Enginn grætur útlending Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. janúar 2014 00:00 Útlendingar sem vilja setjast að hér á landi þurfa að sanna að þeir geti með engu móti verið nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Sjálfkrafa virðist litið á það sem glæpsamlegt afhæfi að sækjast eftir búsetu hér. Fái fólk allra náðarsamlegast að búa hér skal það læra íslensku undireins, svo að öruggt sé að við skiljum allt sem það segir; það „aðlagist“ fremur en að vera það sjálft og auðga þannig samfélagið nýjum einkennum. Og helst þarf viðkomandi að sýna fram á að vera góðmenni, rétt eins og mannréttindi séu verðlaun fyrir góða hegðun. Samt vantar hér alls konar fólk, og ekkert endilega bara góðmenni. Skortur er á vinnuafli á ótal sviðum, og menningarlega þarf samfélagið á meiri fjölbreytni að halda – hvenær fáum við til dæmis fyrstu innflytjendaskáldsöguna? Í grunninn er íslenskt samfélag innflytjendasamfélag; fólk kom úr ýmsum áttum og blandaðast, aðlagaðist – og mótaði. Eða þreifst ekki. Það höfðar til ákveðinnar tegundar af fólki að búa hér á fjarlægri eyju úti í ballarhafi þar sem vetrarmyrkrin ríkja mánuðum saman – þumbaraháttur og dumbungur – og alltaf rok – og reynir þar svo sannarlega á einstaklingsbundna eiginleika og ekki á hvers mann færi að lifa hér. Hér er sem sagt komið illa fram við þá sem sækjast eftir landvistarleyfi, þeir eru látnir híma eins lengi og hægt er í einangrun og iðjuleysi og allt gert til að fá þá til að skipta um skoðun á því samfélagi sem þeir vilja tilheyra: hugsa: Nei hér er vont fólk, vont að vera. Þannig er um Tony Omos sem hingað kom frá Nígeríu og veit ekki sitt rjúkandi ráð eftir samskiptin við íslensk yfirvöld. Einhver hafði fyrir því að taka saman minnisblað um hann og senda síðan til valinna fjölmiðla í því skyni að hafa áhrif á almenningsálitið í tengslum við brottvísun hans úr landi og réttlæta hana. Eðlilegt er að blaðamenn neiti að gefa upp heimildarmenn sína en hitt er líka eðlilegt: að böndin berist að pólískum ráðgjöfum innanríkisráðherra. Í þessu minnisblaði var fjallað um einkalíf Tonys og væntanlegrar barnsmóður. Nafn hans er tengt við mansal, sem er býsna alvarlegur áburður, en fram hefur komið að fallið hafi verið frá ákærum og ekki annað að skilja en að þær hafi verið tilhæfulausar. Þetta er glannalegt athæfi, ætlað til þess að sannfæra okkur um að viðkomandi maður sé réttrækur – þetta sé glæpamaður, illmenni. Það höfum við ekki hugmynd um heldur bara hitt: hann hefur verið borinn sökum opinberlega sem ekki virðast styðjast við annað en söguburð. Gerð hefur verið atlaga úr launsátri að mannorði hans og ekki vitað hvaða dilk það mun draga á eftir sér fyrir hann. Og aðra. Hafi ætlunin með lekanum verið að snúa almenningsálitinu gegn þessum manni hefur það ekki tekist, og spjótin standa nú á innanríkisráðherra. Síðan hefur þetta mál þróast upp í gamalkunnugt pex um það hver var dónalegur við hvern í síma þar sem valdafólk reynir að koma sér fyrir í fórnarlambshlutverkinu sem hér hefur löngum þótt vænleg vígstaða. Og Tony Omos gleymist. Sjálft fórnarlambið hér. Og enginn grætur útlending. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Lekamálið Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Útlendingar sem vilja setjast að hér á landi þurfa að sanna að þeir geti með engu móti verið nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Sjálfkrafa virðist litið á það sem glæpsamlegt afhæfi að sækjast eftir búsetu hér. Fái fólk allra náðarsamlegast að búa hér skal það læra íslensku undireins, svo að öruggt sé að við skiljum allt sem það segir; það „aðlagist“ fremur en að vera það sjálft og auðga þannig samfélagið nýjum einkennum. Og helst þarf viðkomandi að sýna fram á að vera góðmenni, rétt eins og mannréttindi séu verðlaun fyrir góða hegðun. Samt vantar hér alls konar fólk, og ekkert endilega bara góðmenni. Skortur er á vinnuafli á ótal sviðum, og menningarlega þarf samfélagið á meiri fjölbreytni að halda – hvenær fáum við til dæmis fyrstu innflytjendaskáldsöguna? Í grunninn er íslenskt samfélag innflytjendasamfélag; fólk kom úr ýmsum áttum og blandaðast, aðlagaðist – og mótaði. Eða þreifst ekki. Það höfðar til ákveðinnar tegundar af fólki að búa hér á fjarlægri eyju úti í ballarhafi þar sem vetrarmyrkrin ríkja mánuðum saman – þumbaraháttur og dumbungur – og alltaf rok – og reynir þar svo sannarlega á einstaklingsbundna eiginleika og ekki á hvers mann færi að lifa hér. Hér er sem sagt komið illa fram við þá sem sækjast eftir landvistarleyfi, þeir eru látnir híma eins lengi og hægt er í einangrun og iðjuleysi og allt gert til að fá þá til að skipta um skoðun á því samfélagi sem þeir vilja tilheyra: hugsa: Nei hér er vont fólk, vont að vera. Þannig er um Tony Omos sem hingað kom frá Nígeríu og veit ekki sitt rjúkandi ráð eftir samskiptin við íslensk yfirvöld. Einhver hafði fyrir því að taka saman minnisblað um hann og senda síðan til valinna fjölmiðla í því skyni að hafa áhrif á almenningsálitið í tengslum við brottvísun hans úr landi og réttlæta hana. Eðlilegt er að blaðamenn neiti að gefa upp heimildarmenn sína en hitt er líka eðlilegt: að böndin berist að pólískum ráðgjöfum innanríkisráðherra. Í þessu minnisblaði var fjallað um einkalíf Tonys og væntanlegrar barnsmóður. Nafn hans er tengt við mansal, sem er býsna alvarlegur áburður, en fram hefur komið að fallið hafi verið frá ákærum og ekki annað að skilja en að þær hafi verið tilhæfulausar. Þetta er glannalegt athæfi, ætlað til þess að sannfæra okkur um að viðkomandi maður sé réttrækur – þetta sé glæpamaður, illmenni. Það höfum við ekki hugmynd um heldur bara hitt: hann hefur verið borinn sökum opinberlega sem ekki virðast styðjast við annað en söguburð. Gerð hefur verið atlaga úr launsátri að mannorði hans og ekki vitað hvaða dilk það mun draga á eftir sér fyrir hann. Og aðra. Hafi ætlunin með lekanum verið að snúa almenningsálitinu gegn þessum manni hefur það ekki tekist, og spjótin standa nú á innanríkisráðherra. Síðan hefur þetta mál þróast upp í gamalkunnugt pex um það hver var dónalegur við hvern í síma þar sem valdafólk reynir að koma sér fyrir í fórnarlambshlutverkinu sem hér hefur löngum þótt vænleg vígstaða. Og Tony Omos gleymist. Sjálft fórnarlambið hér. Og enginn grætur útlending.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun