Tónlist

Stofnuðu sveitina á bar í Berlín

Í fjórða þætti nýrrar þáttaraðar Hljóðheima hér á Vísi er hljómsveitin East of My Youth heimsótt.

Thelma Marín Jónsdóttir og Herdís Stefánsdóttir skipa sveitina en hún er ný af nálinni.

Hljómsveitin byrjaði með látum nú í sumar með útgáfu myndbands við lagið Lemonstars og kom síðan fram á Airwaves við góðan orðstír.

Þeir Guðni Einarsson og Sindri Gretarsson heimsækja hljómsveitina og skyggnast inn í vinnsluferlið á bak við tónlistina.

Þá segja þær Thelma og Herdís frá því þegar hugmyndin að sveitinni kviknaði en það var á bar í Berlín í fyrra.

Þátturinn er sá fjórði í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Óttarr Proppé, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Sölvi Blöndal.

Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Eldri þætti má finna á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×