Frá Airwaves til OMAM Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 21:50 Kamilla segist spennt fyrir nýja starfinu. Vísir/Valli Kamilla Ingibergsdóttir stendur á tímamótum. Hún hefur nú látið af störfum sem kynningarstjóri Iceland Airwaves og mun á næstunni fara að vinna fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men. Hún var þreytt en enn mjög hátt uppi eftir Airwaves-helgina þegar Vísir náði tali af henni. „Já, ég er búin að vera viðloðandi Iceland Airwaves í 6 ár og þetta var 4. hátíðin sem ég var kynningarstjóri. Þetta er svona súrsætt. Ég mun auðvitað sakna samstarfsfólksins og þess að skipuleggja svona frábæra hátíð eins og Airwaves. En svo er ég líka mjög spennt að fara að vinna fyrir Of Monsters and Men,“ segir Kamilla. Hún segir að hún sé búin að vinna fyrir hljómsveitina í um hálft ár samhliða starfi sínu fyrir Iceland Airwaves. „Ég verð mikið með þeim á tónleikaferðalagi. Það er auðvitað þannig þegar að hljómsveit er komin á þennan stað á sínum ferli þá er svo margt sem þarf að huga að. Þetta er bara eins og fyrirtæki. Mér líst alveg rosalega vel á þetta, þetta er ofboðslega spennandi starf og ég get bara ekki beðið eftir að byrja.“ Kamilla fer þó í smá frí áður en hún byrjar í nýja starfinu. „Já, ég ætla að fara til Egyptalands og vera þar í tvær vikur. Það verður gott að slappa af og borða góðan mat áður en ég byrja svo í nýja starfinu.“ Airwaves Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kamilla Ingibergsdóttir stendur á tímamótum. Hún hefur nú látið af störfum sem kynningarstjóri Iceland Airwaves og mun á næstunni fara að vinna fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men. Hún var þreytt en enn mjög hátt uppi eftir Airwaves-helgina þegar Vísir náði tali af henni. „Já, ég er búin að vera viðloðandi Iceland Airwaves í 6 ár og þetta var 4. hátíðin sem ég var kynningarstjóri. Þetta er svona súrsætt. Ég mun auðvitað sakna samstarfsfólksins og þess að skipuleggja svona frábæra hátíð eins og Airwaves. En svo er ég líka mjög spennt að fara að vinna fyrir Of Monsters and Men,“ segir Kamilla. Hún segir að hún sé búin að vinna fyrir hljómsveitina í um hálft ár samhliða starfi sínu fyrir Iceland Airwaves. „Ég verð mikið með þeim á tónleikaferðalagi. Það er auðvitað þannig þegar að hljómsveit er komin á þennan stað á sínum ferli þá er svo margt sem þarf að huga að. Þetta er bara eins og fyrirtæki. Mér líst alveg rosalega vel á þetta, þetta er ofboðslega spennandi starf og ég get bara ekki beðið eftir að byrja.“ Kamilla fer þó í smá frí áður en hún byrjar í nýja starfinu. „Já, ég ætla að fara til Egyptalands og vera þar í tvær vikur. Það verður gott að slappa af og borða góðan mat áður en ég byrja svo í nýja starfinu.“
Airwaves Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira