Minnkandi eftirspurn eftir bílum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 15:09 Frá bílasölu í Kína. Hin gríðarlega aukning sem verið hefur á undanförnum árum eftir bílum í Kína hefur nú loks minnkað og bílar hlaðast nú upp hjá mörgum bílasölum þar eystra. Er svo komið að þeir eru farnir að bjóða afslætti á bílum eins og þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma bílum sínum út. Það hefur orðið til að margar þeirra eru ekki lengur reknar með hagnaði og gætu margar þeirra farið á hausinn á næstunni. Bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum keppst við að flytja inn bíla sem og að setja upp eigin bílaverksmiður í Kína og hafa sumir þeirra jafnvel farið offari og gert ráð fyrir álíka vexti og hefur verið undanfarin ár. Það gæti komið í bakið á þeim ef að eftirspurnin fer áfram minnkandi. Engu að síður eru áform sumra bílaframleiðenda stórtæk. Dæmi um það er Volkswagen sem ætlar að auka framleiðslu sína í 4 milljónir bíla í Kína til 2018, en Volkswagen seldi 3,1 milljón bíla þarlendis í fyrra. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent
Hin gríðarlega aukning sem verið hefur á undanförnum árum eftir bílum í Kína hefur nú loks minnkað og bílar hlaðast nú upp hjá mörgum bílasölum þar eystra. Er svo komið að þeir eru farnir að bjóða afslætti á bílum eins og þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma bílum sínum út. Það hefur orðið til að margar þeirra eru ekki lengur reknar með hagnaði og gætu margar þeirra farið á hausinn á næstunni. Bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum keppst við að flytja inn bíla sem og að setja upp eigin bílaverksmiður í Kína og hafa sumir þeirra jafnvel farið offari og gert ráð fyrir álíka vexti og hefur verið undanfarin ár. Það gæti komið í bakið á þeim ef að eftirspurnin fer áfram minnkandi. Engu að síður eru áform sumra bílaframleiðenda stórtæk. Dæmi um það er Volkswagen sem ætlar að auka framleiðslu sína í 4 milljónir bíla í Kína til 2018, en Volkswagen seldi 3,1 milljón bíla þarlendis í fyrra.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent