Hlaut ellefu Óskarsverðlaun af fjórtán Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2014 16:30 Titanic heillaði heiminn. Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu. Til dagsins í dag hefur myndin skilað 2,18 milljörðum dollara í kassann, rúmlega 245 milljörðum króna. Hún er önnur myndin til að þéna meira en tvo milljarða dollara á alþjóðavísu en fyrsta myndin sem náði því er Avatar. Titanic var leikstýrt, skrifuð, meðframleidd og að hluta til fjármögnuð af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og var tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Hún hlaut ellefu verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og James Cameron var valinn besti leikstjórinn. Kostnaður við gerð myndarinnar var hins vegar gífurlegur og fór hún langt fram úr fjárhagsáætlun. Að lokum kostaði gerð hennar tvö hundruð milljónir dollara, rúmlega 22 milljarða króna. Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu Fox höfðu áhyggjur af þessu og stungu upp á því við James Cameron að klukkutími úr þessari þriggja tíma mynd yrði klipptur út. James þverneitaði og sagði: „Viljið þið klippa myndina mína? Þá þurfið þið að reka mig! Viljið þið reka mig? Þá verðið þið að drepa mig!“ Þeir hjá Fox vildu ekki byrja upp á nýtt og sjá eflaust ekki eftir því í dag. Óskarinn Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Á þessum degi árið 1998 varð kvikmyndin Titanic fyrsta kvikmynd í sögunni til að skila meira en milljarði dollara, tæplega 113 milljörðum króna, í miðasölu á alþjóðavísu. Til dagsins í dag hefur myndin skilað 2,18 milljörðum dollara í kassann, rúmlega 245 milljörðum króna. Hún er önnur myndin til að þéna meira en tvo milljarða dollara á alþjóðavísu en fyrsta myndin sem náði því er Avatar. Titanic var leikstýrt, skrifuð, meðframleidd og að hluta til fjármögnuð af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Myndin hlaut einróma lof gagnrýnenda á sínum tíma og var tilnefnd til fjórtán Óskarsverðlauna. Hún hlaut ellefu verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og James Cameron var valinn besti leikstjórinn. Kostnaður við gerð myndarinnar var hins vegar gífurlegur og fór hún langt fram úr fjárhagsáætlun. Að lokum kostaði gerð hennar tvö hundruð milljónir dollara, rúmlega 22 milljarða króna. Yfirmenn hjá kvikmyndaverinu Fox höfðu áhyggjur af þessu og stungu upp á því við James Cameron að klukkutími úr þessari þriggja tíma mynd yrði klipptur út. James þverneitaði og sagði: „Viljið þið klippa myndina mína? Þá þurfið þið að reka mig! Viljið þið reka mig? Þá verðið þið að drepa mig!“ Þeir hjá Fox vildu ekki byrja upp á nýtt og sjá eflaust ekki eftir því í dag.
Óskarinn Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira