Smákökur með salthnetum
100 g salthnetur100 g hnetusmjör
125 g bráðið smjör
140 g sykur
1 1/2 tsk vanillusykur
1 egg
200 g hveiti
1 tsk lyftiduft
Hitið ofninn í 180°C. Grófsaxið salthneturnar. Blandið hnetusmjöri, smjöri, sykri og vanillusykri vel saman. Því næst egginu. Blandið hveiti og lyftidufti saman í annarri skál og bætið því næst við smjörblönduna. Blandið salthnetunum vel saman við. Búið til kúlur úr deiginu og setjið þær á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Bakið í 12 mínútur.
Fengið hér.