Ford Mondeo fyrirtækjabíll ársins í Danmörku Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 10:19 Ford Mondeo árgerð 2015. Frændur okkar í Jyllands Posten í Danmörku kjósa ár hvert þann bíl sem þeir telja besta kostinn fyrir fyrirtæki að kaupa. Í ár völdu þeir Ford Mondeo sem fyrirtækjabíl ársins, eða BusinessBilen 2015. Ford Mondeo var valinn umfram þrjá aðra bíla sem komust í úrslit, en það voru Volkswagen Passat, Volvo V60 og Audi A4. Dómnefndin taldi sérstaklega til úthugsaða innréttingu Ford Mondeo. Stillingamöguleikar framsætanna og nuddpúðar sem í þeim eru heilluðu dómnefndina, en í hvoru sæti eru 11 nuddpúðar sem auka á vellíðan farþega í akstri. Ford Mondeo er ,líkt og nýr Volkswagen Passat, af nýrri gerð sem verið er að kynna þessa dagana. Með þessari tilnefningu Ford Mondeo aukast möguleikarnir á því að hann verði einnig fyrir valinu sem bíll ársins í Danmörku, en tilkynnt verður um það val næstkomandi miðvikudag. Með vali sínu nú er hann kominn í hóp 6 bíla sem um bíl ársins keppa þetta árið. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent
Frændur okkar í Jyllands Posten í Danmörku kjósa ár hvert þann bíl sem þeir telja besta kostinn fyrir fyrirtæki að kaupa. Í ár völdu þeir Ford Mondeo sem fyrirtækjabíl ársins, eða BusinessBilen 2015. Ford Mondeo var valinn umfram þrjá aðra bíla sem komust í úrslit, en það voru Volkswagen Passat, Volvo V60 og Audi A4. Dómnefndin taldi sérstaklega til úthugsaða innréttingu Ford Mondeo. Stillingamöguleikar framsætanna og nuddpúðar sem í þeim eru heilluðu dómnefndina, en í hvoru sæti eru 11 nuddpúðar sem auka á vellíðan farþega í akstri. Ford Mondeo er ,líkt og nýr Volkswagen Passat, af nýrri gerð sem verið er að kynna þessa dagana. Með þessari tilnefningu Ford Mondeo aukast möguleikarnir á því að hann verði einnig fyrir valinu sem bíll ársins í Danmörku, en tilkynnt verður um það val næstkomandi miðvikudag. Með vali sínu nú er hann kominn í hóp 6 bíla sem um bíl ársins keppa þetta árið.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent