Team America tekin úr sýningu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2014 10:10 Talið er að Norður-Kórea hafi komið að árásinni á tölvukerfi Sony. Vísir/AFP Hollywood virðist vera orðið hrætt við að ergja stjórnendur Norður-Kóreu, sem hafa verið bendlaðir við tölvuárásina á Sony. Önnur tíu ára gömul mynd sem sýnir dauða þáverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il hefur verið tekin úr sýningu. Í kjölfar þess að stórar kvikmyndahúsasamsteypur hættu við sýningu The Interview, hætti Sony alfarið við útgáfu myndarinnar í bili. Eigendur annarra kvikmyndahúsa ákváðu þess í stað að sýna myndina Team America: World Police. Paramount Pictures, dreifingaraðili myndarinnar hefur nú bannað kvikmyndahúsum að sýna myndina. Þetta kemur fram á vef Variety. Brúðumyndin Team America fjallar um baráttu bandarískrar sérsveitar gegn Kim Jong-il föður Kim Jong-un, núverandi einræðisherra Norður-Kóreu. Í þeirri mynd er Kim Jong-il drepinn, en sonur hans er veginn í myndinni The Interview. Þar að auki hefur verið hætt við framleiðslu myndar sem átti að fjalla um bandarískan mann, sem Steve Carell átti að leika, sem væri handtekinn í Norður-Kóreu. Þar sem bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru sífellt meira að reiða sig á tekjur erlendis frá hefur Norður-Kórea þótt hentugur óvinur. Til dæmis var endurgerð Red Dawn breytt skömmu fyrir útgáfu og Norður-Kórea gerð að „vonda kallinum“ í stað Kína.Dauði Kim Jong-il Trailer myndarinnar Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Tengdar fréttir Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hollywood virðist vera orðið hrætt við að ergja stjórnendur Norður-Kóreu, sem hafa verið bendlaðir við tölvuárásina á Sony. Önnur tíu ára gömul mynd sem sýnir dauða þáverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il hefur verið tekin úr sýningu. Í kjölfar þess að stórar kvikmyndahúsasamsteypur hættu við sýningu The Interview, hætti Sony alfarið við útgáfu myndarinnar í bili. Eigendur annarra kvikmyndahúsa ákváðu þess í stað að sýna myndina Team America: World Police. Paramount Pictures, dreifingaraðili myndarinnar hefur nú bannað kvikmyndahúsum að sýna myndina. Þetta kemur fram á vef Variety. Brúðumyndin Team America fjallar um baráttu bandarískrar sérsveitar gegn Kim Jong-il föður Kim Jong-un, núverandi einræðisherra Norður-Kóreu. Í þeirri mynd er Kim Jong-il drepinn, en sonur hans er veginn í myndinni The Interview. Þar að auki hefur verið hætt við framleiðslu myndar sem átti að fjalla um bandarískan mann, sem Steve Carell átti að leika, sem væri handtekinn í Norður-Kóreu. Þar sem bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru sífellt meira að reiða sig á tekjur erlendis frá hefur Norður-Kórea þótt hentugur óvinur. Til dæmis var endurgerð Red Dawn breytt skömmu fyrir útgáfu og Norður-Kórea gerð að „vonda kallinum“ í stað Kína.Dauði Kim Jong-il Trailer myndarinnar
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Tengdar fréttir Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40
Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45
Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00
Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19