Óhefðbundin ást manns og tölvu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2014 09:00 Joaquin Phoenix ku fara á kostum í myndinni en er þó ekki tilnefndur til Óskarsins. Kvikmyndin Her verður frumsýnd á Íslandi í dag en myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og besta frumsamda handrit. Þetta er fyrsta myndin sem Spike Jonze leikstýrir og skrifar handrit fyrir á ferlinum. Myndin fjallar um Theodore Twobly, leikinn af Joaquin Phoenix, sem er einmana rithöfundur. Hann kaupir sér stýrikerfi með gervigreind sem er sérhannað til að aðlagast aðstæðum og notendum og mynda með sér persónuleika. Kerfinu velur hann kvenrödd sem hann gefur nafnið Samantha, en það er leikkonan Scarlett Johansson, sem ljær henni rödd sína. Smám saman þróast samband rithöfundarins og Samönthu en í millitíðinni eignast Thedore kærustuna Amy, sem leikin er af Amy Adams, sem flækir málin. Leikkonan Samantha Morton var upprunalega rödd Samönthu og var á setti á hverjum degi með Joaquin Phoenix. Eftir að tökum lauk og Spike byrjaði að klippa myndina fannst honum eitthvað bogið við röddina og með blessun Samönthu ákvað hann að fá leikkonuna Scarlett Johansson til að ljá stýrikerfinu rödd sína. Amy Adams og Joaquin Phoenix tengdust sterkum vinaböndum á meðan á tökum stóð og orsakast það af því að Spike læsti þau saman í herbergi í einn til tvo klukkutíma á dag og neyddi þau til að tala saman. Spike gerði þetta svo þau myndu kynnast hvort öðru. Amy tók upp á því að syngja fræg söngleikjalög í tökum til að hressa sig við eftir tilfinningaþrungin atriði. Söng hún til dæmis lög úr Annie og The Rocky Horror Picture Show og tók Joaquin oft undir með henni. Þau hættu þessu þó þegar þau tóku eftir því að Spike tók athæfið upp. Kvikmyndin Her hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og var valin besta mynd síðasta árs á verðlaunahátíðinni National Board of Review. Þá deildi hún verðlaunum sem besta myndin með Gravity hjá Los Angeles Film Critics Association og hlaut þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Á hátíðinni var handritið valið það besta. Golden Globes Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndin Her verður frumsýnd á Íslandi í dag en myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og besta frumsamda handrit. Þetta er fyrsta myndin sem Spike Jonze leikstýrir og skrifar handrit fyrir á ferlinum. Myndin fjallar um Theodore Twobly, leikinn af Joaquin Phoenix, sem er einmana rithöfundur. Hann kaupir sér stýrikerfi með gervigreind sem er sérhannað til að aðlagast aðstæðum og notendum og mynda með sér persónuleika. Kerfinu velur hann kvenrödd sem hann gefur nafnið Samantha, en það er leikkonan Scarlett Johansson, sem ljær henni rödd sína. Smám saman þróast samband rithöfundarins og Samönthu en í millitíðinni eignast Thedore kærustuna Amy, sem leikin er af Amy Adams, sem flækir málin. Leikkonan Samantha Morton var upprunalega rödd Samönthu og var á setti á hverjum degi með Joaquin Phoenix. Eftir að tökum lauk og Spike byrjaði að klippa myndina fannst honum eitthvað bogið við röddina og með blessun Samönthu ákvað hann að fá leikkonuna Scarlett Johansson til að ljá stýrikerfinu rödd sína. Amy Adams og Joaquin Phoenix tengdust sterkum vinaböndum á meðan á tökum stóð og orsakast það af því að Spike læsti þau saman í herbergi í einn til tvo klukkutíma á dag og neyddi þau til að tala saman. Spike gerði þetta svo þau myndu kynnast hvort öðru. Amy tók upp á því að syngja fræg söngleikjalög í tökum til að hressa sig við eftir tilfinningaþrungin atriði. Söng hún til dæmis lög úr Annie og The Rocky Horror Picture Show og tók Joaquin oft undir með henni. Þau hættu þessu þó þegar þau tóku eftir því að Spike tók athæfið upp. Kvikmyndin Her hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og var valin besta mynd síðasta árs á verðlaunahátíðinni National Board of Review. Þá deildi hún verðlaunum sem besta myndin með Gravity hjá Los Angeles Film Critics Association og hlaut þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Á hátíðinni var handritið valið það besta.
Golden Globes Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira