Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma Tinni Sveinsson skrifar 26. nóvember 2014 16:30 Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Hljóðheima hér á Vísi er tónlistarmaðurinn og alþingismaðurinn Óttarr Proppé í aðalhlutverki. Óttarr ræðir hér tónlistarferil sinn, þar á meðal hljómsveitirnar Dr. Spock og Ham og fer um víðan völl. „Það var mín gæfa að ég var aldrei sérstaklega góður á hljóðfæri. Ég neyddist til að gera eitthvað annað. Var ekki góður söngvari en neyddist til að syngja og semja texta. Ég hafði gaman að því að semja texta,“ segir Óttarr þegar hann rifjar upp sín fyrstu ár í tónlist í Hafnarfirðinum.Myndatökumaðurinn Sindri Grétarsson og Guðni Einarsson við tökur á þættinum.„Ég kynnist síðan Sigurjóni Kjartanssyni, þessum villingi frá Ísafirði sem var fluttur í Kópavoginn. Hann var froðufellandi pönkrugludallur með gítaráhuga. Einhvern tímann kom sú hugmynd að tengja Hafnarfjarðarklíkuna og Kópavogsklíkuna og Björn Blöndal reddaði æfingahúsnæði,“ segir Óttarr um upphaf hljómsveitarinnar Ham. „Þetta gerðist síðan mjög hratt þarna 1988. Þetta var á sama tíma og Sykurmolarnir voru að slá í gegn í útlöndum. Nokkrum mánuðum seinna vorum við farnir að túra með þeim í Þýskalandi. Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma.“ Þátturinn er sá fyrsti í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Sölvi Blöndal, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Boogie Trouble. Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökunum á þáttaröðinni. Hljóðheimar Tónlist Tengdar fréttir Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Hljóðheima hér á Vísi er tónlistarmaðurinn og alþingismaðurinn Óttarr Proppé í aðalhlutverki. Óttarr ræðir hér tónlistarferil sinn, þar á meðal hljómsveitirnar Dr. Spock og Ham og fer um víðan völl. „Það var mín gæfa að ég var aldrei sérstaklega góður á hljóðfæri. Ég neyddist til að gera eitthvað annað. Var ekki góður söngvari en neyddist til að syngja og semja texta. Ég hafði gaman að því að semja texta,“ segir Óttarr þegar hann rifjar upp sín fyrstu ár í tónlist í Hafnarfirðinum.Myndatökumaðurinn Sindri Grétarsson og Guðni Einarsson við tökur á þættinum.„Ég kynnist síðan Sigurjóni Kjartanssyni, þessum villingi frá Ísafirði sem var fluttur í Kópavoginn. Hann var froðufellandi pönkrugludallur með gítaráhuga. Einhvern tímann kom sú hugmynd að tengja Hafnarfjarðarklíkuna og Kópavogsklíkuna og Björn Blöndal reddaði æfingahúsnæði,“ segir Óttarr um upphaf hljómsveitarinnar Ham. „Þetta gerðist síðan mjög hratt þarna 1988. Þetta var á sama tíma og Sykurmolarnir voru að slá í gegn í útlöndum. Nokkrum mánuðum seinna vorum við farnir að túra með þeim í Þýskalandi. Við tókum þennan rokkstjörnupakka á mjög skömmum tíma.“ Þátturinn er sá fyrsti í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru Sölvi Blöndal, Reykjavíkurdætur, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Boogie Trouble. Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökunum á þáttaröðinni.
Hljóðheimar Tónlist Tengdar fréttir Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljóðheimar hefja göngu sína á Vísi í næstu viku Guðni Einarsson skyggnist inn í vinnuferli tónlistarmanna í Hljóðheimum á Vísi. 20. nóvember 2014 12:15