Má forsetinn vera með sixpensara? Sigurjón M. Egilsson skrifar 3. nóvember 2014 07:38 Sumt fólk skilur ekki Jón Gnarr. Sumt fólk taldi og kannski telur hann enn óhæfan í há embætti. Sumt fólk amast við honum og finnur það honum meðal annars til foráttu að hann er ekki sérlega klár í gerð ársreikninga. Og jafnvel þá staðreynd að hann viðurkenni þegar hann veit ekki. Það er fátítt í íslenskum stjórnmálum. Þau okkar sem hlusta á Jón Gnarr og lesa það sem hann segir sjá stjórnmálamanninn Jón Gnarr. Í helgarblaði Fréttablaðsins var viðtal við Jón, af því tilefni að langflestir sem tóku afstöðu til þess hvaða manneskju þeir vilja sjá næst í embætti forseta Íslands nefndu Jón langtum oftar en alla aðra hugsanlega kandídata. Jón Gnarr er pólitískur maður og enginn eftirbátur núverandi forseta eða annars áberandi fólks í samfélaginu. Í viðtalinu sagði Jón þetta meðal annars: „Það vantar sannarlega fleiri til að tala máli friðar og mannréttinda á heimsvísu. Í átökum er alltaf um tvennt að velja; að slást eða tala saman. Að tala saman tekur oft lengri tíma og það þarf að kunna það, að slást er oft fljótvirkara og virðist árangursríkara en það er svo mikil skammtímalausn og mun dýrara til lengri tíma litið. Við erum enn að reyna að leysa eitthvað sem átti að leysa með vopnavaldi fyrir hundrað árum og víða er það orðið óleysanlegt. Þannig að jú, vissulega væri fulltrúi Íslands verðugur í því að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Við erum friðsamt land og eigum mikla friðarsögu.“ Í þessum orðum er mikill boðskapur og pólitík. Þeir kjósendur sem eru sömu skoðunar og Jón Gnarr hljóta að leggja fast að honum að hann gefi kost á sér. Vert er að hafa í huga að þetta er fyrsta könnunin sem gerð er um frambjóðendur í forsetakosningunum sem verða vorið 2016. Skekkjumörk eru mikil en staða Jóns er mjög eftirtektarverð. Andstæðingar Jóns sem borgarstjóra fundu honum helst til foráttu að sinna ekki embættinu á sama hátt og þeir sem á undan fóru. Munurinn á honum og mörgum forverum hans er sá að hann steig upp úr stólnum sem sigurvegari. Hinu má ekki gleyma að Jón er ólíkindatól. Hér er sýnishorn úr viðtalinu við Fréttablaðið: „Ég hef ekki hugsað um þetta af neinni alvöru eða rætt málin við fjölskylduna eða mína nánustu. Þegar ég er spurður hvort ég útiloki ekki framboð vefst mér tunga um tönn. Fólk gæti alveg eins spurt hvort ég útiloki að verða kafari. Ég hef aldrei kafað og aldrei spáð sérstaklega í því en ég útiloka það alls ekki að verða kafari,“ segir Jón og hlær. „Ég veit nefnilega í rauninni ekki hvað starfið felur í sér eða hvað það gengur út á fyrir utan að mæta á frumsýningar og hlusta á skólakóra úti á landi.“ Næstu mánuði munu koma fram margar skoðanir á forsetaembættinu og tilvonandi frambjóðendum. Hvaða áferð á að vera á embættinu? Má breyta frá stífaðri hvítri skyrtu yfir í fyrrverandi pönkara með sixpensara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Sumt fólk skilur ekki Jón Gnarr. Sumt fólk taldi og kannski telur hann enn óhæfan í há embætti. Sumt fólk amast við honum og finnur það honum meðal annars til foráttu að hann er ekki sérlega klár í gerð ársreikninga. Og jafnvel þá staðreynd að hann viðurkenni þegar hann veit ekki. Það er fátítt í íslenskum stjórnmálum. Þau okkar sem hlusta á Jón Gnarr og lesa það sem hann segir sjá stjórnmálamanninn Jón Gnarr. Í helgarblaði Fréttablaðsins var viðtal við Jón, af því tilefni að langflestir sem tóku afstöðu til þess hvaða manneskju þeir vilja sjá næst í embætti forseta Íslands nefndu Jón langtum oftar en alla aðra hugsanlega kandídata. Jón Gnarr er pólitískur maður og enginn eftirbátur núverandi forseta eða annars áberandi fólks í samfélaginu. Í viðtalinu sagði Jón þetta meðal annars: „Það vantar sannarlega fleiri til að tala máli friðar og mannréttinda á heimsvísu. Í átökum er alltaf um tvennt að velja; að slást eða tala saman. Að tala saman tekur oft lengri tíma og það þarf að kunna það, að slást er oft fljótvirkara og virðist árangursríkara en það er svo mikil skammtímalausn og mun dýrara til lengri tíma litið. Við erum enn að reyna að leysa eitthvað sem átti að leysa með vopnavaldi fyrir hundrað árum og víða er það orðið óleysanlegt. Þannig að jú, vissulega væri fulltrúi Íslands verðugur í því að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Við erum friðsamt land og eigum mikla friðarsögu.“ Í þessum orðum er mikill boðskapur og pólitík. Þeir kjósendur sem eru sömu skoðunar og Jón Gnarr hljóta að leggja fast að honum að hann gefi kost á sér. Vert er að hafa í huga að þetta er fyrsta könnunin sem gerð er um frambjóðendur í forsetakosningunum sem verða vorið 2016. Skekkjumörk eru mikil en staða Jóns er mjög eftirtektarverð. Andstæðingar Jóns sem borgarstjóra fundu honum helst til foráttu að sinna ekki embættinu á sama hátt og þeir sem á undan fóru. Munurinn á honum og mörgum forverum hans er sá að hann steig upp úr stólnum sem sigurvegari. Hinu má ekki gleyma að Jón er ólíkindatól. Hér er sýnishorn úr viðtalinu við Fréttablaðið: „Ég hef ekki hugsað um þetta af neinni alvöru eða rætt málin við fjölskylduna eða mína nánustu. Þegar ég er spurður hvort ég útiloki ekki framboð vefst mér tunga um tönn. Fólk gæti alveg eins spurt hvort ég útiloki að verða kafari. Ég hef aldrei kafað og aldrei spáð sérstaklega í því en ég útiloka það alls ekki að verða kafari,“ segir Jón og hlær. „Ég veit nefnilega í rauninni ekki hvað starfið felur í sér eða hvað það gengur út á fyrir utan að mæta á frumsýningar og hlusta á skólakóra úti á landi.“ Næstu mánuði munu koma fram margar skoðanir á forsetaembættinu og tilvonandi frambjóðendum. Hvaða áferð á að vera á embættinu? Má breyta frá stífaðri hvítri skyrtu yfir í fyrrverandi pönkara með sixpensara?