Litla lambið Viktor Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Börn eru fórnarlömb, einstæðir feður eru fórnarlömb, neytendur eru fórnarlömb, sjúklingar eru fórnarlömb, listamenn eru fórnarlömb, samkynhneigðir eru fórnarlömb, útgerðarmenn eru fórnarlömb, lántakendur eru fórnarlömb, fósturforeldrar eru fórnarlömb, konur eru fórnarlömb, gagnrýnendur eru fórnarlömb, hælisleitendur eru fórnarlömb, bændur eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb. Til umfjöllunar eru fórnarlömb dómskerfisins, fórnarlömb læknamistaka, fórnarlömb pýramídasvika, fórnarlömb kynferðisbrota, fórnarlömb menntakerfisins, fórnarlömb klámvæðingar, fórnarlömb alþjóðavæðingar, fórnarlömb þöggunar, fórnarlömb kirkjunnar, fórnarlömb vaxtastefnunnar, fórnarlömb mansals, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb eineltis. En hver kemur fyrir leitið, akandi löturhægt á gljáfægðum kagga, til móts við rísandi sól með rúðuna dregna niður? Er þetta lítið lamb sem rúntar um hverfi borgarinnar, með Sjostakovítsj í græjunum og svalafernu í hægri klaufinni? Lambið virðir fyrir sér vígvöllinn, valkestina, örvæntinguna. Það rýkur úr rústunum og fórnarlömbin engjast um í sárum; sárþjáð andlit þeirra speglast á sólgleraugum lambsins sem fær sér svalasopa og jarmar hlutlausu jarmi. Í heimi fórnarlamba tók þetta lamb að sér að vera sigurvegari. Það fékk ekki margt upp í hendurnar, þótti aldrei neitt afburðalamb. Í raun má segja að það hafi lent í því að verða sigurvegari og hefur liðið fyrir það. Það reyndi eitt sinn að kveikja í sér en ull þess er steinull. Og því spyr ég ykkur: Er þetta lamb ekki bara fórnarlamb eins og allir aðrir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Börn eru fórnarlömb, einstæðir feður eru fórnarlömb, neytendur eru fórnarlömb, sjúklingar eru fórnarlömb, listamenn eru fórnarlömb, samkynhneigðir eru fórnarlömb, útgerðarmenn eru fórnarlömb, lántakendur eru fórnarlömb, fósturforeldrar eru fórnarlömb, konur eru fórnarlömb, gagnrýnendur eru fórnarlömb, hælisleitendur eru fórnarlömb, bændur eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb, börn eru fórnarlömb. Til umfjöllunar eru fórnarlömb dómskerfisins, fórnarlömb læknamistaka, fórnarlömb pýramídasvika, fórnarlömb kynferðisbrota, fórnarlömb menntakerfisins, fórnarlömb klámvæðingar, fórnarlömb alþjóðavæðingar, fórnarlömb þöggunar, fórnarlömb kirkjunnar, fórnarlömb vaxtastefnunnar, fórnarlömb mansals, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, fórnarlömb eineltis. En hver kemur fyrir leitið, akandi löturhægt á gljáfægðum kagga, til móts við rísandi sól með rúðuna dregna niður? Er þetta lítið lamb sem rúntar um hverfi borgarinnar, með Sjostakovítsj í græjunum og svalafernu í hægri klaufinni? Lambið virðir fyrir sér vígvöllinn, valkestina, örvæntinguna. Það rýkur úr rústunum og fórnarlömbin engjast um í sárum; sárþjáð andlit þeirra speglast á sólgleraugum lambsins sem fær sér svalasopa og jarmar hlutlausu jarmi. Í heimi fórnarlamba tók þetta lamb að sér að vera sigurvegari. Það fékk ekki margt upp í hendurnar, þótti aldrei neitt afburðalamb. Í raun má segja að það hafi lent í því að verða sigurvegari og hefur liðið fyrir það. Það reyndi eitt sinn að kveikja í sér en ull þess er steinull. Og því spyr ég ykkur: Er þetta lamb ekki bara fórnarlamb eins og allir aðrir?
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun