Opinberun Starwalker á Sónar Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. janúar 2014 12:30 Hljómsveitin Starwalker kemur fram í fyrsta sinn opinberlega á Sónar Reykjavík. mynd/Jeaneen Lund „Við höfum aldrei spilað opinberlega enda höfum við bara gefið út eitt lag eins og er,“ segir Barði Jóhannsson sem skipar hljómsveitina Starwalker ásamt JD Dunckel úr hljómsveitinni Air. Barði er líklega best þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Bang Gang en hann og Dunckel hófu sitt samstarf á síðasta ári. Á sviðinu með þeim félögum verða þau Sarah Jones, en hún trommar meðal annars með hljómsveitinni Hot Chip, Ása Dýradóttir, bassaleikari úr Mammút og Bjarni Þór Jensson, gítarleikari úr hljómsveitinni Cliff Clavin. Fyrstu afurðir Starwalker voru í rólegri kantinum en Barði segir sveitina hafa fundið sinn tón. „Við erum að finna okkar „sound“ og það mætti segja að tónlistin okkar sé svona tjillað diskó,“ segir Barði. Sveitin gefur út nýtt smáskífulag sitt á næstunni en það fer í útvarpsspilun í næstu viku. „Við ætlum að gefa út EP-plötu þann 17. mars næstkomandi, úti um allan heim. Við erum að verða búnir að semja efni í heila plötu en ég geri ráð fyrir að við spilum megnið af þeim lögum á Sónar,“ útskýrir Barði. Hann segir jafnframt að hann hlakki til að spila á Sónar Reykjvík. „Þetta er voða spennandi, ég veit að hátíðin heppnaðist vel í fyrra.“ Sónar Reykjavík fer fram dagana þrettánda til fimmtánda febrúar næstkomandi. Sónar Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við höfum aldrei spilað opinberlega enda höfum við bara gefið út eitt lag eins og er,“ segir Barði Jóhannsson sem skipar hljómsveitina Starwalker ásamt JD Dunckel úr hljómsveitinni Air. Barði er líklega best þekktur sem forsprakki hljómsveitarinnar Bang Gang en hann og Dunckel hófu sitt samstarf á síðasta ári. Á sviðinu með þeim félögum verða þau Sarah Jones, en hún trommar meðal annars með hljómsveitinni Hot Chip, Ása Dýradóttir, bassaleikari úr Mammút og Bjarni Þór Jensson, gítarleikari úr hljómsveitinni Cliff Clavin. Fyrstu afurðir Starwalker voru í rólegri kantinum en Barði segir sveitina hafa fundið sinn tón. „Við erum að finna okkar „sound“ og það mætti segja að tónlistin okkar sé svona tjillað diskó,“ segir Barði. Sveitin gefur út nýtt smáskífulag sitt á næstunni en það fer í útvarpsspilun í næstu viku. „Við ætlum að gefa út EP-plötu þann 17. mars næstkomandi, úti um allan heim. Við erum að verða búnir að semja efni í heila plötu en ég geri ráð fyrir að við spilum megnið af þeim lögum á Sónar,“ útskýrir Barði. Hann segir jafnframt að hann hlakki til að spila á Sónar Reykjvík. „Þetta er voða spennandi, ég veit að hátíðin heppnaðist vel í fyrra.“ Sónar Reykjavík fer fram dagana þrettánda til fimmtánda febrúar næstkomandi.
Sónar Tónlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira