Frakkar vilja losna við dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 10:11 Það mun taka tímann sinn að losna við alla dísilbíla sem nú eru í Frakklandi. Markmið ríkisstjórnar Frakklands er að losna við alla dísilbíla í landinu, en mengun af þeim er miklu hættulegri fólki en mengun af völdum bíla með bensínvélar. Markar þetta mikla breytingu í viðhorfi Frakka til dísilbíla, en 80% af frönskum ökumönnum aka nú á dísilbílum. Hafa þeir selst í miklum meirihluta í landinu á undanförnum árum samanborið við bensínbíla. Þetta viðhorf Frakka er í takt við viðhorf borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson, sem einnig vill losna við þá af götum höfuðborgarinnar, vegna hættulegrar mengunar frá þeim. Frakkar ætla að lækka hlutfall dísilbíla með skattlagningu á þá í takt við mengun þeirra. Auk þess munu þeir umbuna kaupendum nýrra bíla með allt að 10.000 Evra famlagi til þeirra sem skipta út dísilbílum fyrir rafmagnsbíla. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent
Markmið ríkisstjórnar Frakklands er að losna við alla dísilbíla í landinu, en mengun af þeim er miklu hættulegri fólki en mengun af völdum bíla með bensínvélar. Markar þetta mikla breytingu í viðhorfi Frakka til dísilbíla, en 80% af frönskum ökumönnum aka nú á dísilbílum. Hafa þeir selst í miklum meirihluta í landinu á undanförnum árum samanborið við bensínbíla. Þetta viðhorf Frakka er í takt við viðhorf borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson, sem einnig vill losna við þá af götum höfuðborgarinnar, vegna hættulegrar mengunar frá þeim. Frakkar ætla að lækka hlutfall dísilbíla með skattlagningu á þá í takt við mengun þeirra. Auk þess munu þeir umbuna kaupendum nýrra bíla með allt að 10.000 Evra famlagi til þeirra sem skipta út dísilbílum fyrir rafmagnsbíla.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent