„Von Trier er hættulegur“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 22:30 Mikið hefur verið gert úr markaðssetningu myndarinnar og hefur plakatið vakið talsverða athygli. Á því eru myndir af leikurum myndarinnar að fá fullnægingu. Nymphomaniac: Part I, nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, er frumsýnd á Íslandi á föstudag. Myndin er fyrri hluti síðustu myndarinnar í þríleik leikstjórans um þunglyndi en seinni hlutinn verður frumsýndur 14. mars. Kvikmyndin segir frá erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg. Myndin þykir vera afar gróf og var ný tækni notuð til að taka upp grófustu kynlífsatriðin. Leikarar myndarinnar voru teknir upp þar sem þeir þóttust stunda kynlíf og svo voru sömu atriði tekin upp aftur þar sem um alvöru kynlíf var að ræða með klámmyndastjörnum. Andlit leikaranna voru síðan skeytt saman við líkama klámmyndaleikaranna. Myndin var tekin upp frá 28. ágúst til 9. nóvember árið 2012 í Þýskalandi og Belgíu. Búið er að búa til tvær útgáfur af báðum hlutum myndarinnar en önnur útgáfan er talsvert grófari en hin. Shia LaBeouf, einn af aðalleikurunum, segir myndina vera það sem hún er. „Myndin er það sem þú heldur að hún sé. Þetta er Lars von Trier að búa til mynd um viðfangsefni sitt. Það er til dæmis klausa í haus handritsins þar sem stendur að við ætlum að gera allt alvöru. Að allt sem sé ólöglegt verði blörrað. Von Trier er hættulegur. Hann hræðir mig. Og núna ætla ég bara að vinna þegar ég er skíthræddur,“ lét Shia hafa eftir sér í ágúst árið 2012. Auk Shia eru það Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Uma Thurman og Christian Slater sem fara með aðalhlutverkin. Myndin er sýnd samtímis í Háskólabíói, Borgarbíói á Akureyri og á VOD-leigu Vodafone og á SkjáBíói. Nymphomaniac appetizer - Chapter 5: The Little Organ School from Zentropa on Vimeo. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nymphomaniac: Part I, nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, er frumsýnd á Íslandi á föstudag. Myndin er fyrri hluti síðustu myndarinnar í þríleik leikstjórans um þunglyndi en seinni hlutinn verður frumsýndur 14. mars. Kvikmyndin segir frá erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg. Myndin þykir vera afar gróf og var ný tækni notuð til að taka upp grófustu kynlífsatriðin. Leikarar myndarinnar voru teknir upp þar sem þeir þóttust stunda kynlíf og svo voru sömu atriði tekin upp aftur þar sem um alvöru kynlíf var að ræða með klámmyndastjörnum. Andlit leikaranna voru síðan skeytt saman við líkama klámmyndaleikaranna. Myndin var tekin upp frá 28. ágúst til 9. nóvember árið 2012 í Þýskalandi og Belgíu. Búið er að búa til tvær útgáfur af báðum hlutum myndarinnar en önnur útgáfan er talsvert grófari en hin. Shia LaBeouf, einn af aðalleikurunum, segir myndina vera það sem hún er. „Myndin er það sem þú heldur að hún sé. Þetta er Lars von Trier að búa til mynd um viðfangsefni sitt. Það er til dæmis klausa í haus handritsins þar sem stendur að við ætlum að gera allt alvöru. Að allt sem sé ólöglegt verði blörrað. Von Trier er hættulegur. Hann hræðir mig. Og núna ætla ég bara að vinna þegar ég er skíthræddur,“ lét Shia hafa eftir sér í ágúst árið 2012. Auk Shia eru það Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Uma Thurman og Christian Slater sem fara með aðalhlutverkin. Myndin er sýnd samtímis í Háskólabíói, Borgarbíói á Akureyri og á VOD-leigu Vodafone og á SkjáBíói. Nymphomaniac appetizer - Chapter 5: The Little Organ School from Zentropa on Vimeo.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira