Misgengi í Sjálfstæðu fólki Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2014 14:01 Atli Rafn sem Bjartur og Vigdís Hrefna sem Rósa. Leikmyndin reynist þeim þrúgandi framan af. Vísir/Eddi SJÁLFSTÆTT FÓLK - HETJUSAGA eftir Halldór Laxness Leikarar: Arnar Jónsson, Arnmundur Ernst Backman, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Eggert Þorleifsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórir Sæmundsson Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson Tónlist: Guðmundur Óskar Guðmundsson, Högni Egilsson Hljóðmynd: Guðmundur Óskar Guðmundsson, Högni Egilsson Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Leikgerð: Atli Rafn Sigurðarson, Ólafur Egill Egilsson, Símon Birgisson Myndbandshönnun: Rimas Sakalauskas Dramatúrg: Símon Birgisson Astoðarleikstjóri: Hannes Óli Ágústsson Þorleifur Örn Arnarson og hans gengi hefur komið með látum inn í íslenskt leikhúslíf. Góðu heilli. Leiksýningin Englar alheimsins (vor 2013), sem byggir á skáldsögu Einars Más, er einhver rómaðasta sýning sem hér hefur sést á fjölunum. Af mikilli dirfsku og hugmyndaflugi var bókin túlkuð á forsendum leikhússins. Þetta gekk upp svo ágætlega að eftir á að hyggja setur maður spurningarmerki við ýmsar leikgerðir; hvers vegna menn hafa reynt að troða leikhúsinu í bókina en ekki öfugt? Nú skal endurtaka leikinn og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur: sjálft öndvegisverk íslenskra bókmennta: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Mikil eftirvænting var meðal leikhúsgesta Þjóðleikhússins annan í jólum, á frumsýningu. Höfundareinkenni leikstjórans er meðal annars að brjóta hinn svokallaða fjórða vegg; staldra við, ávarpa áhorfendur og þröngva til að taka afstöðu til þess sem fer fram á sviðinu. Þetta er í ætt við leikhúsfræði Brechts, hið epíska leikhús hans, og hefur pólitíska skírskotun. Þorleifur Örn gengur þess vart gruflandi að Sjálfstætt fólk er brekka; Íslendingar hafa sínar sterku meiningar um Sjálfstætt fólk og hver sína mynd af Bjarti í Sumarhúsum. Aðstandendur sýningarinnar hafa gefið það út að sýningin eigi að vera umdeild en ekki er endilega víst að deilt verði um þau atriði sem leikhópurinn gerir ráð fyrir. Og spyrja má hvort Sjálfstætt fólk henti jafn vel og Englar alheimsins til að taka þessum tökum?Hin þrúgandi leikmynd Sýningin hefst á ávarpi Rauðsmýrarmaddömunnar, hlutverk sem Tinna Gunnlaugsdóttir fráfarandi Þjóðleikhússtjóri fer með og snjallræði að fá hana í það hlutverk; tjaldið er dregið frá og við blasir draumur Bjarts um sjálfstæði; heiðarbýlið í víðernum reynist gríðarmikill steinsteypuklumpur. Var þetta Kárahnjúkavirkjun? Eða gettó í erlendri stórborg? Fangelsi? Symbólismi í leikhúsi getur verið ágætur fyrir sinn hatt og líkast til á þetta að vísa til hins andlega fangelsis, þess helvítis sem þvermóðskulegar hugmyndir Bjarts um sjálfstæði reynast rimlar um. Meinið er að þegar þetta er það sem blasir við strax í upphafi sparkar það fótunum undan drifkraftinum. Hvað í ósköpunum á að toga í Bjart? Hver ætti að vilja sækja sjálfviljugur í þetta víti og fangelsi? Hvaða dásemdum var Rauðsmýrarmaddaman að lýsa? Og svo framvegis. Í sögu Halldórs finnur lesandi nánast fyrir náttúrunni, lyktina af lynginu – svo meistaralega er það skrifað. Leikmyndin verður eiginlega meira fangelsi leikhópsins heldur en persónanna. Sýningin bókstaflega líður fyrir þetta alveg fram að hléi, og raunar alla sýninguna. Eðli máls samkvæmt útheimtir það mikla orku að fá þetta til að ganga heim og saman. Sem stundum er vonlaust verk. Synir Bjarts líða fyrir einangrunina, einn þeirra missir vitið og verður sem Rambó – blóðugur og ber að ofan, veggjagraffití blasir við – þetta er vettvangur fyrir harðsvíruð og forhert og lífsreynd gengi stórborgar en ekki persónur sem fásinnið mótar; óveraldarvanar, saklausar og þannig auðveld bráð og fórnarlömb. Hvernig á sauðfé að þrífast þarna, hvar má veiða villibráðina sem slengt er á hlaðið og svo framvegis og svo framvegis? Með þessari nálgun lendir leikhópurinn í stælum við sögusvið verksins – sem verður til þess að pólitískt og/eða persónulegt uppgjör við Bjart getur ekki orðið eins kraftmikið og efni standa til.Óvænt uppgjör við Bjart Þrátt fyrir þetta upplegg er sýningin framan af nánast hefðbundin. Eftir hlé er talsvert meiri kraftur á sviðinu og í atburðarásinni, sem er brotin upp með skírskotunum til Íslands dagsins í dag. Stundum vilja þessi uppbrot reynast ómarkviss, einkum framan af og óljóst hvaða tilgangi þau eiga að þjóna – nema þá til að tengja við núið, svo sem með farsímum og bjórdósum. Eftir hlé kemur hins vegar stjarna sýningarinnar, Elma Stefanía í hlutverki Ástu Sóllilju, fram með mikinn kraft á sviðið og örlög hennar verða þungamiðja verksins. Í henni, lífsblómi Bjarts, býr hinn persónulegi harmleikur. Hitt lýtur að hinu ytra; er Bjartur afsprengi umhverfis síns eða er hann að upplagi slíkur óþokki að allt sem hann snertir deyr og brenglast? Hið Brechtíska uppbrot og vísanir til samtímans boða uppgjör við Bjart og hans stöðu. Við því býst áhorfandinn. En óvænt verður það ekki grjóthörð þvermóðska hans og óraunhæf sjálfstæðisbarátta sem er í brennidepli. Þessir eiginleikar Bjarts eru ekki notaðir sem spegill og áhorfendum gert að horfast í augu við sjálfa sig. Í uppfærslunni er staða Bjarts og hans fólks mátuð við hrunið. Niðurstaðan er óvænt, en samt kannski ekki. Bróðir Bjarts í baslinu er Ólafur í Ystadal, Pálmi Gestsson: „Í lok stríðshamingjunnar festi ég nú kaup á hjáleigukoti frá Útirauðsmýri en nú á ég í fullu tré að standa straum af vöxtunum. Ekki gat ég bygt. Það verður bara að bíða næsta stríðs, kannski verður hreppstjórinn þá búinn að taka af mér kotið uppí áfallna vexti.“ Er þetta mórallinn? Að bankar og kapítalistar hafi Bjart og hans líka að féþúfu og fífli? Og séu undirrót alls ills. En ekki að þrjóska þeirra sjálfra og smákóngaháttur, að draumurinn um sjálfstæði, sé sjálfskaparvíti og hin eiginlega ástæða fyrir ömurlegri tilvist þeirra? Að þeir hafi ekkert um örlög sín að segja – ekki að forsenda valda eignamannanna sé heimska kotunganna? Og því sé sjálfstæðið öfugmælavísa. Þetta er vissulega flötur en má heita óvænt að byggja á Sjálfstæðu fólki gagnrýni á ósanngjarna verðtryggingu, jafnvel þá nauðsyn skuldaniðurfellinga og allan þann pakka; hinar ytri aðstæður eru ástæða vesaldómsins. Ingólfur Arnarson Jónsson forsætisráðherra stendur svo uppi á stíflunni og mígur á draslið. Jámm. Þarna er kannski á dýpri mið að sækja?Firnasterkur leikflokkur Líklega er þessi umsögn orðin neikvæðari en efni standa til, því það er ekki eins og manni hafi leiðst í leikhúsinu nema síður sé og braust út mikill fögnuður meðal áhorfenda í lokin. Ljóst er að Þorleifi Erni er lagið að kalla fram það besta í leikurum sínum; leikhópurinn allur var verulega góður. Bjartur er hin miðlæga persóna. Ósanngjarnt sem það svo er líður Atli Rafn fyrir góða framistöðu sína í Englunum – hann minnir óþægilega oft á Pál. Og hann þarf að slást við leikmyndina öðrum fremur, í óeiginlegri sem eiginlegri merkingu og þegar við bætist þessi áhersla á að hann sé fórnarlamb ytri aðstæðna fremur en að það séu þættir í fari hans sem eru forsenda ógæfunnar, þá er Atli Rafn ekki í öfundsverðri stöðu. En, allt hvílir þetta meira og minna á herðum hans og Atli Rafn sýnir mikinn styrk að halda því öllu uppi. Þegar hefur Elma Stefanía verið nefnd, salurinn át úr lófa hennar og hún átti athyglina óskipta. Tinna, Arnar og Stefán Hallur voru hvert öðru betra sem Rauðsmýrarfólkið og Ólafur Egilsson var senuþjófur sem kennarinn. Í raun er óþarft að telja alla leikarana upp; þeir stóðu allir fyrir sínu og vel svo. Leikmyndin er að sönnu tilkomumikil, þó deila megi um uppleggið. Búningar eru sérlega vel heppnaðir og skipta miklu máli fyrir þróun leiksins, þeir sjúskast þegar á líður. Og lýsingin er vel hönnuð. Þjóðleikhúsið býr yfir sérlega miklu og góðu fagfólki. Þegar um leikgerð er að ræða er hefð fyrir því að þrasa um að þarna vanti þennan mikilvæga kaflann og hinn, en það þjónar engum tilgangi að gera ágreining um það. Mér sýnist leikgerðin góð, sé litið til þess að þar tekst að vinna með marga helstu drætti sögunnar og höfundar hennar hafa gefið sér nauðsynlegt frelsi frá bókinni. En, svo má deila um túlkun og vonandi að þessi skrif geti reynst liður í að vekja slíka umræðu.Niðurstaða: Ekkert endilega víst að þetta verk henti teymi Þorleifs Arnar því óneitanlega verður einskonar misgengi milli Sjálfstæðs fólks Halldórs Laxness og svo sýningarinnar – og þá hlýtur maður að spyrja til hvers var unnið? En þarna eru magnaðar senur sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Gagnrýni Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
SJÁLFSTÆTT FÓLK - HETJUSAGA eftir Halldór Laxness Leikarar: Arnar Jónsson, Arnmundur Ernst Backman, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Eggert Þorleifsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórir Sæmundsson Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson Tónlist: Guðmundur Óskar Guðmundsson, Högni Egilsson Hljóðmynd: Guðmundur Óskar Guðmundsson, Högni Egilsson Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Leikgerð: Atli Rafn Sigurðarson, Ólafur Egill Egilsson, Símon Birgisson Myndbandshönnun: Rimas Sakalauskas Dramatúrg: Símon Birgisson Astoðarleikstjóri: Hannes Óli Ágústsson Þorleifur Örn Arnarson og hans gengi hefur komið með látum inn í íslenskt leikhúslíf. Góðu heilli. Leiksýningin Englar alheimsins (vor 2013), sem byggir á skáldsögu Einars Más, er einhver rómaðasta sýning sem hér hefur sést á fjölunum. Af mikilli dirfsku og hugmyndaflugi var bókin túlkuð á forsendum leikhússins. Þetta gekk upp svo ágætlega að eftir á að hyggja setur maður spurningarmerki við ýmsar leikgerðir; hvers vegna menn hafa reynt að troða leikhúsinu í bókina en ekki öfugt? Nú skal endurtaka leikinn og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur: sjálft öndvegisverk íslenskra bókmennta: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Mikil eftirvænting var meðal leikhúsgesta Þjóðleikhússins annan í jólum, á frumsýningu. Höfundareinkenni leikstjórans er meðal annars að brjóta hinn svokallaða fjórða vegg; staldra við, ávarpa áhorfendur og þröngva til að taka afstöðu til þess sem fer fram á sviðinu. Þetta er í ætt við leikhúsfræði Brechts, hið epíska leikhús hans, og hefur pólitíska skírskotun. Þorleifur Örn gengur þess vart gruflandi að Sjálfstætt fólk er brekka; Íslendingar hafa sínar sterku meiningar um Sjálfstætt fólk og hver sína mynd af Bjarti í Sumarhúsum. Aðstandendur sýningarinnar hafa gefið það út að sýningin eigi að vera umdeild en ekki er endilega víst að deilt verði um þau atriði sem leikhópurinn gerir ráð fyrir. Og spyrja má hvort Sjálfstætt fólk henti jafn vel og Englar alheimsins til að taka þessum tökum?Hin þrúgandi leikmynd Sýningin hefst á ávarpi Rauðsmýrarmaddömunnar, hlutverk sem Tinna Gunnlaugsdóttir fráfarandi Þjóðleikhússtjóri fer með og snjallræði að fá hana í það hlutverk; tjaldið er dregið frá og við blasir draumur Bjarts um sjálfstæði; heiðarbýlið í víðernum reynist gríðarmikill steinsteypuklumpur. Var þetta Kárahnjúkavirkjun? Eða gettó í erlendri stórborg? Fangelsi? Symbólismi í leikhúsi getur verið ágætur fyrir sinn hatt og líkast til á þetta að vísa til hins andlega fangelsis, þess helvítis sem þvermóðskulegar hugmyndir Bjarts um sjálfstæði reynast rimlar um. Meinið er að þegar þetta er það sem blasir við strax í upphafi sparkar það fótunum undan drifkraftinum. Hvað í ósköpunum á að toga í Bjart? Hver ætti að vilja sækja sjálfviljugur í þetta víti og fangelsi? Hvaða dásemdum var Rauðsmýrarmaddaman að lýsa? Og svo framvegis. Í sögu Halldórs finnur lesandi nánast fyrir náttúrunni, lyktina af lynginu – svo meistaralega er það skrifað. Leikmyndin verður eiginlega meira fangelsi leikhópsins heldur en persónanna. Sýningin bókstaflega líður fyrir þetta alveg fram að hléi, og raunar alla sýninguna. Eðli máls samkvæmt útheimtir það mikla orku að fá þetta til að ganga heim og saman. Sem stundum er vonlaust verk. Synir Bjarts líða fyrir einangrunina, einn þeirra missir vitið og verður sem Rambó – blóðugur og ber að ofan, veggjagraffití blasir við – þetta er vettvangur fyrir harðsvíruð og forhert og lífsreynd gengi stórborgar en ekki persónur sem fásinnið mótar; óveraldarvanar, saklausar og þannig auðveld bráð og fórnarlömb. Hvernig á sauðfé að þrífast þarna, hvar má veiða villibráðina sem slengt er á hlaðið og svo framvegis og svo framvegis? Með þessari nálgun lendir leikhópurinn í stælum við sögusvið verksins – sem verður til þess að pólitískt og/eða persónulegt uppgjör við Bjart getur ekki orðið eins kraftmikið og efni standa til.Óvænt uppgjör við Bjart Þrátt fyrir þetta upplegg er sýningin framan af nánast hefðbundin. Eftir hlé er talsvert meiri kraftur á sviðinu og í atburðarásinni, sem er brotin upp með skírskotunum til Íslands dagsins í dag. Stundum vilja þessi uppbrot reynast ómarkviss, einkum framan af og óljóst hvaða tilgangi þau eiga að þjóna – nema þá til að tengja við núið, svo sem með farsímum og bjórdósum. Eftir hlé kemur hins vegar stjarna sýningarinnar, Elma Stefanía í hlutverki Ástu Sóllilju, fram með mikinn kraft á sviðið og örlög hennar verða þungamiðja verksins. Í henni, lífsblómi Bjarts, býr hinn persónulegi harmleikur. Hitt lýtur að hinu ytra; er Bjartur afsprengi umhverfis síns eða er hann að upplagi slíkur óþokki að allt sem hann snertir deyr og brenglast? Hið Brechtíska uppbrot og vísanir til samtímans boða uppgjör við Bjart og hans stöðu. Við því býst áhorfandinn. En óvænt verður það ekki grjóthörð þvermóðska hans og óraunhæf sjálfstæðisbarátta sem er í brennidepli. Þessir eiginleikar Bjarts eru ekki notaðir sem spegill og áhorfendum gert að horfast í augu við sjálfa sig. Í uppfærslunni er staða Bjarts og hans fólks mátuð við hrunið. Niðurstaðan er óvænt, en samt kannski ekki. Bróðir Bjarts í baslinu er Ólafur í Ystadal, Pálmi Gestsson: „Í lok stríðshamingjunnar festi ég nú kaup á hjáleigukoti frá Útirauðsmýri en nú á ég í fullu tré að standa straum af vöxtunum. Ekki gat ég bygt. Það verður bara að bíða næsta stríðs, kannski verður hreppstjórinn þá búinn að taka af mér kotið uppí áfallna vexti.“ Er þetta mórallinn? Að bankar og kapítalistar hafi Bjart og hans líka að féþúfu og fífli? Og séu undirrót alls ills. En ekki að þrjóska þeirra sjálfra og smákóngaháttur, að draumurinn um sjálfstæði, sé sjálfskaparvíti og hin eiginlega ástæða fyrir ömurlegri tilvist þeirra? Að þeir hafi ekkert um örlög sín að segja – ekki að forsenda valda eignamannanna sé heimska kotunganna? Og því sé sjálfstæðið öfugmælavísa. Þetta er vissulega flötur en má heita óvænt að byggja á Sjálfstæðu fólki gagnrýni á ósanngjarna verðtryggingu, jafnvel þá nauðsyn skuldaniðurfellinga og allan þann pakka; hinar ytri aðstæður eru ástæða vesaldómsins. Ingólfur Arnarson Jónsson forsætisráðherra stendur svo uppi á stíflunni og mígur á draslið. Jámm. Þarna er kannski á dýpri mið að sækja?Firnasterkur leikflokkur Líklega er þessi umsögn orðin neikvæðari en efni standa til, því það er ekki eins og manni hafi leiðst í leikhúsinu nema síður sé og braust út mikill fögnuður meðal áhorfenda í lokin. Ljóst er að Þorleifi Erni er lagið að kalla fram það besta í leikurum sínum; leikhópurinn allur var verulega góður. Bjartur er hin miðlæga persóna. Ósanngjarnt sem það svo er líður Atli Rafn fyrir góða framistöðu sína í Englunum – hann minnir óþægilega oft á Pál. Og hann þarf að slást við leikmyndina öðrum fremur, í óeiginlegri sem eiginlegri merkingu og þegar við bætist þessi áhersla á að hann sé fórnarlamb ytri aðstæðna fremur en að það séu þættir í fari hans sem eru forsenda ógæfunnar, þá er Atli Rafn ekki í öfundsverðri stöðu. En, allt hvílir þetta meira og minna á herðum hans og Atli Rafn sýnir mikinn styrk að halda því öllu uppi. Þegar hefur Elma Stefanía verið nefnd, salurinn át úr lófa hennar og hún átti athyglina óskipta. Tinna, Arnar og Stefán Hallur voru hvert öðru betra sem Rauðsmýrarfólkið og Ólafur Egilsson var senuþjófur sem kennarinn. Í raun er óþarft að telja alla leikarana upp; þeir stóðu allir fyrir sínu og vel svo. Leikmyndin er að sönnu tilkomumikil, þó deila megi um uppleggið. Búningar eru sérlega vel heppnaðir og skipta miklu máli fyrir þróun leiksins, þeir sjúskast þegar á líður. Og lýsingin er vel hönnuð. Þjóðleikhúsið býr yfir sérlega miklu og góðu fagfólki. Þegar um leikgerð er að ræða er hefð fyrir því að þrasa um að þarna vanti þennan mikilvæga kaflann og hinn, en það þjónar engum tilgangi að gera ágreining um það. Mér sýnist leikgerðin góð, sé litið til þess að þar tekst að vinna með marga helstu drætti sögunnar og höfundar hennar hafa gefið sér nauðsynlegt frelsi frá bókinni. En, svo má deila um túlkun og vonandi að þessi skrif geti reynst liður í að vekja slíka umræðu.Niðurstaða: Ekkert endilega víst að þetta verk henti teymi Þorleifs Arnar því óneitanlega verður einskonar misgengi milli Sjálfstæðs fólks Halldórs Laxness og svo sýningarinnar – og þá hlýtur maður að spyrja til hvers var unnið? En þarna eru magnaðar senur sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira