Ragmagnsvélahitarar geta sparað milljónir lítra af jarðefnaeldsneyti Guðrún Lilja Kristinsdóttir skrifar 3. desember 2014 10:30 Hér er rafmagnsvélahitari fyrir hvern bíl. Gjaldeyrissparnaður, nýsköpun, atvinnutækifæri og minni koltvísýringsútblástur – eru dæmi um kosti þess að auka notkun innlendrar vistvænnar orku í samgöngum. Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að auka hlut bíla sem nýta vistvæna orku og hefur talsvert áunnist í þeim efnum. Fjölbreytni í tæknilausnum hefur aukist á markaðnum en almenningur á oft og tíðum erfitt með að skipta yfir í nýja, óþekkta tækni. Ólíkar kröfur eru gerðar til bílanna og skiptir búseta fólks máli enda innviðir ekki alltaf til staðar. Ódýr fjárfesting Til að auka notkun innlendrar orku er ekki nauðsynlegt að ráðast í dýrar fjárfestingar í nýjum farartækjum. Vel þekkt dæmi frá nágrannalöndunum eru rafmagnsvélahitarar en undanfarin ár hefur Íslensk nýorka rannsakað kosti og galla slíkra hitara og eru niðurstöður þeirra rannsókna nánast þær sömu og viðmiðunarrannsókna í nágrannalöndunum:- Að meðaltali má áætla að heildareldsneytissparnaður sé um 10,7% þegar bíllinn er ræstur í köldu loftslagi- Það fer betur með vélina að vera forhituð í köldu loftslagi, hærra hitastig í brunahólfi leiðir m.a. af sér minni núning vélarhluta.- Sýnt hefur verið fram á minni sótmyndun, minnkun krabbameinsvaldandi efna og svifryks í útblæstrinum.- Einfalt er að bæta við innanrýmishitara sem hitar upp innanrými bílsins sem hefur í för með sér þægindi, t.d. frostlausar rúður auk þess sem lásar og hurðir frjósa síður fastar.Gagnlegir 8 mánuði á áriRannsóknir sýna að vélahitarar hafi áhrif á eldsneytissparnað við hitastig upp að 5°C og eru því gagnlegir allt að 8 mánuði ársins við þá veðráttu sem Íslendingar búa við. Búnaðurinn gengur í flestar tegundir bifreiða, óháð eldsneytisgjafa, en í rannsóknum var einnig litið til metanbíla og kom fram svipaður eldsneytissparnaður fyrir þá og hefðbundna bíla. Bíll sem keyrður er 40 kílómetra á dag að meðaltali og eyðir 7 lítrum á hundraði eyðir sem svarar rúmum 2.000 krónum minna í eldsneyti á mánuði með notkun rafmagnsvélahitara en hann gerir án hans. Á móti kemur að ef miðað er við daglega notkun mun rafmagnsreikningur heimilisins aukist um tæpar 900 kr. á mánuði og er heildarsparnaður því rúmar 1.200 kr á mánuði auk betri endingu vélar, aukinna þæginda og minni umhverfisáhrifa.Gæti sparað 6-7 milljónir lítra á áriKostnaður við ísetningu vélahitara er nokkur, en búnaðurinn með ísetningu kostar tæpar 100.000 krónur. Draga mætti úr þeim kostnaði með því að setja búnaðinn í við standsetningu bíla og eru bílainnflytjendur hvattir til að bjóða uppá rafmagnsvélahitara sem aukabúnað. Þannig mætti ná fram verulegum efnahagslegum ávinningi fyrir notendur. Stjórnvöld ættu einnig að sjá hag í aukinni notkun vélahitara og gætu stuðlað að því með því að draga úr álögum. Sem dæmi má áætla að ef helmingur bílaflotans notaði vélahitara gætu sparast um 6-7 milljónir lítra á ári eða um eitt olíuskip á ársgrundvelli.Noregur í fararbroddiÍ Noregi finnast innstungur við fjölmörg íbúðarhús og flestalla vinnustaði en þar eru rafmagnsvélahitarar staðalbúnaður. Rafbílavæðing Noregs hefur notið góðs af þar sem stór hluti innviða var þegar til staðar. Ætla má því að aukin notkun vélahitara í núverandi bílaflota geti auðveldað mjög fyrir aukinni notkun rafbíla. Miklir möguleikar eru fyrir hendi sem geta á skömmum tíma sparað okkur milljónir lítra af innflutu jarðefnaeldsneyti. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent
Gjaldeyrissparnaður, nýsköpun, atvinnutækifæri og minni koltvísýringsútblástur – eru dæmi um kosti þess að auka notkun innlendrar vistvænnar orku í samgöngum. Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að auka hlut bíla sem nýta vistvæna orku og hefur talsvert áunnist í þeim efnum. Fjölbreytni í tæknilausnum hefur aukist á markaðnum en almenningur á oft og tíðum erfitt með að skipta yfir í nýja, óþekkta tækni. Ólíkar kröfur eru gerðar til bílanna og skiptir búseta fólks máli enda innviðir ekki alltaf til staðar. Ódýr fjárfesting Til að auka notkun innlendrar orku er ekki nauðsynlegt að ráðast í dýrar fjárfestingar í nýjum farartækjum. Vel þekkt dæmi frá nágrannalöndunum eru rafmagnsvélahitarar en undanfarin ár hefur Íslensk nýorka rannsakað kosti og galla slíkra hitara og eru niðurstöður þeirra rannsókna nánast þær sömu og viðmiðunarrannsókna í nágrannalöndunum:- Að meðaltali má áætla að heildareldsneytissparnaður sé um 10,7% þegar bíllinn er ræstur í köldu loftslagi- Það fer betur með vélina að vera forhituð í köldu loftslagi, hærra hitastig í brunahólfi leiðir m.a. af sér minni núning vélarhluta.- Sýnt hefur verið fram á minni sótmyndun, minnkun krabbameinsvaldandi efna og svifryks í útblæstrinum.- Einfalt er að bæta við innanrýmishitara sem hitar upp innanrými bílsins sem hefur í för með sér þægindi, t.d. frostlausar rúður auk þess sem lásar og hurðir frjósa síður fastar.Gagnlegir 8 mánuði á áriRannsóknir sýna að vélahitarar hafi áhrif á eldsneytissparnað við hitastig upp að 5°C og eru því gagnlegir allt að 8 mánuði ársins við þá veðráttu sem Íslendingar búa við. Búnaðurinn gengur í flestar tegundir bifreiða, óháð eldsneytisgjafa, en í rannsóknum var einnig litið til metanbíla og kom fram svipaður eldsneytissparnaður fyrir þá og hefðbundna bíla. Bíll sem keyrður er 40 kílómetra á dag að meðaltali og eyðir 7 lítrum á hundraði eyðir sem svarar rúmum 2.000 krónum minna í eldsneyti á mánuði með notkun rafmagnsvélahitara en hann gerir án hans. Á móti kemur að ef miðað er við daglega notkun mun rafmagnsreikningur heimilisins aukist um tæpar 900 kr. á mánuði og er heildarsparnaður því rúmar 1.200 kr á mánuði auk betri endingu vélar, aukinna þæginda og minni umhverfisáhrifa.Gæti sparað 6-7 milljónir lítra á áriKostnaður við ísetningu vélahitara er nokkur, en búnaðurinn með ísetningu kostar tæpar 100.000 krónur. Draga mætti úr þeim kostnaði með því að setja búnaðinn í við standsetningu bíla og eru bílainnflytjendur hvattir til að bjóða uppá rafmagnsvélahitara sem aukabúnað. Þannig mætti ná fram verulegum efnahagslegum ávinningi fyrir notendur. Stjórnvöld ættu einnig að sjá hag í aukinni notkun vélahitara og gætu stuðlað að því með því að draga úr álögum. Sem dæmi má áætla að ef helmingur bílaflotans notaði vélahitara gætu sparast um 6-7 milljónir lítra á ári eða um eitt olíuskip á ársgrundvelli.Noregur í fararbroddiÍ Noregi finnast innstungur við fjölmörg íbúðarhús og flestalla vinnustaði en þar eru rafmagnsvélahitarar staðalbúnaður. Rafbílavæðing Noregs hefur notið góðs af þar sem stór hluti innviða var þegar til staðar. Ætla má því að aukin notkun vélahitara í núverandi bílaflota geti auðveldað mjög fyrir aukinni notkun rafbíla. Miklir möguleikar eru fyrir hendi sem geta á skömmum tíma sparað okkur milljónir lítra af innflutu jarðefnaeldsneyti.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent