Mezzoforte spilar á Svalbarða Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. febrúar 2014 10:30 Mezzoforte eru hér alsælir á Svalbarða en þeir þurfa að passa sig á ísbirnunum. mynd/einkasafn „Við verðum hér bara í einn dag, fljúgum svo til Óslóar og síðan förum við til Danmerkur,“ segir Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, en hljómsveitin er nú stödd á Svalbarða, sem er einn viðkomustaða á tónleikaferðalagi hennar. Þar kemur hún fram á djasshátíðinni Polarjazz en þetta er nyrsta djasshátíð sem finnst í heiminum. Hún er jafnframt fyrsta íslenska sveitin til að koma fram á hátíðinni. „Aðbúnaðurinn er uppá það besta en það er reyndar frekar kalt hérna og svo myrkur allan sólarhringinn,“ útskýrir Gunnlaugur. Tónleikarnir eru hluti af Skandinavíu- og Þýskalandstúr Mezzoforte. „Við höfum spilað mikið í Noregi en höfum aldrei farið svona norðarlega,“ bætir Gunnlaugur við. Polarjazz-hátíðin fer fram í Longyearbyen sem er stærsta þorpið á Svalbarða. „Hér búa um 2.500 manns en þrjú þúsund ísbirnir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að meðlimir sveitarinnar hafi enn ekki rekist á lifandi ísbjörn. „Við sáum bara uppstoppaðan ísbjörn í flugstöðinni.“ Mezzoforte klárar tónleikaferðalagið um miðjan mánuðinn en alls eru ellefu tónleikar bókaðir á tónleikaferðalaginu. Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við verðum hér bara í einn dag, fljúgum svo til Óslóar og síðan förum við til Danmerkur,“ segir Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, en hljómsveitin er nú stödd á Svalbarða, sem er einn viðkomustaða á tónleikaferðalagi hennar. Þar kemur hún fram á djasshátíðinni Polarjazz en þetta er nyrsta djasshátíð sem finnst í heiminum. Hún er jafnframt fyrsta íslenska sveitin til að koma fram á hátíðinni. „Aðbúnaðurinn er uppá það besta en það er reyndar frekar kalt hérna og svo myrkur allan sólarhringinn,“ útskýrir Gunnlaugur. Tónleikarnir eru hluti af Skandinavíu- og Þýskalandstúr Mezzoforte. „Við höfum spilað mikið í Noregi en höfum aldrei farið svona norðarlega,“ bætir Gunnlaugur við. Polarjazz-hátíðin fer fram í Longyearbyen sem er stærsta þorpið á Svalbarða. „Hér búa um 2.500 manns en þrjú þúsund ísbirnir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að meðlimir sveitarinnar hafi enn ekki rekist á lifandi ísbjörn. „Við sáum bara uppstoppaðan ísbjörn í flugstöðinni.“ Mezzoforte klárar tónleikaferðalagið um miðjan mánuðinn en alls eru ellefu tónleikar bókaðir á tónleikaferðalaginu.
Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira