Írskt smjör á harðfiskinn Atli Fannar Bjarkason skrifar 9. janúar 2014 06:00 Írskt smjör er flutt til landsins vegna skorts á því íslenska. Tollaverndaður iðnaður, sem réttlætir fordæmalausa samkeppnisstöðu sína með því að innræta í huga fólks að varan sé einstök á heimsvísu, nýtir útlenskt smjör við framleiðslu íslenskra osta. Kaldhæðni verður ekki betur skilgreind.Guðni Ágústsson segir þetta í sjálfu sér allt í lagi en leggur áherslu á að aðalatriðið sé að halda rjómanum og smjörinu hreinu. „Menn myndu ekkert kaupa þetta smjör við hliðina á íslensku smjöri,“ segir Guðni. „Við elskum okkar smjör, það er gult og mjúkt og meistarakokkarnir segja að þetta sé besta smjör heimsins.“ Í þætti um 30 ára afmælishátíð FTT á dögunum sagði Curver Thoroddsen að drifkrafturinn á bak við uppgang Of Monsters and Men erlendis væri velvild í garð íslenskrar tónlistar. Hann sagði líka eitthvað á þá leið að íslensk tónlist væri einstök vegna þess að hún væri svo einstök. Nú væri einfaldast að spyrja af hverju allar hljómsveitirnar sem reyna að meika það erlendis nýti ekki bara velvildina í garð íslenskrar tónlistar? En ég sleppi því. Ég gæti líka spurt hvort tónlist Of Monsters and Men ásamt dugnaði og færni bandaríska umboðsmannsins Heather Kolker hafi eitthvað með árangurinn að gera? En ég sleppi því líka. Ég vil miklu frekar vita af hverju það þarf að Guðna Ágústssonar-væða það sem er vel gert á Íslandi. Enginn slær nefnilega í gegn vegna þjóðernis. Hæfileikar Bjarkar vega þyngra en vegabréfið hennar og Kylie Minogue sló ekki í gegn vegna þess að hún er áströlsk — það var að sjálfsögðu fagurmótaður afturendinn sem skaut henni á toppinn. Þótt Guðni og Curver vilji vel, þá gerir þetta bull lítið úr raunverulegum árangri, sem kemur ekki fljúgandi á vængjum velvildar. Íslendingar hefðu gott af smá írsku smjöri á harðfiskinn og hinn almenni útlenski hlustandi, sem heyrir lag með Of Monsters and Men flutt í X-Factor, heldur að Iceland sé verslun með frosin matvæli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun
Írskt smjör er flutt til landsins vegna skorts á því íslenska. Tollaverndaður iðnaður, sem réttlætir fordæmalausa samkeppnisstöðu sína með því að innræta í huga fólks að varan sé einstök á heimsvísu, nýtir útlenskt smjör við framleiðslu íslenskra osta. Kaldhæðni verður ekki betur skilgreind.Guðni Ágústsson segir þetta í sjálfu sér allt í lagi en leggur áherslu á að aðalatriðið sé að halda rjómanum og smjörinu hreinu. „Menn myndu ekkert kaupa þetta smjör við hliðina á íslensku smjöri,“ segir Guðni. „Við elskum okkar smjör, það er gult og mjúkt og meistarakokkarnir segja að þetta sé besta smjör heimsins.“ Í þætti um 30 ára afmælishátíð FTT á dögunum sagði Curver Thoroddsen að drifkrafturinn á bak við uppgang Of Monsters and Men erlendis væri velvild í garð íslenskrar tónlistar. Hann sagði líka eitthvað á þá leið að íslensk tónlist væri einstök vegna þess að hún væri svo einstök. Nú væri einfaldast að spyrja af hverju allar hljómsveitirnar sem reyna að meika það erlendis nýti ekki bara velvildina í garð íslenskrar tónlistar? En ég sleppi því. Ég gæti líka spurt hvort tónlist Of Monsters and Men ásamt dugnaði og færni bandaríska umboðsmannsins Heather Kolker hafi eitthvað með árangurinn að gera? En ég sleppi því líka. Ég vil miklu frekar vita af hverju það þarf að Guðna Ágústssonar-væða það sem er vel gert á Íslandi. Enginn slær nefnilega í gegn vegna þjóðernis. Hæfileikar Bjarkar vega þyngra en vegabréfið hennar og Kylie Minogue sló ekki í gegn vegna þess að hún er áströlsk — það var að sjálfsögðu fagurmótaður afturendinn sem skaut henni á toppinn. Þótt Guðni og Curver vilji vel, þá gerir þetta bull lítið úr raunverulegum árangri, sem kemur ekki fljúgandi á vængjum velvildar. Íslendingar hefðu gott af smá írsku smjöri á harðfiskinn og hinn almenni útlenski hlustandi, sem heyrir lag með Of Monsters and Men flutt í X-Factor, heldur að Iceland sé verslun með frosin matvæli.