Biður Bjögga um að syngja Afgan Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2014 08:30 Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens hafa bætt við aukatónleikum. mynd/gassi „Ég væri til í að Bjöggi tæki lagið Afgan og hver veit nema hann taki fyrri hluta lagsins og svo komi ég inn eftir sóló,“ segir Bubbi Morthens sem kemur fram á tónleikum ásamt Björgvini Halldórssyni í apríl. Miðar á tónleikana seldust upp á þremur klukkustundum og hefur því verið bætt við aukatónleikum 4. apríl. Þessi tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu hafa ýjað að því að þeir muni taka lög hvor annars. „Mig langar mikið til þess að syngja lögin Skýið og Riddari götunnar,“ segir Bubbi spurður út í hvaða lög hann vilji helst taka. Þeir félagar eru nú á leið í æfingabúðir fyrir tónleikana. „Þetta er bara eins og þegar Rocky fór í æfingabúðirnar til Síberu. Við þurfum að gera okkur klára fyrir tónleikana,“ segir Bubbi kátur. Hann segist vera ákaflega þakklátur fyrir viðtökurnar. „Þetta kemur gleðilega á óvart því það er ekkert fyrirséð. Það er mikið af tónleikum fram undan á Íslandi og við vitum það báðir að það er ekkert gefins í þessu,“ útskýrir Bubbi. Spurður út í nýtt efni frá þeim félögum, segist Bubbi ætla heimsækja Björgvin í Hljóðrita næstu daga. „Ég tek gítarinn með mér og er pottþéttur á að við búum til eitthvað saman og vonandi kántrí-slagara.“ Miðar á aukatónleikana sem fram fara 4. apríl eru farnir í sölu á midi.is. Enn er óráðið hvort fleiri tónleikum verði bætt við ef uppselt verður á aukatónleikana. Tónlist Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég væri til í að Bjöggi tæki lagið Afgan og hver veit nema hann taki fyrri hluta lagsins og svo komi ég inn eftir sóló,“ segir Bubbi Morthens sem kemur fram á tónleikum ásamt Björgvini Halldórssyni í apríl. Miðar á tónleikana seldust upp á þremur klukkustundum og hefur því verið bætt við aukatónleikum 4. apríl. Þessi tvö af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu hafa ýjað að því að þeir muni taka lög hvor annars. „Mig langar mikið til þess að syngja lögin Skýið og Riddari götunnar,“ segir Bubbi spurður út í hvaða lög hann vilji helst taka. Þeir félagar eru nú á leið í æfingabúðir fyrir tónleikana. „Þetta er bara eins og þegar Rocky fór í æfingabúðirnar til Síberu. Við þurfum að gera okkur klára fyrir tónleikana,“ segir Bubbi kátur. Hann segist vera ákaflega þakklátur fyrir viðtökurnar. „Þetta kemur gleðilega á óvart því það er ekkert fyrirséð. Það er mikið af tónleikum fram undan á Íslandi og við vitum það báðir að það er ekkert gefins í þessu,“ útskýrir Bubbi. Spurður út í nýtt efni frá þeim félögum, segist Bubbi ætla heimsækja Björgvin í Hljóðrita næstu daga. „Ég tek gítarinn með mér og er pottþéttur á að við búum til eitthvað saman og vonandi kántrí-slagara.“ Miðar á aukatónleikana sem fram fara 4. apríl eru farnir í sölu á midi.is. Enn er óráðið hvort fleiri tónleikum verði bætt við ef uppselt verður á aukatónleikana.
Tónlist Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira