Mótmælt í kokteilboði Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 07:00 Í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi hefur umræðan lítið snúist um keppendur eða íþróttir heldur aðallega um gróf mannréttindabrot Rússa gagnvart samkynhneigðum. Þetta vakti upp spurningar um hvort það væri siðferðislega rangt að ráðamenn annarra landa sæktu leikana og hvort þeir ættu kannski heldur að sitja heima og mótmæla þannig ástandinu í gestgjafalandinu. Margir erlendir þjóðhöfðingjar svöruðu þessu játandi og ætla ekki að mæta til þess að sýna samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi að hálfu stjórnvalda í Rússlandi. Okkar ráðamenn létu þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. Forsetinn og frú eru mætt út, ásamt ráðherra íþróttamála og íþróttaforystunni eins og hún leggur sig. Varnir Illuga Gunnarssonar, íþróttamálaráðherra, hafa snúið að því að ekki eigi að blanda saman pólitík og ólympíuandanum en að hann muni koma á framfæri athugasemdum um stöðu mannréttindamála í Rússlandi gefist möguleiki á því. Það sem er athugavert við þessa afstöðu er að með því að mæta, sem ráðherra, á leikana, er verið að blanda saman pólitík og ólympíuleikunum. Það er óhjákvæmilegt. Illugi er ekki að fara á leikana sem yfirlýstur áhugamaður um krullu heldur sem íþróttamálaráðherra Íslands. Síðan eru fullyrðingar ráðherrans um að hann muni koma á framfæri athugasemdum um mannréttindamál ef möguleiki gefst kunnulegur spuni frá forseta lýðveldisins sem notar þetta óspart þegar hann er spurður hvort vinátta hans og kínverska ráðamanna sé tilhlýðleg m.t.t. grófra mannréttindabrota í Kína. Heldur einhver að Illugi muni standa upp í einhverju fínu kokteilboði og fara að lesa gestgjöfum pistilinn um mannréttindamál? Einhver? Aðrar þjóðir fóru þá ábyrgu leið að mótmæla í verki mannréttindabrotum rússneskra yfirvalda. Ísland fór þá leið að vera eins og meðvirkur aðstandandi alkóhólista; mætti kátur í veisluna og lætur eins og gestgjafinn sé ekki á herðablöðunum að berja eiginkonuna. Þorir náttúrulega ekki að segja neitt til að styggja gestgjafann heldur snýr blinda auganu að honum og reynir bara að skemmta sér. Allt mjög heilbrigt. Vonandi ná þau að skemmta sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í Rússlandi hefur umræðan lítið snúist um keppendur eða íþróttir heldur aðallega um gróf mannréttindabrot Rússa gagnvart samkynhneigðum. Þetta vakti upp spurningar um hvort það væri siðferðislega rangt að ráðamenn annarra landa sæktu leikana og hvort þeir ættu kannski heldur að sitja heima og mótmæla þannig ástandinu í gestgjafalandinu. Margir erlendir þjóðhöfðingjar svöruðu þessu játandi og ætla ekki að mæta til þess að sýna samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi að hálfu stjórnvalda í Rússlandi. Okkar ráðamenn létu þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. Forsetinn og frú eru mætt út, ásamt ráðherra íþróttamála og íþróttaforystunni eins og hún leggur sig. Varnir Illuga Gunnarssonar, íþróttamálaráðherra, hafa snúið að því að ekki eigi að blanda saman pólitík og ólympíuandanum en að hann muni koma á framfæri athugasemdum um stöðu mannréttindamála í Rússlandi gefist möguleiki á því. Það sem er athugavert við þessa afstöðu er að með því að mæta, sem ráðherra, á leikana, er verið að blanda saman pólitík og ólympíuleikunum. Það er óhjákvæmilegt. Illugi er ekki að fara á leikana sem yfirlýstur áhugamaður um krullu heldur sem íþróttamálaráðherra Íslands. Síðan eru fullyrðingar ráðherrans um að hann muni koma á framfæri athugasemdum um mannréttindamál ef möguleiki gefst kunnulegur spuni frá forseta lýðveldisins sem notar þetta óspart þegar hann er spurður hvort vinátta hans og kínverska ráðamanna sé tilhlýðleg m.t.t. grófra mannréttindabrota í Kína. Heldur einhver að Illugi muni standa upp í einhverju fínu kokteilboði og fara að lesa gestgjöfum pistilinn um mannréttindamál? Einhver? Aðrar þjóðir fóru þá ábyrgu leið að mótmæla í verki mannréttindabrotum rússneskra yfirvalda. Ísland fór þá leið að vera eins og meðvirkur aðstandandi alkóhólista; mætti kátur í veisluna og lætur eins og gestgjafinn sé ekki á herðablöðunum að berja eiginkonuna. Þorir náttúrulega ekki að segja neitt til að styggja gestgjafann heldur snýr blinda auganu að honum og reynir bara að skemmta sér. Allt mjög heilbrigt. Vonandi ná þau að skemmta sér.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun