Hver kærir sig um frelsi? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 11:00 „Systkinin þrjú eru leikin af Hirti Jóhanni Jónssyni, Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Arnmundi Ernst B. Björnssyni sem öll glansa í hlutverkunum.“ Vísir/GVA Leiklist: Bláskjár Óskabörn ógæfunnar í samstarfi við Borgarleikhúsið Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Pétur Ármannsson Lýsing og hljóð: Garðar Borgþórsson Tónlist: Högni Egilsson Þegar gengið var inn í litla sal Borgarleikhússins á frumsýningu Bláskjás eftir Tyrfing Tyrfingsson varð strax ljóst að verið var að bjóða áhorfendum inn í lokaðan heim. Á sviðinu sátu systkinin Valter og Ella algjörlega upptekin af eigin dútli enda hafa þau ekki stigið fæti út fyrir kjallaraíbúðina sem sviðið á að fyrirstilla í heil sjö ár. Þau hafa búið sér til tveggja manna heim sem með aðstoð tækninnar býður upp á allt sem þau þurfa, nema raunveruleika og samskipti við annað fólk. Fljótlega eftir að sýningin hefst kemur í ljós að ástæða þessarar innilokunar er kúgarinn faðir þeirra, landsfrægur stjórnmálamaður sem býr á efri hæðum hússins með uppáhaldinu sínu honum Eiríki. Nú er faðirinn látinn og Eiríkur kemur í kjallarann til að reyna að fá systkini sín með sér í jarðarförina. Upphefst þá mikill leikur katta að mús, mús sem heldur reyndar að hún sé kötturinn í leiknum. Samskipti þeirra systkinanna eru í senn sprenghlægileg og sorglegri en tárum taki. Einlægni og hreinskilni eru ekki til í þeirra orðaforða og þrátt fyrir að tæpt sé á ýmsum skelfilegum leyndarmálum er ekkert rætt, ekki tekið á neinu. Þau flýja í sögur, leiki og drauma og undir og yfir og allt um kring svífur minnið úr sögunni um Bláskjá, bláeyga greifasoninn sem sígaunarnir rændu og lokuðu inni í myrkum helli. Spurningin hér er þó kannski fyrst og fremst hver kúgar hvern og hver er innilokaður. Viljum við nokkuð frelsi þegar allt kemur til alls? Og hver vill í rauninni bera ábyrgð á eigin lífi og gjörðum? Sýningin er feikilega lífleg, hröð og skemmtileg, tónlistin leikur stórt hlutverk og sögurnar sem gripið er í til að flýja óþægilegan veruleika eru hver annarri fyndnari þótt alltaf sé stutt í helsáran undirtóninn. Tyrfingur sannar hér það sem leikhúsáhugafólk var sterklega farið að gruna að hann er frjór og frumlegur höfundur sem kann að nýta leikhúsið og öll trix þess út í æsar. Systkinin þrjú eru leikin af Hirti Jóhanni Jónssyni, Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Arnmundi Ernst B. Björnssyni sem öll glansa í hlutverkunum og hafa hið hárfína jafnvægi milli gríns og tragedíu fullkomlega á valdi sínu. Að hinum tveimur ólöstuðum er það þó Hjörtur Jóhann sem stelur senunni og bókstaflega fer á kostum í hlutverki hins brjóstumkennanlega Valters. Leikmynd Brynju Björnsdóttur er einföld og stílhrein og tilfinningin fyrir innilokuninni kemst vel til skila. Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri hefur valið þá leið að láta sýninguna virka eins og kabarettsjóv sem kemur virkilega vel út og harmónerar vel við texta Tyrfings. Tónlist Högna Egilssonar er svo punkturinn yfir i-ið, en allt hjálpast þetta að við að gera sýninguna að sterkri og áhrifamikilli upplifun.Niðurstaða: Bráðskemmtileg og sterk sýning þar sem leikarar fara á kostum í vel skrifuðu verki. Gagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Bláskjár Óskabörn ógæfunnar í samstarfi við Borgarleikhúsið Höfundur: Tyrfingur Tyrfingsson Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Pétur Ármannsson Lýsing og hljóð: Garðar Borgþórsson Tónlist: Högni Egilsson Þegar gengið var inn í litla sal Borgarleikhússins á frumsýningu Bláskjás eftir Tyrfing Tyrfingsson varð strax ljóst að verið var að bjóða áhorfendum inn í lokaðan heim. Á sviðinu sátu systkinin Valter og Ella algjörlega upptekin af eigin dútli enda hafa þau ekki stigið fæti út fyrir kjallaraíbúðina sem sviðið á að fyrirstilla í heil sjö ár. Þau hafa búið sér til tveggja manna heim sem með aðstoð tækninnar býður upp á allt sem þau þurfa, nema raunveruleika og samskipti við annað fólk. Fljótlega eftir að sýningin hefst kemur í ljós að ástæða þessarar innilokunar er kúgarinn faðir þeirra, landsfrægur stjórnmálamaður sem býr á efri hæðum hússins með uppáhaldinu sínu honum Eiríki. Nú er faðirinn látinn og Eiríkur kemur í kjallarann til að reyna að fá systkini sín með sér í jarðarförina. Upphefst þá mikill leikur katta að mús, mús sem heldur reyndar að hún sé kötturinn í leiknum. Samskipti þeirra systkinanna eru í senn sprenghlægileg og sorglegri en tárum taki. Einlægni og hreinskilni eru ekki til í þeirra orðaforða og þrátt fyrir að tæpt sé á ýmsum skelfilegum leyndarmálum er ekkert rætt, ekki tekið á neinu. Þau flýja í sögur, leiki og drauma og undir og yfir og allt um kring svífur minnið úr sögunni um Bláskjá, bláeyga greifasoninn sem sígaunarnir rændu og lokuðu inni í myrkum helli. Spurningin hér er þó kannski fyrst og fremst hver kúgar hvern og hver er innilokaður. Viljum við nokkuð frelsi þegar allt kemur til alls? Og hver vill í rauninni bera ábyrgð á eigin lífi og gjörðum? Sýningin er feikilega lífleg, hröð og skemmtileg, tónlistin leikur stórt hlutverk og sögurnar sem gripið er í til að flýja óþægilegan veruleika eru hver annarri fyndnari þótt alltaf sé stutt í helsáran undirtóninn. Tyrfingur sannar hér það sem leikhúsáhugafólk var sterklega farið að gruna að hann er frjór og frumlegur höfundur sem kann að nýta leikhúsið og öll trix þess út í æsar. Systkinin þrjú eru leikin af Hirti Jóhanni Jónssyni, Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Arnmundi Ernst B. Björnssyni sem öll glansa í hlutverkunum og hafa hið hárfína jafnvægi milli gríns og tragedíu fullkomlega á valdi sínu. Að hinum tveimur ólöstuðum er það þó Hjörtur Jóhann sem stelur senunni og bókstaflega fer á kostum í hlutverki hins brjóstumkennanlega Valters. Leikmynd Brynju Björnsdóttur er einföld og stílhrein og tilfinningin fyrir innilokuninni kemst vel til skila. Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri hefur valið þá leið að láta sýninguna virka eins og kabarettsjóv sem kemur virkilega vel út og harmónerar vel við texta Tyrfings. Tónlist Högna Egilssonar er svo punkturinn yfir i-ið, en allt hjálpast þetta að við að gera sýninguna að sterkri og áhrifamikilli upplifun.Niðurstaða: Bráðskemmtileg og sterk sýning þar sem leikarar fara á kostum í vel skrifuðu verki.
Gagnrýni Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira