Hummer Rússlands Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 10:02 ZIL hertrukkurinn tekst á við snjóinn. ZIL bílaframleiðandinn rússneski hefur nú framleitt torfærubíl fyrir rússneska herinn og auðveldlega mætti segja að hér sé kominn Hummer þeirra Rússa. Bíllinn ætti að komast leiðar sinnar í ófærð, enda mjög háfættur og á stórum dekkjum. Bíllinn er einstaklega léttur miðað við stærð, eða aðeins 2,5 tonn. Það er svipuð þyngd og á meðalstórum jeppa, en þessi bíll er miklu stærri í sniðum. Það er kannski eins gott að þessi bíll sé léttur þar sem vélin í honum er enginn kraftaköggull. Hún er 183 hestafla og fjögurra strokka Cummins dísilvél. Margt frumstætt einkennir þennan bíl, til dæmis er hann á blaðfjöðrum og með „Drum“ bremsur. Hann tekur 10 farþega og gert er ráð fyrir því að tveir þeirra sem sitja við afturhorn bílsins geti skotið gegnum op úr bílnum á ferð. Innanrými herbílsins. Opna má bílinn á ýmsa vegu. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
ZIL bílaframleiðandinn rússneski hefur nú framleitt torfærubíl fyrir rússneska herinn og auðveldlega mætti segja að hér sé kominn Hummer þeirra Rússa. Bíllinn ætti að komast leiðar sinnar í ófærð, enda mjög háfættur og á stórum dekkjum. Bíllinn er einstaklega léttur miðað við stærð, eða aðeins 2,5 tonn. Það er svipuð þyngd og á meðalstórum jeppa, en þessi bíll er miklu stærri í sniðum. Það er kannski eins gott að þessi bíll sé léttur þar sem vélin í honum er enginn kraftaköggull. Hún er 183 hestafla og fjögurra strokka Cummins dísilvél. Margt frumstætt einkennir þennan bíl, til dæmis er hann á blaðfjöðrum og með „Drum“ bremsur. Hann tekur 10 farþega og gert er ráð fyrir því að tveir þeirra sem sitja við afturhorn bílsins geti skotið gegnum op úr bílnum á ferð. Innanrými herbílsins. Opna má bílinn á ýmsa vegu.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent