Á einungis fimm dögum seldist leikurinn fyrir 325 milljónir dala, eða tæpa 40 milljarða króna.
Í samtali sínu við fjárfesta sagði Eric Hirshberg frá Activision að aukapakki fyrir leikinn, The Dark Below, væri kominn vel á veg. Þá sagði hann að vinna væri hafin að framhaldsleik. Activision segir Destiny eiga stóran hluta í 78 prósent tekjuaukningu fyrirtækisins.
Framleiðendur Destiny, Bungie, segjast vilja byggja upp gríðarstóran söguheim í kringum leiki sína og hafa tíu ára áætlun fyrir heila leikjaseríu. Samkvæmt Gamespot vildu Activision ekki tjá sig frekar.