Áhrif Þýskalands á bíliðnaðinn Sindri Snær Thorlacius skrifar 2. desember 2014 10:30 Volkswagen Bjalla árgerð 1938. Í seinustu grein minni fór ég yfir helstu áhrif Japans á bílaiðnaðinn. Í þetta sinn ætla ég að fjalla um ekki síðri bílaþjóð sem þó hefur allt aðrar áherslur, hefðir og sögu en Japanirnir: Þýskaland. Margir gætu spurt af hverju svo oft sé talað um þýska stálið. Þrátt fyrir að það eigi ekkert endilega við í dag þá er nokkuð til í þeim frasa. Ég skal útskýra.Helstu bílaframleiðendur Þýskalands * Audi AG: Einn af “stóru þremur” lúxusbílaframleiðendum Þýskalands. Eru í eigu Volkswagen Group. Varð til við samruna fjögurra bílaframleiðanda. Kom fjórhjóladrifi inn á fólksbílamarkað. Sportbíladeild Audi heitir quattro.* BMW AG: Einn af “stóru þremur” lúxusbílaframleiðendum Þýskalands. Eiga Mini og Rolls-Royce bifreiðafyrirtækin og Husqvarna bifhjólafyrirtækið. Framleiða mótorhjól í lúxus- og ferðaklassa. Sportbíladeild BMW heitir M.* Ford Germany: Stór partur af Evrópska Ford merkinu og vinna í samvinnu við Ford í Bretlandi.* Daimler AG (Mercedes-Benz): Einn af “stóru þremur” lúxusbílaframleiðendum Þýskalands. Elsti bílaframleiðandi í heimi (bílar sem brenna olíu). Eiga alls kyns bifreiðafyrirtæki, m.a. Smart, Freightliner, Kamaz o.fl. Framleiða líka vörubíla, rútur og sendibíla. Voru fyrstir að framleiða fólksbíl með díselvél. Sportbíladeild Mercedes-Benz heitir AMG.* Opel AG (Adam Opel): Eru í eigu General Motors og vinna í samvinnu við Vauxhall í Bretlandi. Hafa átt lang stærstan hlut í þróun bíla GM frá því að samruninn varð.* Porsche AG: Eru í eigu Volkswagen Group. Stærsti og þekktasti sportbílaframleiðandi Þýskalands og þótt víðar væri leitað. Voru ábyrgir fyrir hönnun á VW Bjöllunni.* Volkswagen: Annar stærsti framleiðandi bifreiða í heiminum. Upphaflega stofnað af Hitler. Eiga alls kyns bifreiðafyrirtæki, m.a. Porsche, Audi, Skoda, SEAT, Bugatti, Bentley, Lamborghini, Man og Scania. Eiga þrjá bíla í lista yfir 10 mest seldu bíla sögunnar.Mercedes Benz S-Class.Upphafið hjá Mercedes BenzVið skulum byrja á að kíkja yfir söguna. Þjóðverjarnir Karl Benz og Nikolaus Otto þróuðu fjórgengisvélar á milli 1870 – 1880 og árið 1887 tróð Benz einni svoleiðis í lítinn þriggja hjóla vagn. Sá vagn var fyrsta bifreiðin sem knúin var áfram með bruna á olíu og markar upphaf mikillar þróunar sem hefur átt sér stað þar til dagsins í dag. Út frá því varð til fyrirtækið sem við þekkjum í dag sem Mercedes-Benz.Opel á langa og merka söguÁrið 1899 byrjuðu synir Adam Opel að framleiða bíla eftir að Opel hafði verið starfrækt frá árinu 1862, framleiðandi saumavélar og reiðhjól. Strax árið 1901 voru u.þ.b. 900 bifreiðar framleiddar í Þýskalandi af alls konar minni og stærri fyrirtækjum. Fyrst um sinn framleiddu Opel bræður bíla hannaða af Friedrich Lutzmann en bílarnir reyndust svo illa að þeir skiptu yfir í að framleiða franska bíla fyrir Þýskalandsmarkað sem hétu Darracq en samstarfið hætti árið 1907. Eftir það byrjuðu þeir að framleiða sína eigin bíla með reynsluna að vopni og voru þekktir fyrir að framleiða ódýra en endingabestu bíla síns tíma, oft kallaðir “læknabílar” því að læknar gjarnan völdu þá sem atvinnutæki. Upp úr 1920 varð Opel fyrsti bílaframleiðandi Þýskalands til að fjöldaframleiða bíla, rétt eins og Ford höfðu gert fáeinum árum áður í Bandaríkjunum.BMW M3.BMW úr flugvélum í bílaBayerische Motoren Werke, eða BMW, var stofnsett árið 1916 en framleiddi sína fyrstu bíla árið 1928. Fram að því framleiddi BMW vélar í flugvélar. Fyrstu bílar BMW voru framleiddir undir leyfi Austin frá Bretlandi og algjörlega byggðir á hinum vinsæla Austin 7. Bandarísk fyrirtæki voru í mikilli útrás stuttu eftir aldamótin og fluttu út alls kyns varning til stærstu landa Evrópu og Asíu, þ.á.m. bíla. Árið 1912 byrjuðu Ford að selja í þýskalandi en komu sér svo loks inn á þýska markaðinn almennilega með því að skrásetja fyrirtæki á vegum Ford í Þýskalandi, Ford Motor Company AG, og þ.a.l. fara framhjá gríðarháum innflutningstolli sem var á frá 1920 – 1925.Audi framleiddi lúxusdrossíurAudi kynnti sinn fyrsta bíl árið 1910. Danski auðkýfingurinn Jørgen Rasmussen, eigandi DKW bíla- og mótorhjólaframleiðandans, keypti Audi sem var í eigu August Horch og bandaríska bílaframleiðandann Rickenbacker og notaði V8 vélar þeirra í Audi bílana sem urðu að algjörum lúxusdrossíum. Árið 1932 sameinuðust Audi, Horch sem var fyrrverandi fyrirtæki August Horch, DKW og Wanderer, og formuðu stórveldið Auto Union AG. Þá varð grillmerki Audi til, fjórir hringir, en hver hringur stendur fyrir hvert fyrirtæki sem sameinaðist.Sameining Daimler, Mercedes Benz og MaybachÁrið 1926 sameinuðust fyrirtækin Daimler, Maybach og Benz & Cie. og úr varð Mercedes-Benz. Ástæðan fyrir nafninu var að fyrsti vinsæli bíll Daimler hét Mercedes og Karl Benz fann upp fyrsta bensínbílinn.Hitler markaði tímamótÞegar seinni heimstyrjöldin fór að nálgast urðu stakkaskipti í þýskum bílaiðnaði undir stjórn Adolf Hitler og nasista. Fyrir seinni heimstyrjöld voru þýskir bílar nánast einvörðungu lúxusbílar sem einungis vel efnað fólk hafði efni á að eignast. Hitler hrinti þá af stað hugmynd sinni, Motorisierung, sem gróflega úthlutast sem mótorvæðing á íslensku, sem átti að gera meðalmanni þýska þjóðfélagsins kleift að kaupa sinn fyrsta bíl. Uppbygging fræga Autobahn vegakerfisins fór af stað 1929 og ríkisrekni bílaframleiðandinn Volkswagen var settur á laggirnar 1937. Nafnið Volkswagen þýðir fólksbíll eða bíll fólksins og áttu þessir bílar að vera svo ódýrir að hvert heimili ætti að eiga einn.Porsche 911.Fékk Ferdinand Porsche til að hanna bjöllunaTil þess að meðalmaðurinn hefði efni á að eignast þennan nýja fólksbíl þurfti hann að vera mjög ódýr, eða um 990 Reichsmark. Það var engin leið til þess að framleiða bíl fyrir svo lágt verð, sem hefði varla dugað fyrir lítið mótorhjól, svo að Hitler setti á laggirnar prógram til þess að fjármagna framleiðsluna. Fólk keypti litla miða til að setja í bankabók og þegar það var búið að safna nógu mörgum miðum gat það fengið nýja fólksbílinn afhendan. Hitler fékk verkfræðinginn, frumkvöðulinn og hönnuðinn Ferdinand Porsche til að setja saman landslið hönnuða og verkfræðinga til að hanna fyrsta fólksbíl Þýskalands, sem átti að geta komist á 100 km/klst með tvo fullorðna og þrjú börn innanborðs. Bíllinn sem varð til köllum við Bjölluna en í byrjun hét hún KdF (Kraft durch Freude) sem þýðir “styrkur með hamingju”. Til þess að framleiða gríðarlegt áætlað magn af bílnum þurfti að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja var byggð árið 1938 í nýrri borg sem var kölluð KdF-borgin og var sérstaklega byggð fyrir verkafólk vann í verksmiðjunni.Wolfsburg verður tilÞessi borg heitir í dag Wolfsburg og eru höfuðstöðvar VW enn þar. Síðan skall á heimstyrjöld og hönnun KdF bílsins var breytt til þess að herinn gæti notað bílana í orrustu. Þá urðu til Kübelwagen og Schwimmwagen. Sá fyrrnefndi þjónaði saman tilgangi og Jeep jepparnir gerðu fyrir bandaríska herinn en sá síðarnefndi gat siglt á vatni. KdF verksmiðjan var tilbúin rétt um það leyti þegar heimstyrjöldin skall á og fór þá strax í að framleiða bíla fyrir herþjónustu líkt og flestar aðrar bílaverksmiðjur í Þýskalandi og öðrum löndum sem tóku þátt í heimstyrjöldinni. Þegar stríðinu lauk stálu Rússarnir öllu fjármagni sem þjóðin hafði safnað fyrir fólksbílunum svo að fólkið sem hafði fjárfest í verkefninu fengu aldrei fólksbíla sína afhenda. Eftir stríðið var KdF nafninu breytt yfir í Volkswagen á bílnum, og Wolfsburg á borginni.Breskur major bjargaði VolkswagenBretar höfðu yfirráð yfir svæðinu sem Wolfsburg var á eftir stríð og höfðu ekki hugmynd hvað þeir ættu að gera við þessa nýlegu en hálf eyðilögðu bílaverksmiðju. Fyrst átti að henda öllum bílunum og verkfærunum, eins og var oft gert í löndum sem höfðu tapað stríði. Breskur Major í hernum að nafni Ivan Hirst ákvað að mála eina Bjölluna græna og bjóða breska hernum 20.000 eintök af bílnum, sem þeir þáðu. Þar með var hann búinn að bjarga verksmiðjunni því að hún var aftur farin af stað við framleiðslu bíla. Næst bauð hann hinum ýmsu ríkjum, m.a. Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Frakklandi að taka yfir verksmiðjuna en enginn hafði áhuga á að framleiða þennan hráa og ljóta bíl. Verksmiðjan hélt þá áfram að vinna að uppbyggingu Vestur-Þýskalands eftir stríðið undir stjórn Heinrich Nordhoff sem kom frá Opel og almenningur gat loksins keypt sér sinn fólksbíl. Seinna meir varð Volkswagen ríkisrekið í Vestur-Þýskalandi og hóf útflutning. Löngu eftir stríð kom í ljós að nokkur bílafyrirtæki í Þýskalandi höfðu notað þrælavinnuafl í verksmiðjum sínum yfir stríðstímann og fór það illa með orðstýr þeirra þegar ásökunum rigndi yfir þau. Meðal fyrirtækjanna var meira að segja Ford sem fóru mjög illa útúr málinu.Tíð eigendaskiptiEftir stríð urðu eigendaskipti á þýskum bílaframleiðendum tíð. Audi verksmiðjan endaði austan megin við múrinn og Sóvíet-menn tóku verksmiðjulínu þeirra niður. Í þeirri gömlu verksmiðju voru síðar meir frægu Trabant-arnir framleiddir. Audi var tekið af fyrirtækjaskrá og var á tímabili ekki til, þangað til að nýtt Auto Union var sett á stokk í Vestur-Þýskalandi, nánar tiltekið í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru enn í dag. Húsnæðin sem þeir nýttu sér voru risastórar skemmur og byggingar sem voru áður í eigu hers Nasista. Þar sem Auto Union var gjörsamlega gjaldþrota nýtti það sér styrki frá Bæjaralandi, sýslunni sem það er staðsett í, ásamt Marshall aðstoð. Árið 1958 - 1959 keyptu Daimler-Benz, undir forystu Friedrich Flick, Auto Union. Þá voru þeir ennþá að framleiða eldgömul módel sem hönnuð voru fyrir stríð og gengu einungis á tvígengis vélum svo að Daimler-Benz hrynti af stað þróun Auto Union á nýjum bílum sem voru samkeppnishæfir og smíðuðu einnig stóra verksmiðju í Ingolstadt. Þegar það var komið seldu þeir Auto Union til Volkswagen sem nýtti sér allt afgangs pláss í nýju verksmiðjunni til að framleiða Bjölluna sem var enn mjög vinsæl.Audi R8.Audi verður til úr 4 framleiðendumUndir stjórn VW fóru Auto Union að nefna bílana sína aftur Audi, til þess að losna við ímynd Auto Union og tengingu þeirra við tvígengisvélar. Volkswagen hafði nánast einvörðungu keypt Auto Union fyrir nýju verksmiðjuna í Ingolstadt og tregir við að halda þróun Auto Union bílanna áfram. Þá fóru hönnuðir og verkfræðingar Auto Union að vinna að nýju módeli í leyni og án vitneskju VW. Úr því varð til hinn goðsagnakenndi Audi 100 sem stjórnendum VW leyst svo vel á að þeir hleyptu honum í framleiðslu og nýttu sér hönnun og tækni hans í sín eigin módel. Þar með var endurreisn Audi orðin að veruleika og áttu þeir bara eftir að dafna og stækka eftir það.Birtir til hjá OpelEkki lengur undir stjórn General Motors fóru Opel að framleiða vörubíla eftir stríð en helmingur verksmiðju þeirra var ónýtur og öll verkfæri og tól, 12.000 talsins, voru farin til Rússlands. Til að bæta gráu ofan á svart var verkalýðurinn í mjög slæmu ásigkomulagi, flestir mjög veikir eða vannærðir og á hverjum degi þótti venjulegt að nálægt 900 manns mættu ekki til vinnu eða fóru heim úr vinnu vegna veikinda. Þrátt fyrir allt þetta tókst þeim að endurbyggja verksmiðjuna og framleiða Opel Blitz vörubílinn árið 1946. Upp frá þessu fór fólkbílaframleiðsla aftur í gang, það birti til hjá Opel og árið 1948 tóku GM aftur yfir.Forveri Porsche 911 verður tilEftir stríð var Ferdinand Porsche handtekinn fyrir aðkomu sína að stríðinu. Hann hafði hjálpað Nasistum við að hanna skriðdreka ásamt fleiri hernaðartækjum og þurfti að sitja inni í 20 mánuði. Á meðan hann sat inni ákvað Ferry Porsche, sonur Ferdinands, að smíða sportbíl þar sem enginn svoleiðis var á markaðnum. Þar sem mikill skortur var á verkfærum og málmi svona stuttu eftir stríð þurfti hann að notast mikið við hluti fengna úr Bjöllunni. Porsche 365 varð til, markaði upphaf bílaframleiðslu Porsche og í senn sportbílaframleiðslu Þýskalands. Erwin Komenda var ábyrgur fyrir hönnun yfirbyggingar bílsins en hann var einnig partur af hönnun Bjöllunnar. Seinna meir skiptu Porsche öllum Volkswagen pörtum út fyrir sína eigin.Isetta kemur BMW á sporiðÁrið 1959 var bifreiðadeild BMW komin í mikla fjárhagskrísu en BMW hafði aðallega framleitt vélar í flugvélar fyrir nasista í seinni heimstyrjöldinni. Þeir ákváðu að framleiða bíl, sem hannaður var af Ítalska fyrirtækinu Iso, fyrir þýskalandsmarkað. Bíllinn hét Isetta og var einn af fjölmörgum Bubblubílum (e. Bubblecars) sem voru í framleiðslu á þessum tíma en þeir voru mjög vinsælir. Þeir voru ýmist þriggja- eða fjögurra hjóla og mjög litlir, enda einungis drifnir af litlum mótorhjólavélum. BMW Isetta sló í gegn og kom BMW aftur á kortið hvað varðar bílaframleiðslu. Árið 1962 fóru þeir aftur að framleiða fólksbíla og sportbíla í fullri stærð sem þóttu mjög góðir í akstri og þróaðir í hönnun.Opel Manta.Af hverju tölum við um “þýska stálið”?Þjóðverjar hafa lengi verið orðaðir við góð vinnubrögð, fullkomnunaráráttu og skipulag. Þetta hefur skinið í gegn í þýskri framleiðslu frá upphafi. Enn þann dag í dag eru gjarnan merkingar á t.d. raftækjum sem segja “made in Germany” stórum stöfum á umbúðunum. Þetta sér maður sjaldan á vörum frá öðrum löndum. Þýskaland varð stærsti framleiðandi stáls í Evrópu seint á 19. öld og átti fjölskyldufyrirtækið Krupp lang stærstan þátt í því, en Krupp náði á tímabili að vera stærsta fyrirtæki Evrópu. Bandaríkin og Þýskaland voru langstærstu framleiðsluþjóðir stáls í byrjun 20. aldarinnar og eftir seinni heimstyrjöldina stækkaði stáliðnaðurinn í Vestur-Þýskalandi margfalt en Austur-Þýskaland helltist úr lestinni. Gæði þýska stálsins þótti skara framúr enda er gæðaeftirlit og fjöldaframleiðsla eitthvað sem þjóðverjar eru yfirburða góðir í. Þetta skilaði sér auðvitað í bílaiðnaðinn því að lengi vel þóttu þýskir bílar vera gerðir úr besta stálinu. Það sem einnig hefur ýtt undir ímynd þýskra bíla er staðreyndin að þeir hafa alltaf verið mjög vel settir saman og einungis úr mjög vönduðum efnum. Sem dæmi má nefna að innréttingar í þýskum bílum hafa ávallt verið í sérflokki og úr fyrsta flokks plasti, við, áli og leðri enda hafa aðrir bílaframleiðendur reynt að herma eftir þeim í marga áratugi. Einnig voru þýskir bílar alltaf þeir endingarbestu og biluðu þeir líka minnst, enda kostuðu þeir gríðarlega mikið.Japanir breyta bíliðnaðinumÁ 9. áratugnum fóru hlutirnir hins vegar að breytast. Japanskir bílar voru farnir að seljast vel í flestum heimshornum og biluðu þeir talsvert minna en allt annað á markaðnum og voru töluvert ódýrari. Seint á 10. áratugnum fóru þýskir bílaframleiðendur að hrynja niður listana í áreiðanleikakönnunum. Líklegasta skýringin fyrir því er að þegar ódýru og áreiðanlegu japönsku bílarnir voru búnir að hasla sér völl á markaðnum fóru dýru þýsku merkin að framleiða ódýrari týpur bíla til að vera samkeppnishæfir á fólksbílamarkaði. Þar sem að þeir voru ekki vanir því, fóru þeir að stytta sér leið til að halda framleiðslukostnaði niðri sem orsakaði hærri bilanatíðni. Það sem einnig getur ýtt undir óáreiðanleika og bilun er staðreyndin að flestir þýskir bílar eru stútfullir af nýjustu tækni og með auknu flækjustigi aukast líkurnar á bilun. Þessi þróun lék þýsku framleiðenduna grátt og eru þeir ennþá að reyna að ná sama orðstýr og þeir höfðu.Yfirburðir þýskrar verkfræðiStjórnendur þýsku bílamerkjanna hafa með einhverjum undantekningum alltaf verið verkfræðingar sem hafa verið lengi í bransanum og unnið sig upp stigann. Þess vegna hafa þýskir bílar yfirleitt verið gríðarlega vel hannaðir og úthugsaðir. Þar má einna helst nefna Ferdinand Piëch, austurrískan verkfræðing. Afi hans var hinn frægi Ferdinand Porsche. Byrjaði Piëch þess vegna hjá Porsche en flutti sig fljótlega til Audi vegna þess að afi hans vildi ekki að neinn í fjölskyldunni ynni hjá fyrirtækinu. Endaði hann síðan sem forstjóri Audi. Hann átti stóran þátt í Audi 100 verkefninu sem ég nefndi fyrr og einnig í quattro, bæði rallýbílnum og fjórhjólakerfi Audi. Velgengni Audi og tenging við Volkswagen gerði Piëch kleift að verða forstjóri Volkswagen Group í heild sinni árið 1993. Hann kom að kaupum VW Group á Bentley, Lamborghini og Bugatti en þurfti að fara á eftirlaun 65 ára samkvæmt reglum fyrirtækisins. Síðan þá hefur hann verið í stjórn félagsins og komið t.d. að þróun Lamborghini Gallardo, Audi R8 og Bugatti Veyron svo að fáir séu nefndir.Volkswagen Golf af annarri kynslóð.Aragrúi af sögufrægum bílum hafa komið frá Þýskalandi. Hér eru nokkrir þeirraVolkswagen Beetle - Kom í heiminn sem farartæki nasista árið 1938 en varð síðar kaldhæðnislega kenndur við hippakynslóðina. Hann er jafn mikilvægur, ef ekki mikilvægari fólksbíll í sögunni og Ford Model T fyrir Bandaríkin, Mini fyrir Bretland eða Renault 2CV fyrir Frakkland svo að ég nefni einhverja. Nýlega kom tæknilega séð þriðja kynslóð Bjöllunar út en það er mjög gróflega áætlað þar sem að upprunalega Bjallan breyttist mikið yfir þau 65 ár sem hún var í framleiðslu. Framleidd voru 21,5 milljón eintök af upprunalegu Bjöllunni og þá tel ég ekki með nýjustu tvær kynslóðirnar. Eftir að upphaflega Bjallan fór úr framleiðslu hafa nýju Bjöllurnar fengið á sig nýja ímynd. Þær eru mikið dýrari, talsvert stærri og mætti jafnvel kalla þær tískufyrirbrigði.Volkswagen Golf – Var í raun arftaki Bjöllunar sem fólksbíll Þýskalands. Hann kom fyrst út árið 1974, var einn af fyrstu almennilegu hlaðbökunum (e. Hatchback) og var stór partur af því af hverju hlaðbakar eru eins vinsælir og raun ber vitni. Golf er annar mest seldi bíll sögunnar en aðeins hefur Toyota Corolla selst meira. Hann er á sjöundu kynslóðinni núna og er til í alls kyns útfærslum, ekki bara sem hlaðbakur. Frægasta útfærslan er sport útgáfan GTI sem er ein mest selda sport útfærsla allra tíma og er í raun bíllinn sem aðrir bílaframleiðendur líta til þegar þeir ætla að gefa út nýjan “heitan hlaðbak” (e. Hot hatchback).Porsche 911 – Kom fyrst út árið 1963 sem eins konar þróuð næsta kynslóð af 356 sem ég nefndi fyrr í greininni. Hann var einnig með vélina aftast, rétt eins og forverinn og Bjallan, en hefur haldið því formi síðan, sem er mjög óalgengt. 911 er ótvírætt sögufrægasti og þekktasti sportbíll allra tíma. Bílablaðamenn hvaðan af úr heiminum hafa hælt hann stöðugt frá fyrsta framleiðsluári. Nánast alltaf þegar aðrir bílaframleiðendur þróa nýjan sportbíl hafa þeir Porsche 911 sem viðmið. Frá upphafi hefur hann einnig tekið þátt í hinum ýmsum formum akstursíþrótta, frá eyðimerkurrallýi til Le Mans og komið fram í gríðarlegu magni kvikmynda og sjónvarpsþátta.Mercedes-Benz S-Class – Viðmið í lúxusbílaflokknum. Sem viðmið meina ég að allir aðrir framleiðendur neyðast til þess að fylgjast með Benz til þess hreinlega að verða ekki eftir á, því að ótrúlega margar tækninýjungar hafa komið fyrst í Benz S-Class. Hann kom fyrst út árið 1972 undir þessu nafni en forverar hans voru hannaðir undir sömu meginreglu en hétu öðrum nöfnum. Til að nefna eitthvað af tækninýjungum sem fyrst komu í S-Class og forverum hans: Keflablásari (e. Supercharger en kallaður Kompressor hjá M.Benz) í fólksbíl, Díselvél í fólkbíl, árekstrarpróf, krumpusvæði, ABS bremsukerfi, spólvörn og skriðvörn (ESP), sjálftrekkjandi bílbelti, loftpúðar (ásamt General Motors) og loftpúðafjöðrun en allt þykir þetta venjulegt í nútíma bílum af öllum gerðum.Audi Quattro.Audi quattro – Líklega frægasti rallýbíll allra tíma. Nafnið þýðir “fjórir” á ítölsku, enda er bíllinn einn af fyrstu fjórhjóladrifnu fólksbílunum og var hann lauslega byggður á Audi 80. Hann var fyrst kynntur árið 1980 en vann heimsrallið árið 1982, 1983 og 1984 undir leiðsögn Michéle Mouton, fyrsta kvensiguvegarans og Stig Blomqvist, sem The Stig úr Top Gear er nefndur eftir. Til þess að mega keppa í rallinu þurfti Audi að framleiða eintök fyrir almenning sem enduðu 11,452 talsins yfir 11 ára tímabil. Quattro keppti í frægasta tímabili rallýsins, svokölluðu Group B tímabilinu, þar sem bílarnir voru hátt í 500 hestöfl, fisléttir og svo stórhættulegir að þeir voru bannaðir árið 1986.Audi R8 – Árið 2006 kynntu Audi sinn fyrsta ofursportbíl. Audi hafa alla tíð þótt vera auðveldir í umgengni og akstri, og yfirleitt eru þeir fjórhjóladrifnir. R8 var engin undantekning þar. Sportbílaarmur Audi, quattro, þróuðu í samvinnu við Lamborghini R8-una og Lamborghini Gallardo sem eru byggðir á sama grunninum. R8 er í grunninn með 414 hestafla 4,2 lítra V8 vél staðsetta í miðjunni, en fæst hann nú með öflugri 5,2 lítra V10. Það sem kemur þessum bíl á þennan lista er staðreyndin að þrátt fyrir að margir ofursportbílar hafi verið sagðir auðveldir að lifa með og nothæfir alla daga þá er þetta fyrsti bíllinn sem virkilega fellur undir þá skilgreiningu. Hann er nothæfur við allar aðstæður, meira að segja snjó, er tiltölulega áreiðanlegur miðað við sportbíl og auðveldur í akstri, en gríðarlega hraður samt sem áður.BMW M3 – Frasinn “The boy racer” eða strákakappakstursbíllinn er oft notaður yfir M3 enda hafa ungir menn sem aldnir, og konur, skemmt sér á þessum frábæru sport-fólksbílum í næstum 30 ár. Árið 1986 fengu þeir hjá BMW þá klikkuðu hugmynd að taka litla fólksbílinn sinn og skella í hann öflugri vél, stífri fjöðrun og taka af honum tvær hurðir. Þessi taktík var feiki vinsæl á þessum tíma en fáum tókst eins vel til og BMW. M3 varð strax mjög vinsæll enda var hann fisléttur og praktískur sportbíll sem kostaði ekki eins mikið og ofursportbílarnir en var alveg jafn hraður. Í dag eru bílar eftir sömu uppskrift fáanlegir hjá mörgum framleiðendum en um tíma var M3 eini á markaðnum og hefur hannOpel Manta – Þessi þykir líklegast sá lítt þekkti á listanum. Hann var engu að síður ótrúlega þýðingarmikill fyrir Opel merkið. Hann kom fyrst á markað árið 1970 sem svar Opel við hinum sívinsæla Ford Capri. Þetta voru laglegir tveggja dyra Coupé bílar sem voru fisléttir, afturhjóladrifnir og skemmtilegir í akstri. Manta varð hrikalega vinsæll sem rallýbíll enda voru þeir grunnur að góðum keppnisbíl og tiltölulega ódýrir.Trabant – Fæstir hafa miklar mætur á Trabant, enda var hann úreltur áður en hann kom út. Við Íslendingar ættum að þekkja hann vel því að hann var mjög algengur fyrir ekki svo löngu síðan. Hann var framhjóladrifinn, með plast yfirbyggingu og tvígengisvél. Ekki hljómar það sem efni í góðan bíl en það afsakaðist með verðinu. Hann var framleiddur af bílaframleiðandanum VEB Sachsenring frá árinu 1957 til 1991 og urðu eintökin 3,7 milljón talsins. Þótt það sé frekar leiðinlegt fyrir blásaklausa Trabant-inn þá varð hann fljótt að tákni Austur-Þýskalands enda seldust þeir lang best í volæðinu þar, ásamt fleiri löndum Austur-Evrópu og auðvitað Íslandi.Hinn sigursæli Le Mans bíll Audi.AksturíþróttirSaga akstursíþrótta í Þýskalandi er gríðarleg. Við fæðingu bílsins var keppt á fyrstu bílunum á móti hestum og töpuðu þeir lengi vel. Með þróun urðu bílarnir þó hraðari og hraðari og áttu Þjóðverjarnir mikinn þátt í því. Þýskir bílar hafa frá upphafi tekið þátt í flestum alþjóðlegum akstursíþróttum og hérna tel ég upp það helsta:Le Mans 24H – Porsche og Audi hafa verið ótrúlega sigurstranglegir á frægu La Sarthe brautinni í Frakklandi í gegnum árin. Le Mans er árleg 24 klukkustunda keppni sem telst ein mesta þolraun kappakstursbíla. Árið 1970 vann Porsche í fyrsta sinn og svo aftur öll tímabil á milli 1981 og 1987, en þeir náðu samtals 16 sigrum til ársins 1998. Ásamt því hafa þeir unnið allskonar aðrar keppnir, svo sem Targa Florio á Ítalíu, brekkukeppnina (e. Hillclimb) í Salzburg, Formula 2 og í öðrum keppni um víða veröld. Fyrir seinni heimstyrjöld var mjög skemmtilegt tímabil í þýskum akstursíþróttum sem hefur fengið nafnið Silfur Örvarnar (e. Silver Arrows). Þá kepptu helstu bílamerkin, svo sem Mercedes-Benz og Auto Union (Audi) með aðstoð frá Ferdinand Porsche um titilinn hraðasti bíll heims í keppni sem mætti kalla forvera Formúlu 1, ásamt því að keppast um heimsmet í hámarkshraða. Þetta tímabil byrjaði árið 1932 en endaði skyndilega 1939 þegar seinni heimstyrjöldin byrjaði. Eftir seinni heimstyrjöldina héldu þessi merki áfram að keppa í alþjóðlegum keppnum og hefur þeim gengið vel í flestum keppnum. Helst skal nefna velgengni Audi í Le Mans keppnum seinustu ára þar sem þeir hafa unnið 13 sinnum frá árinu 2000, en þrjú árin á undan því unnu Porsche tvisvar og BMW einu sinni.Formúla 1 – Velgengni þjóðverja í Formúlu 1 ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við nýafstaðið tímabil. Mercedes-Benz unnu sinn fyrsta sigur 1954 og svo aftur árið eftir. Síðan þá hafa þeir ásamt BMW verið með samkeppnishæf lið, en þó með hléum, þangað til núna í ár þar sem Mercedes liðið er með lang hröðustu bílana.World Rally Championship – Velgengni þýskra bílaframleiðenda í heimsrallinu mætti skipta í tvö tímabil. Fyrra tímabilið væri Group B tímabilið sem ég talaði um fyrr í greininni þar sem Audi quattro var sigursælastur í tvö ár. Það síðara eru seinustu tvö keppnistímabil þar sem Volkswagen af öllum hafa unnið eftir mörg ár af drottnun Citroën. Til gamans má nefna að Volkswagen kom flestum á óvart og vann Paris-Dakar eyðimerkurrallið árið 1980 með Iltis jeppanum sínum.DTM – Deutsche Touringwagen Masters er þýska kappakstursserían. Hún er keimlík Super GT í Japan sem ég talaði um í seinustu grein minni. Í DTM keppa helstu framleiðendur Þýskalands en þar má helst nefna Mercedes-Benz, Audi og BMW. Bílarnir eru lauslega byggðir á fólksbílum framleiðendanna. DTM og Super GT munu sameinast á næsta ári í alþjóðlega “Touring Car” keppni með sameiginlegar reglur. Ég vona að ég hafi komið til skila mikilvægi Þjóðverja í sögu bílsins. Í rauninni hef ég bara stiklað á stóru en það gerði ég líka þegar ég fjallaði um Japan. Fyrsti bíllinn var þýskur. Mikilvægasti fólksbíll allra tíma er þýskur. Sögufrægasti sportbíll allra tíma er þýskur. Þrír af tíu mest seldu bílum sögunnar koma frá sama þýska fyrirtækinu. Adolf Hitler átti mjög stóran þátt í byggingu þýsks bílaiðnaðar. Núverandi sigurvegarar þriggja stærstu kappaksturgreinanna, WRC, Formúla 1 og Le Mans eru þýskir. Þarf að segja meira? Áhugasamir vilja ef til vill lesa fyrri grein Sindra um það hvernig Japan breytti bíliðnaðinum í heiminum: https://www.visir.is/hvernig-japan-breytti-bilaidnadinum/article/2014140709983 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Í seinustu grein minni fór ég yfir helstu áhrif Japans á bílaiðnaðinn. Í þetta sinn ætla ég að fjalla um ekki síðri bílaþjóð sem þó hefur allt aðrar áherslur, hefðir og sögu en Japanirnir: Þýskaland. Margir gætu spurt af hverju svo oft sé talað um þýska stálið. Þrátt fyrir að það eigi ekkert endilega við í dag þá er nokkuð til í þeim frasa. Ég skal útskýra.Helstu bílaframleiðendur Þýskalands * Audi AG: Einn af “stóru þremur” lúxusbílaframleiðendum Þýskalands. Eru í eigu Volkswagen Group. Varð til við samruna fjögurra bílaframleiðanda. Kom fjórhjóladrifi inn á fólksbílamarkað. Sportbíladeild Audi heitir quattro.* BMW AG: Einn af “stóru þremur” lúxusbílaframleiðendum Þýskalands. Eiga Mini og Rolls-Royce bifreiðafyrirtækin og Husqvarna bifhjólafyrirtækið. Framleiða mótorhjól í lúxus- og ferðaklassa. Sportbíladeild BMW heitir M.* Ford Germany: Stór partur af Evrópska Ford merkinu og vinna í samvinnu við Ford í Bretlandi.* Daimler AG (Mercedes-Benz): Einn af “stóru þremur” lúxusbílaframleiðendum Þýskalands. Elsti bílaframleiðandi í heimi (bílar sem brenna olíu). Eiga alls kyns bifreiðafyrirtæki, m.a. Smart, Freightliner, Kamaz o.fl. Framleiða líka vörubíla, rútur og sendibíla. Voru fyrstir að framleiða fólksbíl með díselvél. Sportbíladeild Mercedes-Benz heitir AMG.* Opel AG (Adam Opel): Eru í eigu General Motors og vinna í samvinnu við Vauxhall í Bretlandi. Hafa átt lang stærstan hlut í þróun bíla GM frá því að samruninn varð.* Porsche AG: Eru í eigu Volkswagen Group. Stærsti og þekktasti sportbílaframleiðandi Þýskalands og þótt víðar væri leitað. Voru ábyrgir fyrir hönnun á VW Bjöllunni.* Volkswagen: Annar stærsti framleiðandi bifreiða í heiminum. Upphaflega stofnað af Hitler. Eiga alls kyns bifreiðafyrirtæki, m.a. Porsche, Audi, Skoda, SEAT, Bugatti, Bentley, Lamborghini, Man og Scania. Eiga þrjá bíla í lista yfir 10 mest seldu bíla sögunnar.Mercedes Benz S-Class.Upphafið hjá Mercedes BenzVið skulum byrja á að kíkja yfir söguna. Þjóðverjarnir Karl Benz og Nikolaus Otto þróuðu fjórgengisvélar á milli 1870 – 1880 og árið 1887 tróð Benz einni svoleiðis í lítinn þriggja hjóla vagn. Sá vagn var fyrsta bifreiðin sem knúin var áfram með bruna á olíu og markar upphaf mikillar þróunar sem hefur átt sér stað þar til dagsins í dag. Út frá því varð til fyrirtækið sem við þekkjum í dag sem Mercedes-Benz.Opel á langa og merka söguÁrið 1899 byrjuðu synir Adam Opel að framleiða bíla eftir að Opel hafði verið starfrækt frá árinu 1862, framleiðandi saumavélar og reiðhjól. Strax árið 1901 voru u.þ.b. 900 bifreiðar framleiddar í Þýskalandi af alls konar minni og stærri fyrirtækjum. Fyrst um sinn framleiddu Opel bræður bíla hannaða af Friedrich Lutzmann en bílarnir reyndust svo illa að þeir skiptu yfir í að framleiða franska bíla fyrir Þýskalandsmarkað sem hétu Darracq en samstarfið hætti árið 1907. Eftir það byrjuðu þeir að framleiða sína eigin bíla með reynsluna að vopni og voru þekktir fyrir að framleiða ódýra en endingabestu bíla síns tíma, oft kallaðir “læknabílar” því að læknar gjarnan völdu þá sem atvinnutæki. Upp úr 1920 varð Opel fyrsti bílaframleiðandi Þýskalands til að fjöldaframleiða bíla, rétt eins og Ford höfðu gert fáeinum árum áður í Bandaríkjunum.BMW M3.BMW úr flugvélum í bílaBayerische Motoren Werke, eða BMW, var stofnsett árið 1916 en framleiddi sína fyrstu bíla árið 1928. Fram að því framleiddi BMW vélar í flugvélar. Fyrstu bílar BMW voru framleiddir undir leyfi Austin frá Bretlandi og algjörlega byggðir á hinum vinsæla Austin 7. Bandarísk fyrirtæki voru í mikilli útrás stuttu eftir aldamótin og fluttu út alls kyns varning til stærstu landa Evrópu og Asíu, þ.á.m. bíla. Árið 1912 byrjuðu Ford að selja í þýskalandi en komu sér svo loks inn á þýska markaðinn almennilega með því að skrásetja fyrirtæki á vegum Ford í Þýskalandi, Ford Motor Company AG, og þ.a.l. fara framhjá gríðarháum innflutningstolli sem var á frá 1920 – 1925.Audi framleiddi lúxusdrossíurAudi kynnti sinn fyrsta bíl árið 1910. Danski auðkýfingurinn Jørgen Rasmussen, eigandi DKW bíla- og mótorhjólaframleiðandans, keypti Audi sem var í eigu August Horch og bandaríska bílaframleiðandann Rickenbacker og notaði V8 vélar þeirra í Audi bílana sem urðu að algjörum lúxusdrossíum. Árið 1932 sameinuðust Audi, Horch sem var fyrrverandi fyrirtæki August Horch, DKW og Wanderer, og formuðu stórveldið Auto Union AG. Þá varð grillmerki Audi til, fjórir hringir, en hver hringur stendur fyrir hvert fyrirtæki sem sameinaðist.Sameining Daimler, Mercedes Benz og MaybachÁrið 1926 sameinuðust fyrirtækin Daimler, Maybach og Benz & Cie. og úr varð Mercedes-Benz. Ástæðan fyrir nafninu var að fyrsti vinsæli bíll Daimler hét Mercedes og Karl Benz fann upp fyrsta bensínbílinn.Hitler markaði tímamótÞegar seinni heimstyrjöldin fór að nálgast urðu stakkaskipti í þýskum bílaiðnaði undir stjórn Adolf Hitler og nasista. Fyrir seinni heimstyrjöld voru þýskir bílar nánast einvörðungu lúxusbílar sem einungis vel efnað fólk hafði efni á að eignast. Hitler hrinti þá af stað hugmynd sinni, Motorisierung, sem gróflega úthlutast sem mótorvæðing á íslensku, sem átti að gera meðalmanni þýska þjóðfélagsins kleift að kaupa sinn fyrsta bíl. Uppbygging fræga Autobahn vegakerfisins fór af stað 1929 og ríkisrekni bílaframleiðandinn Volkswagen var settur á laggirnar 1937. Nafnið Volkswagen þýðir fólksbíll eða bíll fólksins og áttu þessir bílar að vera svo ódýrir að hvert heimili ætti að eiga einn.Porsche 911.Fékk Ferdinand Porsche til að hanna bjöllunaTil þess að meðalmaðurinn hefði efni á að eignast þennan nýja fólksbíl þurfti hann að vera mjög ódýr, eða um 990 Reichsmark. Það var engin leið til þess að framleiða bíl fyrir svo lágt verð, sem hefði varla dugað fyrir lítið mótorhjól, svo að Hitler setti á laggirnar prógram til þess að fjármagna framleiðsluna. Fólk keypti litla miða til að setja í bankabók og þegar það var búið að safna nógu mörgum miðum gat það fengið nýja fólksbílinn afhendan. Hitler fékk verkfræðinginn, frumkvöðulinn og hönnuðinn Ferdinand Porsche til að setja saman landslið hönnuða og verkfræðinga til að hanna fyrsta fólksbíl Þýskalands, sem átti að geta komist á 100 km/klst með tvo fullorðna og þrjú börn innanborðs. Bíllinn sem varð til köllum við Bjölluna en í byrjun hét hún KdF (Kraft durch Freude) sem þýðir “styrkur með hamingju”. Til þess að framleiða gríðarlegt áætlað magn af bílnum þurfti að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja var byggð árið 1938 í nýrri borg sem var kölluð KdF-borgin og var sérstaklega byggð fyrir verkafólk vann í verksmiðjunni.Wolfsburg verður tilÞessi borg heitir í dag Wolfsburg og eru höfuðstöðvar VW enn þar. Síðan skall á heimstyrjöld og hönnun KdF bílsins var breytt til þess að herinn gæti notað bílana í orrustu. Þá urðu til Kübelwagen og Schwimmwagen. Sá fyrrnefndi þjónaði saman tilgangi og Jeep jepparnir gerðu fyrir bandaríska herinn en sá síðarnefndi gat siglt á vatni. KdF verksmiðjan var tilbúin rétt um það leyti þegar heimstyrjöldin skall á og fór þá strax í að framleiða bíla fyrir herþjónustu líkt og flestar aðrar bílaverksmiðjur í Þýskalandi og öðrum löndum sem tóku þátt í heimstyrjöldinni. Þegar stríðinu lauk stálu Rússarnir öllu fjármagni sem þjóðin hafði safnað fyrir fólksbílunum svo að fólkið sem hafði fjárfest í verkefninu fengu aldrei fólksbíla sína afhenda. Eftir stríðið var KdF nafninu breytt yfir í Volkswagen á bílnum, og Wolfsburg á borginni.Breskur major bjargaði VolkswagenBretar höfðu yfirráð yfir svæðinu sem Wolfsburg var á eftir stríð og höfðu ekki hugmynd hvað þeir ættu að gera við þessa nýlegu en hálf eyðilögðu bílaverksmiðju. Fyrst átti að henda öllum bílunum og verkfærunum, eins og var oft gert í löndum sem höfðu tapað stríði. Breskur Major í hernum að nafni Ivan Hirst ákvað að mála eina Bjölluna græna og bjóða breska hernum 20.000 eintök af bílnum, sem þeir þáðu. Þar með var hann búinn að bjarga verksmiðjunni því að hún var aftur farin af stað við framleiðslu bíla. Næst bauð hann hinum ýmsu ríkjum, m.a. Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Frakklandi að taka yfir verksmiðjuna en enginn hafði áhuga á að framleiða þennan hráa og ljóta bíl. Verksmiðjan hélt þá áfram að vinna að uppbyggingu Vestur-Þýskalands eftir stríðið undir stjórn Heinrich Nordhoff sem kom frá Opel og almenningur gat loksins keypt sér sinn fólksbíl. Seinna meir varð Volkswagen ríkisrekið í Vestur-Þýskalandi og hóf útflutning. Löngu eftir stríð kom í ljós að nokkur bílafyrirtæki í Þýskalandi höfðu notað þrælavinnuafl í verksmiðjum sínum yfir stríðstímann og fór það illa með orðstýr þeirra þegar ásökunum rigndi yfir þau. Meðal fyrirtækjanna var meira að segja Ford sem fóru mjög illa útúr málinu.Tíð eigendaskiptiEftir stríð urðu eigendaskipti á þýskum bílaframleiðendum tíð. Audi verksmiðjan endaði austan megin við múrinn og Sóvíet-menn tóku verksmiðjulínu þeirra niður. Í þeirri gömlu verksmiðju voru síðar meir frægu Trabant-arnir framleiddir. Audi var tekið af fyrirtækjaskrá og var á tímabili ekki til, þangað til að nýtt Auto Union var sett á stokk í Vestur-Þýskalandi, nánar tiltekið í Ingolstadt, þar sem höfuðstöðvar Audi eru enn í dag. Húsnæðin sem þeir nýttu sér voru risastórar skemmur og byggingar sem voru áður í eigu hers Nasista. Þar sem Auto Union var gjörsamlega gjaldþrota nýtti það sér styrki frá Bæjaralandi, sýslunni sem það er staðsett í, ásamt Marshall aðstoð. Árið 1958 - 1959 keyptu Daimler-Benz, undir forystu Friedrich Flick, Auto Union. Þá voru þeir ennþá að framleiða eldgömul módel sem hönnuð voru fyrir stríð og gengu einungis á tvígengis vélum svo að Daimler-Benz hrynti af stað þróun Auto Union á nýjum bílum sem voru samkeppnishæfir og smíðuðu einnig stóra verksmiðju í Ingolstadt. Þegar það var komið seldu þeir Auto Union til Volkswagen sem nýtti sér allt afgangs pláss í nýju verksmiðjunni til að framleiða Bjölluna sem var enn mjög vinsæl.Audi R8.Audi verður til úr 4 framleiðendumUndir stjórn VW fóru Auto Union að nefna bílana sína aftur Audi, til þess að losna við ímynd Auto Union og tengingu þeirra við tvígengisvélar. Volkswagen hafði nánast einvörðungu keypt Auto Union fyrir nýju verksmiðjuna í Ingolstadt og tregir við að halda þróun Auto Union bílanna áfram. Þá fóru hönnuðir og verkfræðingar Auto Union að vinna að nýju módeli í leyni og án vitneskju VW. Úr því varð til hinn goðsagnakenndi Audi 100 sem stjórnendum VW leyst svo vel á að þeir hleyptu honum í framleiðslu og nýttu sér hönnun og tækni hans í sín eigin módel. Þar með var endurreisn Audi orðin að veruleika og áttu þeir bara eftir að dafna og stækka eftir það.Birtir til hjá OpelEkki lengur undir stjórn General Motors fóru Opel að framleiða vörubíla eftir stríð en helmingur verksmiðju þeirra var ónýtur og öll verkfæri og tól, 12.000 talsins, voru farin til Rússlands. Til að bæta gráu ofan á svart var verkalýðurinn í mjög slæmu ásigkomulagi, flestir mjög veikir eða vannærðir og á hverjum degi þótti venjulegt að nálægt 900 manns mættu ekki til vinnu eða fóru heim úr vinnu vegna veikinda. Þrátt fyrir allt þetta tókst þeim að endurbyggja verksmiðjuna og framleiða Opel Blitz vörubílinn árið 1946. Upp frá þessu fór fólkbílaframleiðsla aftur í gang, það birti til hjá Opel og árið 1948 tóku GM aftur yfir.Forveri Porsche 911 verður tilEftir stríð var Ferdinand Porsche handtekinn fyrir aðkomu sína að stríðinu. Hann hafði hjálpað Nasistum við að hanna skriðdreka ásamt fleiri hernaðartækjum og þurfti að sitja inni í 20 mánuði. Á meðan hann sat inni ákvað Ferry Porsche, sonur Ferdinands, að smíða sportbíl þar sem enginn svoleiðis var á markaðnum. Þar sem mikill skortur var á verkfærum og málmi svona stuttu eftir stríð þurfti hann að notast mikið við hluti fengna úr Bjöllunni. Porsche 365 varð til, markaði upphaf bílaframleiðslu Porsche og í senn sportbílaframleiðslu Þýskalands. Erwin Komenda var ábyrgur fyrir hönnun yfirbyggingar bílsins en hann var einnig partur af hönnun Bjöllunnar. Seinna meir skiptu Porsche öllum Volkswagen pörtum út fyrir sína eigin.Isetta kemur BMW á sporiðÁrið 1959 var bifreiðadeild BMW komin í mikla fjárhagskrísu en BMW hafði aðallega framleitt vélar í flugvélar fyrir nasista í seinni heimstyrjöldinni. Þeir ákváðu að framleiða bíl, sem hannaður var af Ítalska fyrirtækinu Iso, fyrir þýskalandsmarkað. Bíllinn hét Isetta og var einn af fjölmörgum Bubblubílum (e. Bubblecars) sem voru í framleiðslu á þessum tíma en þeir voru mjög vinsælir. Þeir voru ýmist þriggja- eða fjögurra hjóla og mjög litlir, enda einungis drifnir af litlum mótorhjólavélum. BMW Isetta sló í gegn og kom BMW aftur á kortið hvað varðar bílaframleiðslu. Árið 1962 fóru þeir aftur að framleiða fólksbíla og sportbíla í fullri stærð sem þóttu mjög góðir í akstri og þróaðir í hönnun.Opel Manta.Af hverju tölum við um “þýska stálið”?Þjóðverjar hafa lengi verið orðaðir við góð vinnubrögð, fullkomnunaráráttu og skipulag. Þetta hefur skinið í gegn í þýskri framleiðslu frá upphafi. Enn þann dag í dag eru gjarnan merkingar á t.d. raftækjum sem segja “made in Germany” stórum stöfum á umbúðunum. Þetta sér maður sjaldan á vörum frá öðrum löndum. Þýskaland varð stærsti framleiðandi stáls í Evrópu seint á 19. öld og átti fjölskyldufyrirtækið Krupp lang stærstan þátt í því, en Krupp náði á tímabili að vera stærsta fyrirtæki Evrópu. Bandaríkin og Þýskaland voru langstærstu framleiðsluþjóðir stáls í byrjun 20. aldarinnar og eftir seinni heimstyrjöldina stækkaði stáliðnaðurinn í Vestur-Þýskalandi margfalt en Austur-Þýskaland helltist úr lestinni. Gæði þýska stálsins þótti skara framúr enda er gæðaeftirlit og fjöldaframleiðsla eitthvað sem þjóðverjar eru yfirburða góðir í. Þetta skilaði sér auðvitað í bílaiðnaðinn því að lengi vel þóttu þýskir bílar vera gerðir úr besta stálinu. Það sem einnig hefur ýtt undir ímynd þýskra bíla er staðreyndin að þeir hafa alltaf verið mjög vel settir saman og einungis úr mjög vönduðum efnum. Sem dæmi má nefna að innréttingar í þýskum bílum hafa ávallt verið í sérflokki og úr fyrsta flokks plasti, við, áli og leðri enda hafa aðrir bílaframleiðendur reynt að herma eftir þeim í marga áratugi. Einnig voru þýskir bílar alltaf þeir endingarbestu og biluðu þeir líka minnst, enda kostuðu þeir gríðarlega mikið.Japanir breyta bíliðnaðinumÁ 9. áratugnum fóru hlutirnir hins vegar að breytast. Japanskir bílar voru farnir að seljast vel í flestum heimshornum og biluðu þeir talsvert minna en allt annað á markaðnum og voru töluvert ódýrari. Seint á 10. áratugnum fóru þýskir bílaframleiðendur að hrynja niður listana í áreiðanleikakönnunum. Líklegasta skýringin fyrir því er að þegar ódýru og áreiðanlegu japönsku bílarnir voru búnir að hasla sér völl á markaðnum fóru dýru þýsku merkin að framleiða ódýrari týpur bíla til að vera samkeppnishæfir á fólksbílamarkaði. Þar sem að þeir voru ekki vanir því, fóru þeir að stytta sér leið til að halda framleiðslukostnaði niðri sem orsakaði hærri bilanatíðni. Það sem einnig getur ýtt undir óáreiðanleika og bilun er staðreyndin að flestir þýskir bílar eru stútfullir af nýjustu tækni og með auknu flækjustigi aukast líkurnar á bilun. Þessi þróun lék þýsku framleiðenduna grátt og eru þeir ennþá að reyna að ná sama orðstýr og þeir höfðu.Yfirburðir þýskrar verkfræðiStjórnendur þýsku bílamerkjanna hafa með einhverjum undantekningum alltaf verið verkfræðingar sem hafa verið lengi í bransanum og unnið sig upp stigann. Þess vegna hafa þýskir bílar yfirleitt verið gríðarlega vel hannaðir og úthugsaðir. Þar má einna helst nefna Ferdinand Piëch, austurrískan verkfræðing. Afi hans var hinn frægi Ferdinand Porsche. Byrjaði Piëch þess vegna hjá Porsche en flutti sig fljótlega til Audi vegna þess að afi hans vildi ekki að neinn í fjölskyldunni ynni hjá fyrirtækinu. Endaði hann síðan sem forstjóri Audi. Hann átti stóran þátt í Audi 100 verkefninu sem ég nefndi fyrr og einnig í quattro, bæði rallýbílnum og fjórhjólakerfi Audi. Velgengni Audi og tenging við Volkswagen gerði Piëch kleift að verða forstjóri Volkswagen Group í heild sinni árið 1993. Hann kom að kaupum VW Group á Bentley, Lamborghini og Bugatti en þurfti að fara á eftirlaun 65 ára samkvæmt reglum fyrirtækisins. Síðan þá hefur hann verið í stjórn félagsins og komið t.d. að þróun Lamborghini Gallardo, Audi R8 og Bugatti Veyron svo að fáir séu nefndir.Volkswagen Golf af annarri kynslóð.Aragrúi af sögufrægum bílum hafa komið frá Þýskalandi. Hér eru nokkrir þeirraVolkswagen Beetle - Kom í heiminn sem farartæki nasista árið 1938 en varð síðar kaldhæðnislega kenndur við hippakynslóðina. Hann er jafn mikilvægur, ef ekki mikilvægari fólksbíll í sögunni og Ford Model T fyrir Bandaríkin, Mini fyrir Bretland eða Renault 2CV fyrir Frakkland svo að ég nefni einhverja. Nýlega kom tæknilega séð þriðja kynslóð Bjöllunar út en það er mjög gróflega áætlað þar sem að upprunalega Bjallan breyttist mikið yfir þau 65 ár sem hún var í framleiðslu. Framleidd voru 21,5 milljón eintök af upprunalegu Bjöllunni og þá tel ég ekki með nýjustu tvær kynslóðirnar. Eftir að upphaflega Bjallan fór úr framleiðslu hafa nýju Bjöllurnar fengið á sig nýja ímynd. Þær eru mikið dýrari, talsvert stærri og mætti jafnvel kalla þær tískufyrirbrigði.Volkswagen Golf – Var í raun arftaki Bjöllunar sem fólksbíll Þýskalands. Hann kom fyrst út árið 1974, var einn af fyrstu almennilegu hlaðbökunum (e. Hatchback) og var stór partur af því af hverju hlaðbakar eru eins vinsælir og raun ber vitni. Golf er annar mest seldi bíll sögunnar en aðeins hefur Toyota Corolla selst meira. Hann er á sjöundu kynslóðinni núna og er til í alls kyns útfærslum, ekki bara sem hlaðbakur. Frægasta útfærslan er sport útgáfan GTI sem er ein mest selda sport útfærsla allra tíma og er í raun bíllinn sem aðrir bílaframleiðendur líta til þegar þeir ætla að gefa út nýjan “heitan hlaðbak” (e. Hot hatchback).Porsche 911 – Kom fyrst út árið 1963 sem eins konar þróuð næsta kynslóð af 356 sem ég nefndi fyrr í greininni. Hann var einnig með vélina aftast, rétt eins og forverinn og Bjallan, en hefur haldið því formi síðan, sem er mjög óalgengt. 911 er ótvírætt sögufrægasti og þekktasti sportbíll allra tíma. Bílablaðamenn hvaðan af úr heiminum hafa hælt hann stöðugt frá fyrsta framleiðsluári. Nánast alltaf þegar aðrir bílaframleiðendur þróa nýjan sportbíl hafa þeir Porsche 911 sem viðmið. Frá upphafi hefur hann einnig tekið þátt í hinum ýmsum formum akstursíþrótta, frá eyðimerkurrallýi til Le Mans og komið fram í gríðarlegu magni kvikmynda og sjónvarpsþátta.Mercedes-Benz S-Class – Viðmið í lúxusbílaflokknum. Sem viðmið meina ég að allir aðrir framleiðendur neyðast til þess að fylgjast með Benz til þess hreinlega að verða ekki eftir á, því að ótrúlega margar tækninýjungar hafa komið fyrst í Benz S-Class. Hann kom fyrst út árið 1972 undir þessu nafni en forverar hans voru hannaðir undir sömu meginreglu en hétu öðrum nöfnum. Til að nefna eitthvað af tækninýjungum sem fyrst komu í S-Class og forverum hans: Keflablásari (e. Supercharger en kallaður Kompressor hjá M.Benz) í fólksbíl, Díselvél í fólkbíl, árekstrarpróf, krumpusvæði, ABS bremsukerfi, spólvörn og skriðvörn (ESP), sjálftrekkjandi bílbelti, loftpúðar (ásamt General Motors) og loftpúðafjöðrun en allt þykir þetta venjulegt í nútíma bílum af öllum gerðum.Audi Quattro.Audi quattro – Líklega frægasti rallýbíll allra tíma. Nafnið þýðir “fjórir” á ítölsku, enda er bíllinn einn af fyrstu fjórhjóladrifnu fólksbílunum og var hann lauslega byggður á Audi 80. Hann var fyrst kynntur árið 1980 en vann heimsrallið árið 1982, 1983 og 1984 undir leiðsögn Michéle Mouton, fyrsta kvensiguvegarans og Stig Blomqvist, sem The Stig úr Top Gear er nefndur eftir. Til þess að mega keppa í rallinu þurfti Audi að framleiða eintök fyrir almenning sem enduðu 11,452 talsins yfir 11 ára tímabil. Quattro keppti í frægasta tímabili rallýsins, svokölluðu Group B tímabilinu, þar sem bílarnir voru hátt í 500 hestöfl, fisléttir og svo stórhættulegir að þeir voru bannaðir árið 1986.Audi R8 – Árið 2006 kynntu Audi sinn fyrsta ofursportbíl. Audi hafa alla tíð þótt vera auðveldir í umgengni og akstri, og yfirleitt eru þeir fjórhjóladrifnir. R8 var engin undantekning þar. Sportbílaarmur Audi, quattro, þróuðu í samvinnu við Lamborghini R8-una og Lamborghini Gallardo sem eru byggðir á sama grunninum. R8 er í grunninn með 414 hestafla 4,2 lítra V8 vél staðsetta í miðjunni, en fæst hann nú með öflugri 5,2 lítra V10. Það sem kemur þessum bíl á þennan lista er staðreyndin að þrátt fyrir að margir ofursportbílar hafi verið sagðir auðveldir að lifa með og nothæfir alla daga þá er þetta fyrsti bíllinn sem virkilega fellur undir þá skilgreiningu. Hann er nothæfur við allar aðstæður, meira að segja snjó, er tiltölulega áreiðanlegur miðað við sportbíl og auðveldur í akstri, en gríðarlega hraður samt sem áður.BMW M3 – Frasinn “The boy racer” eða strákakappakstursbíllinn er oft notaður yfir M3 enda hafa ungir menn sem aldnir, og konur, skemmt sér á þessum frábæru sport-fólksbílum í næstum 30 ár. Árið 1986 fengu þeir hjá BMW þá klikkuðu hugmynd að taka litla fólksbílinn sinn og skella í hann öflugri vél, stífri fjöðrun og taka af honum tvær hurðir. Þessi taktík var feiki vinsæl á þessum tíma en fáum tókst eins vel til og BMW. M3 varð strax mjög vinsæll enda var hann fisléttur og praktískur sportbíll sem kostaði ekki eins mikið og ofursportbílarnir en var alveg jafn hraður. Í dag eru bílar eftir sömu uppskrift fáanlegir hjá mörgum framleiðendum en um tíma var M3 eini á markaðnum og hefur hannOpel Manta – Þessi þykir líklegast sá lítt þekkti á listanum. Hann var engu að síður ótrúlega þýðingarmikill fyrir Opel merkið. Hann kom fyrst á markað árið 1970 sem svar Opel við hinum sívinsæla Ford Capri. Þetta voru laglegir tveggja dyra Coupé bílar sem voru fisléttir, afturhjóladrifnir og skemmtilegir í akstri. Manta varð hrikalega vinsæll sem rallýbíll enda voru þeir grunnur að góðum keppnisbíl og tiltölulega ódýrir.Trabant – Fæstir hafa miklar mætur á Trabant, enda var hann úreltur áður en hann kom út. Við Íslendingar ættum að þekkja hann vel því að hann var mjög algengur fyrir ekki svo löngu síðan. Hann var framhjóladrifinn, með plast yfirbyggingu og tvígengisvél. Ekki hljómar það sem efni í góðan bíl en það afsakaðist með verðinu. Hann var framleiddur af bílaframleiðandanum VEB Sachsenring frá árinu 1957 til 1991 og urðu eintökin 3,7 milljón talsins. Þótt það sé frekar leiðinlegt fyrir blásaklausa Trabant-inn þá varð hann fljótt að tákni Austur-Þýskalands enda seldust þeir lang best í volæðinu þar, ásamt fleiri löndum Austur-Evrópu og auðvitað Íslandi.Hinn sigursæli Le Mans bíll Audi.AksturíþróttirSaga akstursíþrótta í Þýskalandi er gríðarleg. Við fæðingu bílsins var keppt á fyrstu bílunum á móti hestum og töpuðu þeir lengi vel. Með þróun urðu bílarnir þó hraðari og hraðari og áttu Þjóðverjarnir mikinn þátt í því. Þýskir bílar hafa frá upphafi tekið þátt í flestum alþjóðlegum akstursíþróttum og hérna tel ég upp það helsta:Le Mans 24H – Porsche og Audi hafa verið ótrúlega sigurstranglegir á frægu La Sarthe brautinni í Frakklandi í gegnum árin. Le Mans er árleg 24 klukkustunda keppni sem telst ein mesta þolraun kappakstursbíla. Árið 1970 vann Porsche í fyrsta sinn og svo aftur öll tímabil á milli 1981 og 1987, en þeir náðu samtals 16 sigrum til ársins 1998. Ásamt því hafa þeir unnið allskonar aðrar keppnir, svo sem Targa Florio á Ítalíu, brekkukeppnina (e. Hillclimb) í Salzburg, Formula 2 og í öðrum keppni um víða veröld. Fyrir seinni heimstyrjöld var mjög skemmtilegt tímabil í þýskum akstursíþróttum sem hefur fengið nafnið Silfur Örvarnar (e. Silver Arrows). Þá kepptu helstu bílamerkin, svo sem Mercedes-Benz og Auto Union (Audi) með aðstoð frá Ferdinand Porsche um titilinn hraðasti bíll heims í keppni sem mætti kalla forvera Formúlu 1, ásamt því að keppast um heimsmet í hámarkshraða. Þetta tímabil byrjaði árið 1932 en endaði skyndilega 1939 þegar seinni heimstyrjöldin byrjaði. Eftir seinni heimstyrjöldina héldu þessi merki áfram að keppa í alþjóðlegum keppnum og hefur þeim gengið vel í flestum keppnum. Helst skal nefna velgengni Audi í Le Mans keppnum seinustu ára þar sem þeir hafa unnið 13 sinnum frá árinu 2000, en þrjú árin á undan því unnu Porsche tvisvar og BMW einu sinni.Formúla 1 – Velgengni þjóðverja í Formúlu 1 ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við nýafstaðið tímabil. Mercedes-Benz unnu sinn fyrsta sigur 1954 og svo aftur árið eftir. Síðan þá hafa þeir ásamt BMW verið með samkeppnishæf lið, en þó með hléum, þangað til núna í ár þar sem Mercedes liðið er með lang hröðustu bílana.World Rally Championship – Velgengni þýskra bílaframleiðenda í heimsrallinu mætti skipta í tvö tímabil. Fyrra tímabilið væri Group B tímabilið sem ég talaði um fyrr í greininni þar sem Audi quattro var sigursælastur í tvö ár. Það síðara eru seinustu tvö keppnistímabil þar sem Volkswagen af öllum hafa unnið eftir mörg ár af drottnun Citroën. Til gamans má nefna að Volkswagen kom flestum á óvart og vann Paris-Dakar eyðimerkurrallið árið 1980 með Iltis jeppanum sínum.DTM – Deutsche Touringwagen Masters er þýska kappakstursserían. Hún er keimlík Super GT í Japan sem ég talaði um í seinustu grein minni. Í DTM keppa helstu framleiðendur Þýskalands en þar má helst nefna Mercedes-Benz, Audi og BMW. Bílarnir eru lauslega byggðir á fólksbílum framleiðendanna. DTM og Super GT munu sameinast á næsta ári í alþjóðlega “Touring Car” keppni með sameiginlegar reglur. Ég vona að ég hafi komið til skila mikilvægi Þjóðverja í sögu bílsins. Í rauninni hef ég bara stiklað á stóru en það gerði ég líka þegar ég fjallaði um Japan. Fyrsti bíllinn var þýskur. Mikilvægasti fólksbíll allra tíma er þýskur. Sögufrægasti sportbíll allra tíma er þýskur. Þrír af tíu mest seldu bílum sögunnar koma frá sama þýska fyrirtækinu. Adolf Hitler átti mjög stóran þátt í byggingu þýsks bílaiðnaðar. Núverandi sigurvegarar þriggja stærstu kappaksturgreinanna, WRC, Formúla 1 og Le Mans eru þýskir. Þarf að segja meira? Áhugasamir vilja ef til vill lesa fyrri grein Sindra um það hvernig Japan breytti bíliðnaðinum í heiminum: https://www.visir.is/hvernig-japan-breytti-bilaidnadinum/article/2014140709983
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent