Matarbloggari með uppskrift af indverskri vetrarsúpa Marín Manda skrifar 21. febrúar 2014 17:00 Tinna Björg Friðþórsdóttir, matarbloggari Tinna Björg Friðþórsdóttir heldur úti blogginu tinnbjorg.com. Matar- og kökugerð eiga hug hennar allan þegar hún er ekki að læra lögfræði í HR. Á blogginu sínu deilir hún ýmsum húsráðum ásamt matar- og kökuuppskriftum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Hér deilir hún uppskrift að indverskri vetrarsúpu og grófum speltbollum. Uppskrift 1 1/2 rauðlaukur 3 hvítlauksrif olía 1 lítil sæt kartafla 4 gulrætur 5 msk. milt karrýmauk 2 tsk. karrý 4 msk. tómatpúrra 1 1/2 dl kókosflögur 1 dós kókosmjólk 700-800 ml vatn grænmetiskraftur salt svartur pipar Tinna Björg Friðþórsdóttir Aðferð Skerið rauðlauk í bita og steikið í stórum potti með olíu ásamt pressuðum hvítlauk í 5 mínútur eða þar til rauðlaukurinn verður mjúkur. Afhýðið og skerið sæta kartöflu og gulrætur í teninga. Bætið teningunum í pottinn og steikið áfram í nokkrar mínútur. Hrærið karrýmauki, karrýi og tómatpúrru saman við grænmetið ásamt kókosflögum. Hellið kókosmjólk og vatni í pottinn og hitið að suðu. Smakkið súpuna til með grænmetiskrafti, salti og svörtum pipar og látið krauma við vægan hita í 45 mínútur. Takið að lokum pottinn af hellunni og maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Magnið af grænmetiskrafti fer eftir tegund því hann er misjafnlega saltur. Þess vegna hef ég þá þumalputtareglu að setja alltaf kraftinn fyrst og svo saltið. Tinna Björg Friðþórsdóttir Grófar speltbollur 5 dl gróft spelt 1 dl fimm korna fræblanda 1 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk. sjávarsalt 2 dl ABmjólk 1 1/2-2 dl heitt vatn Aðferð Blandið spelti, fræblöndu, lyftidufti og sjávarsalti saman í skál og hrærið ABmjólk og vatni saman við. Mótið í hæfilega stórar bollur og sáldrið fræjum yfir. Bakið við 200°C í 20-25 mínútur. Deigið á að vera blautt og klístrað þegar bollurnar eru mótaðar. Í staðinn fyrir að dreifa úr speltbollunum á bökunarplötunni baka ég þær saman í klasa, þannig haldast þær mýkri. Þegar ég á ekki til ABmjólk hef ég stundum í hallæri notað hreint skyr eða gríska jógúrt hrista saman við smá mjólk. Brauð Súpur Uppskriftir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Tinna Björg Friðþórsdóttir heldur úti blogginu tinnbjorg.com. Matar- og kökugerð eiga hug hennar allan þegar hún er ekki að læra lögfræði í HR. Á blogginu sínu deilir hún ýmsum húsráðum ásamt matar- og kökuuppskriftum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Hér deilir hún uppskrift að indverskri vetrarsúpu og grófum speltbollum. Uppskrift 1 1/2 rauðlaukur 3 hvítlauksrif olía 1 lítil sæt kartafla 4 gulrætur 5 msk. milt karrýmauk 2 tsk. karrý 4 msk. tómatpúrra 1 1/2 dl kókosflögur 1 dós kókosmjólk 700-800 ml vatn grænmetiskraftur salt svartur pipar Tinna Björg Friðþórsdóttir Aðferð Skerið rauðlauk í bita og steikið í stórum potti með olíu ásamt pressuðum hvítlauk í 5 mínútur eða þar til rauðlaukurinn verður mjúkur. Afhýðið og skerið sæta kartöflu og gulrætur í teninga. Bætið teningunum í pottinn og steikið áfram í nokkrar mínútur. Hrærið karrýmauki, karrýi og tómatpúrru saman við grænmetið ásamt kókosflögum. Hellið kókosmjólk og vatni í pottinn og hitið að suðu. Smakkið súpuna til með grænmetiskrafti, salti og svörtum pipar og látið krauma við vægan hita í 45 mínútur. Takið að lokum pottinn af hellunni og maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Magnið af grænmetiskrafti fer eftir tegund því hann er misjafnlega saltur. Þess vegna hef ég þá þumalputtareglu að setja alltaf kraftinn fyrst og svo saltið. Tinna Björg Friðþórsdóttir Grófar speltbollur 5 dl gróft spelt 1 dl fimm korna fræblanda 1 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk. sjávarsalt 2 dl ABmjólk 1 1/2-2 dl heitt vatn Aðferð Blandið spelti, fræblöndu, lyftidufti og sjávarsalti saman í skál og hrærið ABmjólk og vatni saman við. Mótið í hæfilega stórar bollur og sáldrið fræjum yfir. Bakið við 200°C í 20-25 mínútur. Deigið á að vera blautt og klístrað þegar bollurnar eru mótaðar. Í staðinn fyrir að dreifa úr speltbollunum á bökunarplötunni baka ég þær saman í klasa, þannig haldast þær mýkri. Þegar ég á ekki til ABmjólk hef ég stundum í hallæri notað hreint skyr eða gríska jógúrt hrista saman við smá mjólk.
Brauð Súpur Uppskriftir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist