10 bestu bílvélarnar Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2014 10:15 Alan Mulally virðist hreinlega elska 3 strokka EcoBoost vélina sem finna má í Ford Fiesta og Focus. Bílatímaritið WardsAuto í Bandaríkjunum hefur valið þær 10 bílvélar sem blaðið telur þær bestu frá bílaframleiðendum heimsins í ár. Aðeins er valið á milli nýrra véla eða véla sem hafa verið endurbættar og mega þær ekki vera í bílum sem kosta meira en 60.000 dollara. Það sem máli skiptir við valið á þessum vélum er afl, tog, vélartækni, eyðsla, hljóð, þýðgengi, fágun og samkeppnishæfni í vélarflokki. Á meðal þessara 10 véla eru 6 með forþjöppu, ein með keflablásara, ein þeirra er rafmagnsmótor og ein vetnisvél. Þá stendur aðeins ein vél eftir sem talist gæti hefðbundin „naturally aspired“ bílvél og er hana að finna í Chevrolet Corvette Stingray. Hér er listi yfir vélarnar 10 og í hvaða bílum þær má finna. BMW i3 -127 kW rafmótor Ford Fiesta – 1,0 l. og 3 strokka DOHC vél með forþjöppu Chevrolet Corvette Stingray – 6,2 l. OHV V8 Dodge Challenger SRT Hellcat – 6,2 l. OHV V8 með keflablásara (707 hestöfl) Hyundai Tucson FCV – 100 kW vetnisvél Mini Cooper – 1,5 l. og 3 strokka DOHC vél með forþjöppu Ram 1500 EcoDiesel – 3,0 l. DOHC V6 vél með forþjöppu Subaru WRX – 2,0 l. DOHC H-4 vél með forþjöppu Volkswagen Jetta – 1,8 l. og 4 strokka DOHC vél með forþjöppu Volvo S60 – 2,0 l. og 4 strokka DOHC vél með forþjöppu Valið verður á milli þessara 10 véla og vél ársins kosin þann 14. janúar á bílasýningunni í Detroit. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent
Bílatímaritið WardsAuto í Bandaríkjunum hefur valið þær 10 bílvélar sem blaðið telur þær bestu frá bílaframleiðendum heimsins í ár. Aðeins er valið á milli nýrra véla eða véla sem hafa verið endurbættar og mega þær ekki vera í bílum sem kosta meira en 60.000 dollara. Það sem máli skiptir við valið á þessum vélum er afl, tog, vélartækni, eyðsla, hljóð, þýðgengi, fágun og samkeppnishæfni í vélarflokki. Á meðal þessara 10 véla eru 6 með forþjöppu, ein með keflablásara, ein þeirra er rafmagnsmótor og ein vetnisvél. Þá stendur aðeins ein vél eftir sem talist gæti hefðbundin „naturally aspired“ bílvél og er hana að finna í Chevrolet Corvette Stingray. Hér er listi yfir vélarnar 10 og í hvaða bílum þær má finna. BMW i3 -127 kW rafmótor Ford Fiesta – 1,0 l. og 3 strokka DOHC vél með forþjöppu Chevrolet Corvette Stingray – 6,2 l. OHV V8 Dodge Challenger SRT Hellcat – 6,2 l. OHV V8 með keflablásara (707 hestöfl) Hyundai Tucson FCV – 100 kW vetnisvél Mini Cooper – 1,5 l. og 3 strokka DOHC vél með forþjöppu Ram 1500 EcoDiesel – 3,0 l. DOHC V6 vél með forþjöppu Subaru WRX – 2,0 l. DOHC H-4 vél með forþjöppu Volkswagen Jetta – 1,8 l. og 4 strokka DOHC vél með forþjöppu Volvo S60 – 2,0 l. og 4 strokka DOHC vél með forþjöppu Valið verður á milli þessara 10 véla og vél ársins kosin þann 14. janúar á bílasýningunni í Detroit.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent