orð og hlaðið jákvæðni, vísar á framtíðina og framtak okkar, vísar til alls þess sem er gerlegt, vísar á lausnir. Orðið „möguleiki“ opnar hugsunina og veruleikann. Það vísar okkur á víðátturnar – og eitt af því sem vekur með okkur ættjarðarást er rýmiskennd okkar; tilfinningin fyrir víðáttunum hér í öllu þessu flæmi innan um þetta fáa fólk. Land möguleikanna varð á einni svipstundu land ómöguleikans. Og samt eru hér óþrjótandi möguleikar – málin eru svo fjarri því að vera útrædd. „Ísland, þú ert sem órættur draumur“, sagði Hannes Hafstein í ljóðinu Landsýn – og reyndar skrifaði hann móður sinni líka: „Ég skal aldrei leggja minn skerf til að ala upp í Íslendingum þjóðernishrokann, montið yfir forfeðrunum og einangrunarheimskuna.“Möguleikarnir Órættur draumur. Land möguleikanna. Og möguleikarnir felast í tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru, hreinleika, víðáttu. Olnbogarými. Möguleikarnir felast í því að nýta gjafir landsins á hugkvæman og fallegan hátt; þeir felast í því að virkja mannauðinn í landinu, vit, þekkingu, menntun, hátækni og lágtækni en ekki fleiri skurðgröfur. Þeir felast í því að skapa víða um land góð samfélög þar sem lýðræði er haft í heiðri og fólk kemst að sameiginlegri niðurstöðu um æskilega skipan og kýs fulltrúa sína til að framfylgja þeim ákvörðunum. Meðal þess sem staðið hefur mannlífi fyrir þrifum víða um land er hvernig auður hefur safnast á fáar hendur svo að heilu byggðarlögin eiga allt sitt undir dyntum einstakra manna, sem líta á þau nánast sem furstadæmi sín og íbúana sem nokkurs konar þegna. Fjármagnsskortur hefur valdið erfiðleikum við að byggja innviði samfélaga: sómasamlega heilbrigðisþjónustu þar sem konur fá til dæmis að fæða börn sín í heimabyggð, sorphirðu og lágmarks mengunarvarnir, fjölbreytt atvinnulíf. Um þetta stendur baráttan meðal annars. Að fá bolmagn og olnbogarými til að láta órætta drauma rætast. Aðild að Evrópusambandinu opnar hinum dreifðu byggðum leið að alls konar sjóðum, vissulega, en ekki bara það, heldur líka leið að nýjum hugsunarhætti, þankagangi, fagmennsku, vinnubrögðum og samskiptum við stærra svæði en áður. Styrkir Evrópusambandsins til að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf í byggðum sem standa höllum fæti gera það að verkum að heimamenn víða um héruð eru ekki jafn upp á velvild útgerðarmannsins komnir og nú er: það er hugsanlega hægt að fara að stað með einhvern smáiðnað án þess að þurfa að rella í útgerðarmanninum að fjárfesta í því, og þurfa svo að kjósa, sitja og standa, eins og hann segir manni það sem eftir er.Ómöguleikarnir Eða kannski er þetta allt tómur ómöguleiki og kannski er Ísland ekki lengur órættur draumur. Kannski er langt síðan við hrukkum upp með andfælum. Við skulum vona ekki: þetta er eiginlega það fallegasta í íslenskri hugsun: að koma á einhvern stað og fara óðara að sjá fyrir sér alla möguleikana – þúsund hugmyndir hrannast upp, hver annarri vitlausari jafnvel eða snjallari, og svo er bara að láta hendur standa fram úr ermum, fylla þannig daga sína af þarfri athöfn, láta drauma rætast. Þessi sérstaka íslenska tilfinning fyrir rými sem vaknar af víðáttunni – þessi tröllatrú á að manni sé allt fært, sýni maður útsjónarsemi. Land möguleikanna. Það er óskemmtilegt hlutskipti fyrir ungan og vaskan stjórnmálamann eins og Bjarni Benediktsson virðist hafa alla burði til að geta orðið, að vera maðurinn sem innleiddi orðið „ómöguleiki“ í íslenska stjórnmálaumræðu. Þetta er hans „maybe I should have“, og mun fylgja honum, nema hann taki nú á honum stóra sínum og hætti að leggja eyrun við hvísli foringja læmingjadeildar Sjálfstæðisflokksins. Þessi ríkisstjórn ber þess merki að þar situr ungt og óreynt fólk og leggur eyrun við ráðum vondra ráðgjafa. Vanþekking er ekki endilega slæm, stafi hún einvörðungu af skorti á upplýsingum; verra er þegar hún er iðkuð og ræktuð af staðfestu. Margir brostu að því þegar Gunnari Braga utanríkisráðherra varð fótaskortur á tungunni í umræðum á alþingi við að reyna að bera fram nafnið á fyrrum sovétlýðveldi í Mið-Asíu, Kasakstan, og bætti svo um betur með því að tauta eitthvað um að þau væru öll eins, þessi rússnesku nöfn. Öllum getur orðið á, og kannski var gert alltof mikið úr þessu. Eiginlega er hitt öllu ískyggilegri tilhugsun: þegar Gunnar Bragi verður farinn að tala af innsæi og innlifun um Rússland og rússnesk málefni – orðinn fullnuma hjá hinni nýju helstu vinaþjóð Íslendinga. Það er órætt martröð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Ómöguleiki = að vilja ekki standa við orð sín. Þar til fyrir skemmstu vissum við ekki að þetta orð væri til í málinu: „ómöguleiki“. Við héldum að í íslensku væri bara til orðið orðið „möguleiki“; fallegt orð og hlaðið jákvæðni, vísar á framtíðina og framtak okkar, vísar til alls þess sem er gerlegt, vísar á lausnir. Orðið „möguleiki“ opnar hugsunina og veruleikann. Það vísar okkur á víðátturnar – og eitt af því sem vekur með okkur ættjarðarást er rýmiskennd okkar; tilfinningin fyrir víðáttunum hér í öllu þessu flæmi innan um þetta fáa fólk. Land möguleikanna varð á einni svipstundu land ómöguleikans. Og samt eru hér óþrjótandi möguleikar – málin eru svo fjarri því að vera útrædd. „Ísland, þú ert sem órættur draumur“, sagði Hannes Hafstein í ljóðinu Landsýn – og reyndar skrifaði hann móður sinni líka: „Ég skal aldrei leggja minn skerf til að ala upp í Íslendingum þjóðernishrokann, montið yfir forfeðrunum og einangrunarheimskuna.“Möguleikarnir Órættur draumur. Land möguleikanna. Og möguleikarnir felast í tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru, hreinleika, víðáttu. Olnbogarými. Möguleikarnir felast í því að nýta gjafir landsins á hugkvæman og fallegan hátt; þeir felast í því að virkja mannauðinn í landinu, vit, þekkingu, menntun, hátækni og lágtækni en ekki fleiri skurðgröfur. Þeir felast í því að skapa víða um land góð samfélög þar sem lýðræði er haft í heiðri og fólk kemst að sameiginlegri niðurstöðu um æskilega skipan og kýs fulltrúa sína til að framfylgja þeim ákvörðunum. Meðal þess sem staðið hefur mannlífi fyrir þrifum víða um land er hvernig auður hefur safnast á fáar hendur svo að heilu byggðarlögin eiga allt sitt undir dyntum einstakra manna, sem líta á þau nánast sem furstadæmi sín og íbúana sem nokkurs konar þegna. Fjármagnsskortur hefur valdið erfiðleikum við að byggja innviði samfélaga: sómasamlega heilbrigðisþjónustu þar sem konur fá til dæmis að fæða börn sín í heimabyggð, sorphirðu og lágmarks mengunarvarnir, fjölbreytt atvinnulíf. Um þetta stendur baráttan meðal annars. Að fá bolmagn og olnbogarými til að láta órætta drauma rætast. Aðild að Evrópusambandinu opnar hinum dreifðu byggðum leið að alls konar sjóðum, vissulega, en ekki bara það, heldur líka leið að nýjum hugsunarhætti, þankagangi, fagmennsku, vinnubrögðum og samskiptum við stærra svæði en áður. Styrkir Evrópusambandsins til að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf í byggðum sem standa höllum fæti gera það að verkum að heimamenn víða um héruð eru ekki jafn upp á velvild útgerðarmannsins komnir og nú er: það er hugsanlega hægt að fara að stað með einhvern smáiðnað án þess að þurfa að rella í útgerðarmanninum að fjárfesta í því, og þurfa svo að kjósa, sitja og standa, eins og hann segir manni það sem eftir er.Ómöguleikarnir Eða kannski er þetta allt tómur ómöguleiki og kannski er Ísland ekki lengur órættur draumur. Kannski er langt síðan við hrukkum upp með andfælum. Við skulum vona ekki: þetta er eiginlega það fallegasta í íslenskri hugsun: að koma á einhvern stað og fara óðara að sjá fyrir sér alla möguleikana – þúsund hugmyndir hrannast upp, hver annarri vitlausari jafnvel eða snjallari, og svo er bara að láta hendur standa fram úr ermum, fylla þannig daga sína af þarfri athöfn, láta drauma rætast. Þessi sérstaka íslenska tilfinning fyrir rými sem vaknar af víðáttunni – þessi tröllatrú á að manni sé allt fært, sýni maður útsjónarsemi. Land möguleikanna. Það er óskemmtilegt hlutskipti fyrir ungan og vaskan stjórnmálamann eins og Bjarni Benediktsson virðist hafa alla burði til að geta orðið, að vera maðurinn sem innleiddi orðið „ómöguleiki“ í íslenska stjórnmálaumræðu. Þetta er hans „maybe I should have“, og mun fylgja honum, nema hann taki nú á honum stóra sínum og hætti að leggja eyrun við hvísli foringja læmingjadeildar Sjálfstæðisflokksins. Þessi ríkisstjórn ber þess merki að þar situr ungt og óreynt fólk og leggur eyrun við ráðum vondra ráðgjafa. Vanþekking er ekki endilega slæm, stafi hún einvörðungu af skorti á upplýsingum; verra er þegar hún er iðkuð og ræktuð af staðfestu. Margir brostu að því þegar Gunnari Braga utanríkisráðherra varð fótaskortur á tungunni í umræðum á alþingi við að reyna að bera fram nafnið á fyrrum sovétlýðveldi í Mið-Asíu, Kasakstan, og bætti svo um betur með því að tauta eitthvað um að þau væru öll eins, þessi rússnesku nöfn. Öllum getur orðið á, og kannski var gert alltof mikið úr þessu. Eiginlega er hitt öllu ískyggilegri tilhugsun: þegar Gunnar Bragi verður farinn að tala af innsæi og innlifun um Rússland og rússnesk málefni – orðinn fullnuma hjá hinni nýju helstu vinaþjóð Íslendinga. Það er órætt martröð.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun