Úr poppinu í djassskotinn fönkbræðing Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2014 10:00 Birgir Nielsen vinnur nú hörðum höndum að gerð sinnar fyrstu sólóplötu. fréttablaðið/vilhelm „Maður er á nettu egóflippi þegar maður er að gera þetta, maður fær ákveðið kikk út úr því að ráða öllu,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Nielsen sem vinnur nú hörðum höndum að gerð sólóplötu sem er væntanleg til útgáfu í vor. Birgir, sem fagnaði fertugsafmæli sínu síðastliðinn þriðjudag, hefur gert garðinn frægan með mörgum af þekktustu hljómsveitum landsins, á borð við Land og syni, Vini vors og blóma og Klaufana, ásamt fleirum. „Mín músíkstefna hefur ekki átt heima í þeim böndum sem ég hef verið í. Þetta er svona fönkkenndur djass en ég hef mest verið í popp- og rokkböndum,“ útskýrir Birgir en efni sólóplötunnar spannar nokkur ár aftur í tímann og er allt eftir hann sjálfan. Hann fær marga af fremstu hljóðfæraleikurum landsins til þess að leika inn á plötuna. „Ég er með marga frábæra leikmenn með mér, Tommi Tomm, Jói Ásmunds og Frissi Sturlu spila til dæmis bassa inn á plötuna þannig að þetta ætti að sitja nokkuð vel. Einnig leika inn á plötuna Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Steinar Sigurðarson saxófónleikari og Snorri Sigurðarson trompetleikari, sem aðstoðar mig einnig við útsetningar,“ segir Birgir léttur í bragði, og bætir við að platan sé ekki trommusóló út í gegn. Mikið er lagt upp úr góðum hljómi og var því Addi 800, vinur Birgis til margra ára, fenginn til þess að annast hljóðblöndun. Birgir flutti til Vestmannaeyja fyrir fimm árum eftir að hafa búið í höfuðborginni alla sína ævi. „Vestmannaeyjar hafa verið mér góð hvatning, hér hef ég fundið mér tíma til að semja og taka upp. Það er auðvitað draumur allra tónlistarmanna að semja sjálfir og koma efni frá sér,“ segir Birgir sem hefur fengið góða hvatningu frá kollegum sínum í bransanum. Hann hefur á undanförnum árum fært sig upp á skaftið í lagasmíðum og samdi til að mynda tónlistina við myndina Uppgjör við eldgos, sem kom út í fyrra en þá voru fjörutíu ár frá goslokum í Vestmannaeyjum. Birgir stefnir á að platan verði fullkláruð með vorinu. „Ég stefni á útgáfu í maímánuði og þá verða einnig útgáfutónleikar í Eyjum og uppi á landi.“ Fyrir utan sólóplötuna hefur Birgir í nógu að snúast. „Það eru Skonrokktónleikar á næstunni þar sem við tökum fyrir eitísglysrokkið. Þá er ég að fara til Óslóar um næstu helgina að spila með Vinum vors og blóma,“ útskýrir Birgir sem lék um liðna helgi á aldarafmælistónleikum Ása í Bæ í Hörpu. Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Maður er á nettu egóflippi þegar maður er að gera þetta, maður fær ákveðið kikk út úr því að ráða öllu,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Nielsen sem vinnur nú hörðum höndum að gerð sólóplötu sem er væntanleg til útgáfu í vor. Birgir, sem fagnaði fertugsafmæli sínu síðastliðinn þriðjudag, hefur gert garðinn frægan með mörgum af þekktustu hljómsveitum landsins, á borð við Land og syni, Vini vors og blóma og Klaufana, ásamt fleirum. „Mín músíkstefna hefur ekki átt heima í þeim böndum sem ég hef verið í. Þetta er svona fönkkenndur djass en ég hef mest verið í popp- og rokkböndum,“ útskýrir Birgir en efni sólóplötunnar spannar nokkur ár aftur í tímann og er allt eftir hann sjálfan. Hann fær marga af fremstu hljóðfæraleikurum landsins til þess að leika inn á plötuna. „Ég er með marga frábæra leikmenn með mér, Tommi Tomm, Jói Ásmunds og Frissi Sturlu spila til dæmis bassa inn á plötuna þannig að þetta ætti að sitja nokkuð vel. Einnig leika inn á plötuna Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Steinar Sigurðarson saxófónleikari og Snorri Sigurðarson trompetleikari, sem aðstoðar mig einnig við útsetningar,“ segir Birgir léttur í bragði, og bætir við að platan sé ekki trommusóló út í gegn. Mikið er lagt upp úr góðum hljómi og var því Addi 800, vinur Birgis til margra ára, fenginn til þess að annast hljóðblöndun. Birgir flutti til Vestmannaeyja fyrir fimm árum eftir að hafa búið í höfuðborginni alla sína ævi. „Vestmannaeyjar hafa verið mér góð hvatning, hér hef ég fundið mér tíma til að semja og taka upp. Það er auðvitað draumur allra tónlistarmanna að semja sjálfir og koma efni frá sér,“ segir Birgir sem hefur fengið góða hvatningu frá kollegum sínum í bransanum. Hann hefur á undanförnum árum fært sig upp á skaftið í lagasmíðum og samdi til að mynda tónlistina við myndina Uppgjör við eldgos, sem kom út í fyrra en þá voru fjörutíu ár frá goslokum í Vestmannaeyjum. Birgir stefnir á að platan verði fullkláruð með vorinu. „Ég stefni á útgáfu í maímánuði og þá verða einnig útgáfutónleikar í Eyjum og uppi á landi.“ Fyrir utan sólóplötuna hefur Birgir í nógu að snúast. „Það eru Skonrokktónleikar á næstunni þar sem við tökum fyrir eitísglysrokkið. Þá er ég að fara til Óslóar um næstu helgina að spila með Vinum vors og blóma,“ útskýrir Birgir sem lék um liðna helgi á aldarafmælistónleikum Ása í Bæ í Hörpu.
Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira