Stærsta bransahátíð í Evrópu Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. janúar 2014 10:15 Vintage Caravan kemur fram á Eurosonic en Rás 2 valdi sveitina til að koma fram. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er stærsta bransahátíðin í Evrópu og getur því verið mikill stökkpallur fyrir hljómsveitir,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, um Eurosonic-hátíðina sem hefst á morgun í Hollandi. Áhorfendur hátíðarinnar eru ekki þessir dæmigerðu áhorfendur sem sækja tónlistarhátíðir vegna þess að flestir eru starfandi í tónlistargeiranum og eru ýmist bókarar fyrir tónlistarhátíðir, umboðsmenn eða aðrir aðilar tengdir tónlistargeiranum. „Þessi hátíð er upprunalega sett saman af evrópskum útvarpsstöðum og aðstandendum evrópskra sumartónlistarfestivala og hefur þróast í að vera ansi stór vettvangur fyrir til dæmis bókara ýmissa festivala og þá sem að vilja uppgötva nýja tónlist,“ útskýrir Sigtryggur. Sigtryggur og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves-hátíðarinnar eru á leið á hátíðina og verða með kynningu á íslenskri tónlist á hátíðinni.Ásgeir Trausti kemur fram á Eurosonic annað árið í röð og fær afhent Ebba-verðlaunin.fréttablaðið/vilhelmÍ ár koma fram sex íslenskar hljómsveitir; Ásgeir Trausti, Berndsen, Hermigervill, Oyama, Sísý Ey og Vintage Caravan en þær eru valdar af bókarateymi á vegum Eurosonic. „Vintage Caravan var hins vegar valin af Rás 2 því útvarpsstöðvar í Evrópu fá að velja sveit til að koma fram á hátíðinni.“ Það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina. „Það kemur alltaf fulltrúi frá Eurosonic á Airwaves-hátíðina og skoðar íslenskar hljómsveitir en það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina,“ segir Grímur Atlason. Á hátíðinni verða Ebba-verðlaunin einnig veitt og eiga Íslendingar sigurvegara annað árið í röð.Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, segir hátíðina stökkpall fyrir listamenn.fréttablaðið/arnþór„Þetta eru verðlaun sem eru veitt listamönnum sem hafa staðið sig vel utan heimalands síns og vakið athygli í Evrópu,“ segir Grímur. Í fyrra hlutu Of Monsters and Men verðlaunin og í ár fær Ásgeir Trausti þau. Þekkt nöfn sem unnið hafa til verðlauna eru Adele, Mumford and Sons og Damien Rice. Hljómsveitir geta fengið mikla athygli á hátíðinni enda mikið af svokölluðu bransafólki á hátíðinni sem getur látið hlutina gerast. „Hljómsveitin Fm Belfast fékk til dæmis mikla athygli árið 2010 og margar bókanir í kjölfar hátíðarinnar,“ bætir Grímur við. Ásgeir Trausti spilaði á hátíðinni í fyrra og síðan þá hefur hann landað útgáfusamningi og höfundarréttarsamningi og má eflaust segja að Eurosonic hafi hjálpað til. „Ætli hljómsveitin Franz Ferdinand sé ekki stærsta nafnið sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn í gegnum hátíðina,“ segir Grímur. Á ári hverju er ein svokölluð fókusþjóð á hátíðinni sem færir henni sérstaka athygli en komið hefur til tals að Ísland verði fókusþjóð Eurosonic árið 2015 og gæti það gert ýmislegt fyrir íslenska tónlist. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er stærsta bransahátíðin í Evrópu og getur því verið mikill stökkpallur fyrir hljómsveitir,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, um Eurosonic-hátíðina sem hefst á morgun í Hollandi. Áhorfendur hátíðarinnar eru ekki þessir dæmigerðu áhorfendur sem sækja tónlistarhátíðir vegna þess að flestir eru starfandi í tónlistargeiranum og eru ýmist bókarar fyrir tónlistarhátíðir, umboðsmenn eða aðrir aðilar tengdir tónlistargeiranum. „Þessi hátíð er upprunalega sett saman af evrópskum útvarpsstöðum og aðstandendum evrópskra sumartónlistarfestivala og hefur þróast í að vera ansi stór vettvangur fyrir til dæmis bókara ýmissa festivala og þá sem að vilja uppgötva nýja tónlist,“ útskýrir Sigtryggur. Sigtryggur og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves-hátíðarinnar eru á leið á hátíðina og verða með kynningu á íslenskri tónlist á hátíðinni.Ásgeir Trausti kemur fram á Eurosonic annað árið í röð og fær afhent Ebba-verðlaunin.fréttablaðið/vilhelmÍ ár koma fram sex íslenskar hljómsveitir; Ásgeir Trausti, Berndsen, Hermigervill, Oyama, Sísý Ey og Vintage Caravan en þær eru valdar af bókarateymi á vegum Eurosonic. „Vintage Caravan var hins vegar valin af Rás 2 því útvarpsstöðvar í Evrópu fá að velja sveit til að koma fram á hátíðinni.“ Það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina. „Það kemur alltaf fulltrúi frá Eurosonic á Airwaves-hátíðina og skoðar íslenskar hljómsveitir en það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina,“ segir Grímur Atlason. Á hátíðinni verða Ebba-verðlaunin einnig veitt og eiga Íslendingar sigurvegara annað árið í röð.Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, segir hátíðina stökkpall fyrir listamenn.fréttablaðið/arnþór„Þetta eru verðlaun sem eru veitt listamönnum sem hafa staðið sig vel utan heimalands síns og vakið athygli í Evrópu,“ segir Grímur. Í fyrra hlutu Of Monsters and Men verðlaunin og í ár fær Ásgeir Trausti þau. Þekkt nöfn sem unnið hafa til verðlauna eru Adele, Mumford and Sons og Damien Rice. Hljómsveitir geta fengið mikla athygli á hátíðinni enda mikið af svokölluðu bransafólki á hátíðinni sem getur látið hlutina gerast. „Hljómsveitin Fm Belfast fékk til dæmis mikla athygli árið 2010 og margar bókanir í kjölfar hátíðarinnar,“ bætir Grímur við. Ásgeir Trausti spilaði á hátíðinni í fyrra og síðan þá hefur hann landað útgáfusamningi og höfundarréttarsamningi og má eflaust segja að Eurosonic hafi hjálpað til. „Ætli hljómsveitin Franz Ferdinand sé ekki stærsta nafnið sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn í gegnum hátíðina,“ segir Grímur. Á ári hverju er ein svokölluð fókusþjóð á hátíðinni sem færir henni sérstaka athygli en komið hefur til tals að Ísland verði fókusþjóð Eurosonic árið 2015 og gæti það gert ýmislegt fyrir íslenska tónlist.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira